Leita í fréttum mbl.is

EM Ungmenna í Rúmeníu - Pistill #5

20170909_115549Nú styttist heldur betur í annan endann á EM ungmenna og nú ríður á að eiga góðan endasprett til að tryggja sér eins gott sæti og hægt er.  Sjötta umferðin gekk nokkuð vel og aðra umferðina í röð var íslenski hópurinn yfir 50% vinningshlutfalli.

Tveir keppendur eru mjög nálægt sýningarborðum en Vignir er á 11. borði í dag í sjöundu umferðinni sem er gríðarlega svekkjandi að fá ekki að fylgjast með honum. Jón Kristinn er á 14. borði í U18 þannig að við eigum möguleika á að hafa tvo Íslendinga í beinni útsendingu á morgun ef þeir leggja sína andstæðinga að velli. Báðir stýra þeir hvítu mönnunum þannig að ég er vongóður um að fá tvær beinar útsendingar á morgun!

Yfirferð yfir 6. umferðina:

U8

20170911_144533

Fyrsti sigurinn hjá Bjarti! Tefld var skandinavísk vörn eins og lagt var upp með til að breyta aðeins til og koma á óvart. Mikilvægast að komast í miðtöflin oft í þessum flokkum. Ekki þurfti að hafa miklar áhyggjur af því þar sem Bjartur reyndist mun sterkari en sinn andstæðingur. Drottningarskák snemma á e6 varð til þess að hvítur lék kóngi sínum til d2 þar sem hann treysti sér ekki í að bera drottningu fyrir. Í kjölfarið féll skipamunur en það varð heill hrókur og svo stráféll hvíta liðið. Auðveldur sigur fyrir Bjart og gott og mikilvægt fyrir sjálfstraustið!

 

U10

20170911_144253

Gunnar Erik mætti Finna sem erfitt var að lesa í. Hann var mikið í allskonar setup-um og höfðum við skoðað það sem við fundum í baseum. Hann kom hinsvegar á óvart með 1.d4 Rf6 2.Rc3. Höfðum skoðað gott system gegn London systemi og fleiri "kerfisbyrjunum".

Skákin transposaði yfir í franska vörn og þar sem Gunnar teflir hana ekki þekkti hann e.t.v. ekki stöðutýpuna nógu vel. Gunnar fann samt trausta leiki og tefldi byrjunina skynsamlega og var við það að losa um sig og fá fínt tafl en lék þá passífum Rf8 leik þegar ...c5 framrás hefði líklega farið langleiðina í að jafna taflið. Sá finnski tefldi býsna vel eftir þetta og þrátt fyrir að farið væri í tvöfalt hróksendatafl þá yfirtefldi (í stað yfirspilaði, nýyrði Vignis Vatnars!) sá finnski Gunnar í endataflinu og nýtti sér smávægileg mistök og vann laglega. 

Greinilega sterkur andstæðingur og hefur Gunnar verið nokkuð óheppinn með þá og finnst manni hann eiga meira inni í mótinu. Hann er ekki að fá neinar gjafir en t.a.m. sá hann einn fyrrum andstæðing sinn fá gefins drottningu í einni skákinni! Gunnar er klárlega að tefla betur en vinningar gefa til kynna og ég býst við honum sterkum á lokasprettinum!

 

U10 stelpur

20170911_144754

Batel náði enn góðum úrslitum þegar hún gerði jafntefli við rússneska stelpu (þriðji Rússinn sem hún mætir!) og enn og aftur stigahærri andstæðingur. Ég samþykkti setupið sem Batel tefldi en við vorum hinsvegar búin að tala um að alls ekki að vera að leika leikjum á borð við c5 í svona stöðum. Hef verið ánægður með miðtöflin og taktíkina oft en byrjanir þarf að bæta og eins er ekki alltaf allt sem sýjast nógu vel inn sem við undirbúum fyrir skákir. Það hefur þó verið nóg til þessa og greinilegt að ýmislegt býr í Batel. Hún gæti náð góðu sæti með sterkum endaspretti

 

U14

20170909_144929

Vignir fékk loks tiltölulega auðveldan vinning. Hann fékk andstæðing sem var taplaus og okkur til hryllings nokkrar skákir í uppskiptaafbrigðinu í Frakkanum sem við vildum alls ekki fá á þessu stigi mótsins. Vignir treysti sér því best að fara aftur í Skandinavann og reyndist það gæfuspor. Vignir vann frekar einfaldan sigur með algjöru "simple chess". Makedóninn tapaði tveimur peðum skömmu eftir drotningarkaup í miðtaflinu og eftirleikurinn auðveldur. 

Vignir eyðgi von um að komast á sýningarborð en eins og áður sagði er hann á 11. borði í dag og munaði því aðeins einu borði.

 

U18

20170911_14495020170911_145015

Símon tapaði sinni skák en hann hafði svart gegn tæplega 2300 stiga Ungverja. Símon lék ...e5 í Sikileyjarvörn en sá svo eftir því þar sem framhaldið tefldist eiginlega eins og broddgöltur og peðið betur sett á e6 í þvi tilviki. Hvítur hafði ávallt frumkvæðið en Símon barðist vel. Miklar flækjur voru í lokin og líklega hefði Símon getað haldið taflinu gangandi og barist en tapaði þess í stað liði og skákinni.

Jón Kristinn hefur farið mikinn síðustu umferðir og er nú með 2,5 af síðustu 3. Skákin í 6. umferð var ítalskur leikur og Jokkó með svart. Enn og aftur klikka mótshaldarar og hvorug skákin er í .pgn skrá á heimasíðu mótsins.

Rnd6_Jokki

Skákina vantar en þetta er ca. krítíska staðan eftir minni. Í stað ...Rg5 hér lék Jón Kristinn ...fxe5! sem reyndist vera sterkasti leikurinn. Hvítur tók manninn og eftir dráp á f1 komu þvingandi leikir, fxe4 og Rxd4 og hvítur skilaði í kjölfarið manninum til baka og tapaði stuttu síðar.

Eins og áður sagði er Jón í dag á 14. borði og eygir því von um að komast á sýningarborð á morgun með sigri.

Annars mundi ég efti að ég kláraði pistilinn að ég hafði tekið mynd af skorblaðinu hjá Jokkó þannig að hérna er skákin fyrir áhugasama ;-)

20170911_224350 

Úrslit 6. umferðar:

Rnd6_results

 

Hér á Mamaia er greinilega aðeins að koma "off-season". Margar búðir sem við fórum í fyrstu vikuna hafa einfaldlega lokað alveg og þegar við fórum í tívolíið í gær lokaði snemma í leiktækjasalnum og margt virtist hreinlega vera alveg lokað. Uppáhaldssjoppan okkar alveg við hótelið var lokuð í gærkvöldi en var þó opin í dag þannig að sjáum hvað setur. Mamaia er að mestu svona "summer resort" fyrir Rúmena á sumrin en hér er lítið í gangi á veturna.

Í gær fórum við í verslunarmiðstöð í Constanta sem er bærinn hérna alveg við Mamaia og fengum gott að borða á "Stjörnutorginu" þar. Mikið gott í boði, ég og Guðmundur fengum okkur spicy kínverskan mat meðan yngri kynslóðin fékk sér McDonalds og KFC. Einnig voru þarna traustir staðir eins og Subway og Pizza Hut og all fleiri möguleikar á mat en hægt er að fá inni á Mamaia.

Það kemur í ljós í kvöld hvort Luna Park (tívolíið) sé alveg lokað en allavega er billiardbarinn sem við höfum slappað mikið af á opinn ennþá að því að okkur sýnist.

Ýmislegt hefur verið gert til dundurs og nægir að nefna:

Þythokkí - Jón Kristinn er algjör vel í þessu og hefur held ég aðeins tapað einu sinni fyrir Vigni en Vignir þó tapað flestum leikjum á móti hinum ;-)

 

Píla - höfum tekið nokkra criket leiki í pílunni og Jón Kristinn virðist vera maðurinn í pílunni líka. Símon er þó sleipari en myndskeiðið gefur til kynna ;-)

Ég ætlaði svo að státa mig af því að hafa sett met í einni körfuboltavélinni hérna

20170910_214150

...sé reyndar núna að ég hef smellt af á vitlausum tíma en ég setti með í þessari vél, 151 stig sem ég svo bætti í 153 stig. Þetta væri allt voða flott nema að Símon slátraði svo þessu meti og ég þarf því að herða mig. Mér til varnar gerði hann það í vélinni við hliðina sem er með mun mýkri boltum sem fyrirgefa og detta frekar ofaní. En ég þarf allavega að gera eitthvað til að standa við stóru orðin og bæta þá metið á þeirri vél líka....annars er Símon vélin í þessum leik sem ég sem fyrrverandi körfuboltaleikmaður mun eiga erfitt með að sætta mig við ;-)

 

Svo var lofað update á maura ástandinu á 11. hæð. Á ELLEFTU hæð er komin einhver mauranýlenda í herberginu hjá Símoni og Jokkó ótrúlegt en satt!

Fyrst við erum byrjaðir að röfla þá er nettengingin á hótelinu ennþá drasl...hún er bara nothæf eftir svona 23:15 á kvöldin. Þessi pistill eins og aðrir er skrifaður á öðru hóteli, Hotel Malibu sem er beint á móti skákstaðnum. Þráðlausa netið þar er skárra en dettur þó nokkuð reglulega út. Hvað er málið með A-Evrópu og mannsæmandi internettenginu á árinu 2017?? Mun fjárfesta í svona usb tæki sem tekur símkort næst en Stefán Már pabbi Vignis er með slíkt og hefur notað í mörgum löndum. Aðeins þarf að kaupa ódýr símkort í viðkomandi landi og nettengin er græjuð og ekkert ves!

En látum þetta gott heita að sinni. Myndband af maurunum er að hlaðast upp og bæti því kannski við hér (komið)....annars góður á heitasta deginum hér í Mamaia, 32 stiga hiti takk fyrir!

mbk,
Ingvar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 240
  • Frá upphafi: 8764697

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 144
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband