Leita í fréttum mbl.is

Heimsbikarmótiđ: Aronian, Ding og So komnir í undanúrslit

Seinni skákir í 8-manna úrslitum Heimsbíkarmótsins í Tíblísi fóru fram í dag. Eftir byltur dagsins er ađeins ein viđureign sem fer í bráđabana á morgun. Ţađ er einvígi Peter Svidler gegn Maxime Vachier-Lagrave. Ţeir tefldu athyglisverđa skák í ítölskum leik og sömdu síđan jafntefli í afar tvísýnni stöđu. Líklega er Svidler međ ađeins betra tafl og ekki er ólíklega ađ hann muni sjá eftir ţví ađ hafa slíđrađ sverđin. Ţeir félagarnir tefla bráđabanann á morgun.

Ţađ vakti mikla athygli í fyrri umferđinni ţegar ungverski stórmeistarinn Richard Rapport sćttist á skiptan hlut eftir ađeins 11.leiki gegn kínverska stórmeistaranum Ding Liren. Sá ungverski hefur mögulega ćtlađ ađ freista ţess ađ komast í bráđabana en Ding var ekki á ţeim buxunum. Hann tefldi frábćra skák í dag og hafđi verđskuldađan sigur í 41.leik. Ţar međ sló hann ungverska undrabarniđ úr keppni.

DingRapport

 

Úkraínska ólíkindatóliđ, Vassily Ivanchuk, var međ bakiđ upp ađ vegg eftir skelfilega tap í fyrri skákinni gegn Aronian. Ivanchuk komst ekkert áfram gegn armenanum og mátti sćtta sig viđ jafntefli í 71.leik. Ţar međ sló Aronian Ivanchuk út úr mótinu.

Lengsta skák mótsins var viđureign Bandaríkjamannsins Wesley So og Rússans Vladimir Fedoseev. So verđur seint sakađur um ađ hafa líflegan stíl en hann teflir afar vel og á löngum töflum er stíllinn ekki ósvipađur stíl Anatolí Karpovs. Heimsmeistarainn fyrrverandi hefđi ađ minnsa kosti veriđ fullsćmdur af skák dagsins ţar sem So fékk örlitla yfirburđi snemma tafls og kreisti síđan drulluna úr andstćđingnum á lćrdómsríkan hátt.

Eins og áđur segir munu Svidler og Vachier-Lagrave tefla bráđabana á morgun. Sigurvegari ţeirrar byltu mun mćta Levon Aronian í undanúrslitum. Í hinni viđureign undanúrslitanna munu Ding Liren og Wesley So mćtast. Spennan verđur griđarlega um helgina!

Heimasíđa mótsins

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 270
  • Frá upphafi: 8764848

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 147
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband