Leita í fréttum mbl.is

Íslandsmót grunnskólasveita 2017 - stúlknaflokkur - Rimaskóli, Háteigsskóli og Álfhólsskóli Íslandsmeistarar

Íslandsmót grunnskólasveita – stúlknaflokkur, fyrir skólaáriđ 2016-2017, fór fram í Rimaskóla laugardaginn 16. september. Teflt var í ţremur flokkum, flokki 1.-2. bekkjar, flokki 3.-5. bekkjar og flokki 6.-10. bekkjar.

IMG 1305

Í yngsta flokknum, flokki 1.-2. bekkjar voru ţrjár sveitir skráđar til leiks. Tefld var tvöföld umferđ međ 5 mínútna umhugsunartíma á skák. Skáksveit Álfhólsskóla í Kópavogi sýndi mátt sinn og sigrađi af miklu öryggi međ 15 vinninga af 16 mögulegum.

Lokastađan

1. Álfhólsskóli 15 v.

2. Salaskóli 8 v.

3. Háteigsskóli 1 v.

Lokastađan í flokki 1.-2. bekkjar á Chess-results

IMG 1307

Sveit slandsmeistaranna í Álfhólsskóla í flokki 1. og 2. bekkjar skipuđu Sól Lilja Sigurđardóttir, Tinna Alexía Harđardóttir, Arna Kristín Arnarsdóttir og Júlía Húnadóttir. Liđsstjóri var Lenka Ptacnikova.

Í flokki 3.-5. bekkjar tóku sex sveitir ţátt. Teflt var allir viđ alla međ 7 mínútna umhugsunartíma á skák. Gríđarlega mikil spenna var í flokknum og réđust úrslitin í lokaskákunum. Skáksveit Háteigsskóla sigrađi međ 16,5 vinninga en skammt á hćla ţeirra voru Salaskóli međ 15,5 vinninga og Grunnskóli Grindavíkur međ 15 vinninga. Ţessar sveitir báru af í flokknum.

Lokastađan

1. Háteigsskóli 16,5 v.

2. Salaskóli 15,5 v.

3. Grunnskóli Grindavíkur 15 v.

Lokastađan í flokki 3.-5. bekkjar á Chess-results

IMG 1312

Sveit Íslandsmeistaranna í Háteigsskóla í flokki 3.-5. bekkjar skipuđu Soffia Arndis, Anna Katarina, Ásthildur, Karen Ólöf og Katrín Anna. Liđsstjóri var Lenka Ptacnikova.

Í elsta flokknum, flokki 6.-10. bekkjar voru fimm sveitir skráđar til leiks. Teflt var allir viđ alla međ 10 mínútna umhugsunartíma á skák. A-sveit Rimaskóla og skáksveit Salaskóla börđust af mikilli hörku um efstu tvö sćtin en sveit Foldaskóla kom á hćla ţeirra. Úrslitin réđust í lokaumferđinni ţegar Rimskóli sigrađi Landakotsskóla međ fullu húsi og skaust upp fyrir Salaskóla af vinningum. Sigur Rimaskóla á mótinu er sá sjöundi í röđ en skólinn hefur unniđ mótiđ ár hvert frá árinu 2011!

1. Rimaskóli a-sveit 12 v.

2. Salaskóli 11,5 v.

3. Foldaskóli 9,5 v.

Lokastađan í flokki 6.-10. bekkjar á Chess-results

IMG 1323

Sveit Íslandsmeistaranna í Rimaskóla í flokki 6.-10. bekkjar skipuđu Nansý Davíđsdóttir, Embla Jóhannesdóttir, Valgerđur Jóhannesdóttir og Sara Sólveig Lis. Liđsstjóri var Helgi Árnason og Björn Ívar Karlsson ţjálfari.

Um skákstjórn í mótinu sáu Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Kristján Örn Elíasson.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 187
  • Frá upphafi: 8764058

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband