Leita í fréttum mbl.is

Heimsbikarmótiđ: Ding og Aronian mćtast í úrslitum

Kínverski stórmeistarinn Ding Liren og hinn armenski kollegi hans, Levon Aronian, tryggđu sér í dag sćti í úrslitum Heimsbikarmótsins í Tíblísi. Ding Liren bar sigurorđ af Wesley So í fjórum skákum, 2,5-1,5 og var sigurinn nokkuđ öruggur. Ding tefldi yfirhöfuđ betur í bráđabananum og var međ gjörunniđ tafl í fyrstu skák dagsins. Hann fór hinsvegar á taugum í úrvinnslunni og klúđrađi skákinni í jafntefli.

Aronian_MVL

Liren var auđsýnilega miđur sín eftir klúđriđ og brá á ţađ ráđ ađ bjóđa stutt jafntefli í nćstu skák. Sagđi hann eftir einvígiđ ađ So hefđi gert mistök međ ţví ađ samţykkja ţađ bođ.

Í ţriđju skák bráđabanans yfirspilađi Ding síđan andstćđing sinn og hélt ađ lokum örugglega jafntefli í lokaskákinni.

Fyrsta Armageddon-skákin

Einvígi Aronian og Vachier-Lagrave var stórkosleg skemmtun. Vachier-Lagrave vann fyrstu skák einvígisins en Aronian jafnađi metin í frábćrri skák.

Nćstu tvćr skákir voru vel tefldar af báđum stórmeisturunum og enduđu báđar međ skiptum hlut.

Í fimmtu skákinni valtađi Aronian síđan yfir Vachier-Lagrave en lék síđan skákinni niđur á ótrúlegan hátt ţegar sigurinn blasti viđ. Frakkinn stóđ ţá uppi međ pálmann í höndunum en hann virtist ţá fara á taugum og klúđrađi unnu tafli niđur í jafntefli.

Sjötta skákin endađi loks međ jafntefli eftir harđa baráttu og ţá var komiđ ađ Armageddon-skák, ţeirri fyrstu í öllu Heimsbikarmótinu.

Vachier-Lagrave vann hlutkestiđ og valdi svörtu mennina. Eins og allir heilvita menn vita ţá eru ţađ mistök! Ţar međ fékk Maxime 4 mínútna umhugsunartíma gegn 5 mínútum hjá Aronian og dugđi jafntefli til ađ komast áfram. Franski stórmeistarinn var á góđri leiđ međ ađ tryggja sér ađ minnsta kosti skiptan hlut en síđan kom hann sér í vandrćđi sem hann náđi ekki ađ leysa yfir borđinu. Aronian tryggđi sér síđan sigurinn á snyrtilegan hátt og ţar međ var Armeninn kominn í úrslit.

Eftir einvígiđ sagđi Levon ađ hann hefđi ekki getađ afboriđ ţađ ađ tapa skákinni enda var ţjóđhátíđardagur Armena haldinn hátíđlegur sama dag.

Ţrír öruggir međ sćti á Kandídatamótiđ

Ţessi úrslit ţýđa ađ Levon Aronian og Ding Liren hafa tryggt sér sćti á Kanídatamótinu sem fram fer í Berlín á nćsta ári. Ţeir munu tefla um Heimsbikartitilinn um helgina og 120 ţúsund dollara fyrstu verđlaun en kandídatasćtin voru án nokkurs vafa stćrstu verđlaunin

Sergey Karjakin er einnig međ tryggt sćti í kandídatamótinu eftir tapiđ í heimsmeistaraeinvíginu gegn Magnúsi Carlsen en önnur sćti eru óráđin og ríkir mikil spenna um hverjir hljóta ţau.

Tvö sćti fara til ţeirra sem ná bestum árangri í Grand Prix-seríu FIDE. Síđasta mótiđ í ţeirri seríu fer fram um miđjan nóvember á spćnsku eyjunni Mallorca. Mamedyarov stendur best ađ vígi ţar en Grischuk, Radjabov og Vachier-Lagrave fylgja í humátt á eftir.

Tvö sćti fara til ţeirra sem hafa hćstu međalstigin yfir tiltekiđ tímabil. Ţar standa Caruana, So og Kramnik best ađ vígi en ađeins munar sjónarmun á ţremenningunum svo ađ sú keppni verđur spennandi allt til loka.

Ţá fá mótshaldarar í Berlín eitt bođssćti og aldrei ađ vita hver hlýtur ţađ.

Frábćr pistill á Chess.com um lokadaginn

Heimasíđa mótsins

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 187
  • Frá upphafi: 8764058

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband