Leita í fréttum mbl.is

Mön 2.umferđ: Gott jafntefli Guđmundar og Arons

Önnur umferđ alţjóđlega mótsins á Mön fór fram í dag. Athygli allra íslenskra skákáhugamanna beindist ađ viđureign Hikaru Nakamura, sem er tíundi stigahćsti skákmađur heims, og Helga Ólafssonar. Erlendir skákáhugamenn fylgdust einnig vel međ og voru greinilega međ allt á hreinu. Einn ţeirra frćddi ađra um ađ fađir Helga hefđi unniđ sigur á Bobby Fischer um áriđ. Ţar var snillingurinn auđvitađ ađ vísa til Friđriks Ólafssonar og augljóslega var eftirnafniđ ađ rugla hann í ríminu. 

Helgi_Nakamura

 

Helgi átti allskostar viđ Nakamura í sjálfri skákinni, jafnađi tafliđ auđveldlega og virtist ćtla ađ sigla jafnteflinu í höfn. Ţá fór hinsvegar klukkan ađ segja til sín og međ lítinn tíma á klukkunni valdi Helgi vitlaust plan, hann óđ fram međ f-peđiđ sitt sem kom honum í örlítiđ óţćgilega stöđu sem síđan versnađi jafnt og ţétt ţar til yfir lauk. Líklega er smá ryđ í okkar manni.

Tíđindi umferđarinnar voru ţó tvö frábćr jafntefli Guđmundar og Arons Ţórs. Guđmundur var međ svart gegn Richard Rapport, sem nýlega gerđi mikinn usla á Heimsbikarmótinu í Tíblísi ţar sem hann komst í 8-manna úrslit. Ţví miđur var skákin ekki í beinni útsendingu en jafntefli međ svörtu gegn svo öflugum stórmeistara eru frábćr úrslit.

Aron Ţór gerđi síđan jafntefli gegn indverska alţjóđlega meistaranum Sharma Hemant (2342). Frábćr úrslit hjá ţessum efnilega skákmanni.

Dagur Ragnarsson gerđi jafntefli viđ ţýsku skákkonuna Alina Zahn en Bárđur, Björn Hólm, Gauti Páll og Hilmir Freyr töpuđu sínum skákum gegn sterkum andstćđingum.

Erlendir skákmiđlar fjalla nokkuđ um paranir sterkustu skákkonu heims, Hou Yifan. Eins og frćgt er orđiđ tók Yifan ţátt í opna Gíbraltarmótinu fyrr á árinu. Í síđustu umferđ mótsins tapađi hún viljandi gegn indverska stórmeistaranum Babu Lalith. Tilgangurinn var sá ađ mótmćla ţví ađ hún hefđi teflt viđ sjö skákkonur í umferđunum tíu og vildi Yifan meina ađ pöruninni hefđi veriđ hagrćtt. Ţeirri kenningu var alfariđ vísađ á bug af mótshöldurum sem sögđu ađ tölvuforrit parađi sjálfvirkt.

Ţetta er rifjađ upp vegna ţess ađ í fyrstu tveimur umferđunum á Mön hefur Yifan ađeins teflt viđ skákkonur! Fyrst viđ Alexöndru Kostenuik og síđan Elizabeth Phaetz. Verđur spennandi ađ sjá hvort ađ hún tefli viđ ţriđju skákkonuna í nćstu umferđ og allt verđi vitlaust!

Pörun ţriđju umferđar liggur ekki enn fyrir.

Mótiđ á Chess-results

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 11
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 325
  • Frá upphafi: 8763715

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 159
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband