Leita í fréttum mbl.is

NM grunn- og barnaskólasveita: Hörđuvellingar byrja vel

IMG_0846[1]Norđurlandamót grunn- og barnaskólasveita hófst í kvöld ađ Laugum í Sćlingsdal. Í hvorum flokki tefla sex sveitir. Íslendingar eiga sem heimamenn tvćr sveitir í hvorum flokki. Fóru ţćr misjafnlega af stađ nú í fyrstu umferđ sem klárađist rétt undir miđnćttiđ.

Hörđuvallaskóli og Rimaskóli mćttust í eldri flokki. Fyrirfram mátti telja Hörđuvallaskóla leiddan áfram af Vigni Vatnari töluvert sigurstranglegri. Á fyrsta borđi mćtti Vignir Nansý Davíđsdóttur og ekki var ţađ nú í fyrsta skiptiđ sem ţau tefla. Nansý hefur í gegnum tíđina átt í fullu tré viđ Vigni og svo var einnig í kvöld. Snemma tafls byggđi Vignir upp álitlega sóknarstöđu en Nansý náđi međ vandađri taflmennsku ađ jafna tafliđ. Vignir brá ţá á ţađ ráđ ađ fórna skiptamun fyrir smá frumkvćđi og öflugt biskupapar. Stađa Nansýjar var ţó enn góđ en biskuparnir sögđu fljótt til sín enda praktískir möguleikar miklir, skiptamunurinn vannst tilbaka og vinningurinn kom fljótlega eftir ţađ í hús. 

Á fjórđa borđi tefldi Arnór Gunnlaugsson Rimaskóla afar vel gegn Sverri Hákonarsyni sem er all reyndari en Arnór. Í tvöföldu hróksendatafli átti Arnór um tíma ţvingađa vinningsleiđ en kom ekki auga á hana og sigurinn varđ Sverris.

Á öđru og ţriđja borđi unnu Arnar Milutin Heiđarsson og Stephan Briem nokkuđ örugglega sigra og ţví fjórir vinningar í hús fyrir Hörđuvallaskóla. 

Ölduselsskóli hefur á ađ skipa ţéttri sveit í yngri flokknum. Sveitin vann góđan 2.5 - 1.5 sigur á dönsku sveitinni. Óskar Víkingur og Birgir Logi unnu góđa sigra og Baltasar Máni náđi fínu jafntefli.

Álfhólsskóli tapađi sinni viđureign međ minnsta mun fyrir finnskri sveit.

Á morgun laugardag fara fram umferđir tvö og ţrjú og má ćtla ađ línur skýrist nokkuđ eftir ţrjár umferđir.

Á chess-results.com má finna úrslit allra skáka, myndir og pgn-skrá međ tefldum skákum.

Önnur umferđ hefst 10:00 á laugardagsmorgni.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 273
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 147
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband