Leita í fréttum mbl.is

EM Ungmenna í Rúmeníu - Pistill #6

20170912_145206Sjöunda umferđ á Evrópumeistaramóti ungmenna lauk í gćr hér á Mamaia í Rúmeníu. Ţriđju umferđina í röđ var íslenski hópurin yfir 50% og munar ţar mestu um Jón Kristinn og Batel sem bćđi eru međ 3,5 vinning úr síđustu 4 skákum. Vignir Vatnar hefđi í raun einnig átt ađ vera í ţeim hópi en komum nánar ađ ţví síđar.

Litlu munađi ađ viđ fengjum sýningarborđ í dag en segja má ađ óheppnin hafi elt okkur, viđ eigum keependur á tólfta, ţrettánda og fjórtánda borđi en 10 efstu í hverjum flokki eru á sýningarborđum en ţó ađeins 5 efstu í ţeim yngstu og ţví Batel fjćr ţví ađ vera á sýningarborđi en hinir.

 

 

Yfirferđ 7. umferđar:

U8

20170912_144533

Bjartur mćtti rússneskum skákmanni, Lev Abdeev og upp kom ítalskur leikur eins og viđ var ađ búast. Bjartur átti ótímabćra framrás á miđborđinu snemma sem hefđi mátt undirbúa betur. Ţessi framrás kostađi peđstap og í kjölfariđ laskađist kóngsstađa Bjarts. Bjartur náđi ţó ađ mynda sér mótspil og var kominn međ virkar hrók og andstćđingur hans var ekki ađ nýta sér veikleikana á kóngsvćng.

Bjartur_7th

Hér kom krítíski punkturinn í skákinni. Andstćđingur Bjarts lék hér hinum skelfilega Hf8-a8. Ţrátt fyrir ađ hafa tekiđ sér tíma hér var einhvern veginn blindspot hjá Bjarti ađ hann gćti bara tekiđ á f7 og mátađ í nćsta leik á g7. Ţess í stađ lék hann Rd2 en sá strax og hann hafđi leikiđ ađ hann hefđi getađ mátađ. Ţar sem Rd2 er oní geri ég ráđ fyrir ađ bjartur hafi ćtlađ ađ leika Re3 en viljađ ginna andstćđing sinn í ađ taka á d2 eftir ađ hafa snert riddarann. Rússinn sá líka mátiđ núna og lék ...d5 og náđi ađ hrifsa sigurinn til sín.

Grátleg mistök en eins og bent hefur veriđ á ţá fer ţetta í reynslubankann góđa. Ţessi mót eru dýrmćt keppnisreynsla fyrir ţessa krakka og verđur ađ líta á sem ţađ og jafnframt ađ vinna vinnu eftir mótiđ í ađ laga ţađ sem hćgt er og halda áfram ađ fá bćtingu hjá krökkunum.

 

U10

20170912_144618

Gunnar mćtti Rúmena sem viđ höfđum greint sem ákveđinn system skákmann (enn á ný!) og bjuggust viđ 1.e4 c5 2.c4 og Botvinnik setupi. Sá rúmenski hafđi teflt ţetta ţrisvar nýlega og ţví eyddum viđ mestum tíma í ţađ og vorum sáttir međ okkar setup á móti ţví. Hinsvegar kom sá rúmenski okkur á óvart og fór í London systemiđ. Viđ höfđum kíkt á ţađ ađeins fyrr í mótinu ţannig ađ Gunnar vissi nokkurn veginn hvađ ćtti ađ gera en fór snemma útaf planinu sem viđ höfđum lagt upp međ ţá.

Sá rúmenski fékk vćnlega sókn og hefđi mögulega getađ fórnađ riddara á g6 á einum tímapunkti fyrir myljandi sókn. Hinsvegar var kominn tími á ađ ţađ dytti eitthvađ fyrir Gunnar sem átti svo sannarlega inni vinninga og hann hrakti sóknartilburđi Rúmenans og nýtti sína séns til fulls og mátađi hvíta kónginn. Flottur sigur hjá Gunnari sem átti hann svo sannarlega inni!

 

U10 stelpur

20170912_145152

Batel....Batel!!! Ég er eiginlega orđlaus yfir árangri Batelar ţađ sem af er móti. Hún er ađ bćta um 100 stigum viđ sín elóstig á mótinu og hefur unniđ hvern stórsigurinn á fćtur öđrum. Hún er ađ fá reynda keppendur frá Rússlandi, Frakklandi og í dag Tyrklandi og hrćđist ekki neinn.

Í skákinni í gćr beitti hún Najdorfnum en lenti í smá vandrćđum snemma ţar sem hún er oft ađeins of föst í ţví ađ leika ...e5 í öllum stöđum. Andstćđingur hennar nýtti sér ekki sína sénsa og Batel var kominn međ biskuppariđ og fína stöđu ţegar hún leikur af sér peđi. Skákin fór í endatafl en á ótrúlegan hátt náđi Batel ađ innbyrđa vinninginn. Ţví miđur er skákin ekki inni á vef mótsins en ég mun bćta henni viđ .pgn skránna sem fylgir fćrslunni ef ađ verđur lagađ. Ţví miđur er innsláttur skáka mjög ábótavant í ţessu móti sem er miđur ţví ţađ er einn mikilvćgasti ţáttur mótsins ađ mínu mati!

Eins og ég benti á á Facebook í gćr ţá er rússneska stelpan sem Batel rústađi í fyrstu umferđ búin ađ vinna allar sex skákirnar síđan sem sýnir hvađ hún hefur veriđ ađ fá sterka andstćđinga!

Skemmtilegt verđur ađ fylgjast međ Batel á nćstu árum en hún hefur mjög athyglisverđa hćfileika sem ţarf ađ rćkta.

 

U14

20170912_144735

Vignir valdi liklega skynsamlega í byrjuninni ţegar hann kom andstćđingi sínum á óvart međ 3.b3 gegn ...e6 Sikileyjarvörn. Vignir hafđi meira skynbragđ fyrir stöđunni og splundrađi gjörsamlega peđastöđu andstćđings síns og var ađ taka hann í nefiđ í pósanum ţegar honum yfirsást algjör killer leikur í stöđunni. Ekki var um fljótfćrni ađ rćđa ţar sem Vigni bara yfirsást leikurinn. Líklegast augnablik til ađ draga lćrdóm af og mögulega má eitthvađ bćta útreiknings-algórithmann en auđvitađ lenda allir í svona augnablikum.

Í stađ liđsvinnings lenti Vignir eiginlega ósanngjarnt í vörn og satt best ađ segja sýndi hann mikinn karakter ađ bjarga skákinni í jafntefli. Svekkjandi úrslit ţó ţar sem vinningurinn var í seilingarfjarlćgđ og sýningarborđ en ţess í stađ verđur ađ bíđa eftir síđasta séns á sýningarborđunum.

 

U18

20170912_144920

Símon (vinstra megin á myndinni ađ gefa sig á tal viđ andstćđing Jokkó) lenti í sterkum andstćđingi ţrátt fyrir tap í umferđinni áđur. Símon beitti Katalan en andstćđingur hans virtist hafa allt á hreinu og beitti lokuđum Katalan og drap ekki á e4 eftir klassíska framrás hvíts ţar. Eftir e5 framrás hvíts virtist svartur hafa allt á hreinu um hvernig sćki ćtti fram á drottningarvćng á međan ađ sókn Símons á kóngsvćng átti litla von. Góđ skák hjá svörtum og ađ mörgu leiti lćrdómsrík. Skákin er ekki í .pgn skrá á heimasíđu mótsins.

Jokkó tefldi lengstu skák dagsins í hópnum. Hann beitti Torre árás međ 1.d4 2.Rf3 og 3.Bg5. Upp kom ţungt miđtafl međ tilfćringum og sannkölluđu dýnamísku jafnvćgi. Jokkó átti séns á betra tafli en tók ekki sénsinn sinn og ţess í stađ var komiđ endatafl, líklega frćđilega örlítiđ betra á svart en jafntefli nánast öruggt. Jokkó bauđ í raun jafntefli en andstćđingur hans hafnađi ţví og endađi á ađ sprengja sig.

Jokko7thrnd

Enn eina ferđina eru mótshaldarar ekki ađ standa sig međ ađ slá inn skákir. Ađeins 200 skákir eru í .pgn skrá 7. umferđar en ćtla má ađ í heildina eigi ađ vera um 500 skákir allavega.

Viđ fórum yfir skákina í gćr og krítíska stađan er ca. hér ađ ofan. Ravi Hari međ svart lék hér ...f4 og eftir gxf4-g4 ţá lék Jokkó f5+ og svo e6 og tók frumkvćđiđ. Ég man ekki nákvćmlega stöđu hrókanna og kónganna en peđastađan er rétt. Líklega var svarti hrókurinn ekki á 8. reitarröđ (mögulega b3) og ţurfti ađ eyđa leik í ađ bakka sem mér finnst líklegast. Allavega tók Jokkó frumkvćđiđ ţarna og í framhaldinu kom svo c4 og tvöfaldir frelsingjar eftir d5. Flottur baráttusigur í langri skák sem gefur Jokkó fína möguleika á góđu sćti.

Sigur í umferđ dagsins myndi pottţétt fćra Jokkó upp á sýningarborđ. Rétt er einnig ađ óska honum Jóni Kristni til hamingju međ FIDE-meistaratitilinn en sigurinn í gćr fćrđi hann yfir 2300 stigin ţar sem hann á klárlega heima.

Símon fćr skottu í umferđ dagsins sem eru vonbrigđi en nú er bara ađ klára síđustu umferđina međ stćl hjá Símoni!

 

Rd7_results

 

Annars er lífiđ ađ róast heldur mikiđ hér á Mamaia. Greinilegt er ađ mótiđ er svona síđasti snúningur á ţessu ferđamannatímabili og búiđ er ađ loka í tívolíinu og billiardbarinn sem viđ höfum fariđ á mikiđ á kvöldin virđist vera ađ loka en ţeir voru ađ taka saman stóla fyrir utan í gćr.

Ég tók einn snúning á "hinni" körfuboltavélinni í gćr og jú ég bćtti mitt persónulega met en verđ ađ játa mig sigrađan og Símon er körfuboltameistarinn í ţessari ferđ. Ég fć víst ekki annan séns ţar sem billiardbarinn er ađ loka :-(

Látum ţetta gott heita ađ sinni...

 

bestu kveđjur,

Ingvar Ţór Jóhannesson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 187
  • Frá upphafi: 8764058

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband