Leita í fréttum mbl.is

EM Ungmenna í Rúmeníu - Pistill #4

20170911_144533Þá er frídagurinn að baki og seinni helmingur mótsins býður íslensku keppendanna nú í vikunni. Ég átti eftir að fjalla aðeins um fjórðu og fimmtu umferðirnar og svo var frídagur hjá okkur í gær.

Enn er ekki hægt að vera alveg sáttur við mótshaldara en alltaf virðast vanta nokkrar skákir í innsláttinn hjá þeim og því erfitt að treysta á .pgn skrá á heimasíðu mótsins. Ég hef meira reynt núna að ná í skottið á okkar mönnum og slá inn skákirnar sjálfur þó það sé með eindæmum tímafrekt.

Við skulum hefja þennan pistil á að fara yfir fjórum umferðina.

 


Yfirferð yfir 4. umferð

U8

20170908_144902

Bjartur nýtti undirbúninginn frá skákinni á undan en lék einum ónákvæmum leik í byrjuninni en fékk samt fína stöðu. Hann hafði séns á að vinna mann en fljótfærnin varð honum að falli stuttu síðar þegar hann lék drottningunni í dauðann. Með meiri einbeitingu styttist í fyrsta sigur Bjarts því hann var klárlega búinn að tefla betur en andstæðingur sinn fram að afleiknum afdrifaríka.

 

U10

20170908_144146

Gunnar lenti snemma í erfiðri beyglu í byrjuninni en skákin varð að sama skapi lærdómsrík útaf því. Hann fékk á sig Petrosian afbrigði í drottningarindverja sem við bjuggumst alls ekki við en höfðum eytt mestum tíma í að skoða Nimzann. Það er erfitt að undirbúa menn á tíðum þegar fáar skákir andstæðings eru til staðar til að njörva niður byrjanir. Andstæðingur Gunnars tefldi í raun mjög vel og mun betur en stigin gefa til kynna. Því miður var svarta staðan of slæm eftir byrjanatrikkið og lítið sem Gunnar gat gert.

Vert er þó að benda á að menn með alþjóðlega meistaratign hafa fallið í þetta trikk gegn undirrituðum og því einfaldlega gamli góði reynslubankinn sem hér byggist upp!

 

U10 stelpur

20170908_145024

Við Batel ákváðum að breyta aðeins útaf Najdorf afbrigðinu til að vera ekki algjört "sitting duck" þegar kemur að undirbúningi. Við undirbjuggum sjaldgæft afbrigði sem þó býður upp á ýmsa pytti sem eru líklegir á þessu keppnisstigi að ganga upp. Mér sýnist mikilvægast að Batel komist klakklaust inn í miðtaflið því hún virðist standa nokkuð framarlega þegar kemur að taktísku auga og hefur verið að yfirspila sýna andstæðinga þannig. Það varð einnig niðurstaðan hér og Batel komin með 50% eftir þessa fjórðu umferð.

 

U14

20170908_143553

"Hvað er að??" eins og sameiginlegur vinur okkar Vignis, Guðmundur Gestur Sveinsson myndi segja. Andstæðingur Vignis í þessari skák hreinlega hafði engan vilja til að reyna nokkurn skapaðan hlut og tefldi eins og vindurinn upp á jafntefli. Hann skipti upp á öllu við fyrsta tækifæri og Vignir hafði ekki nóg í riddaraendatafli til að leggja andstæðing sinn að velli. Skákina vantar því miður í .pgn skrá mótsins en Vignir beitti Leningrad afbrigði og var í raun nánast ekki hægt að tefla skákina betur hjá honum. Mögulega hefði hann átt smá sénsa ef hann hefði beitt ...d5 framrás einum leik fyrr í skákinni en skákin getur verið svona, ef andstæðingurinn teflir nægjanlega vel að þá er stundum ekkert hægt að gera og menn verða að sætta sig við jafntefli með svörtu mönnunum. Svekkjandi úrslit en lítið við þeim að gera.

 

U18

20170908_14435920170908_144427

Jón Kristinn fékk stigalágan andstæðing og átti í litlum vandræðum eftir strategísk mistök andstæðings síns. Öruggur sigur þar á ferð.

Símon fékk sterkan Azera sem tefldi þungan pósa og í athyglisverðri skák reyndist sókn hvíts á kóngsvæng fremri framfrás Símons á drottningarvængnum og Azerinn hafði sigur.

 

Úrslit 4. umferðar:

Rnd4_results

 

 

5. keppnisdagur

Þá var komið að 5. keppnisdegi og merkilegt nokk fengu ALLIR islensku keppendurnir hvítu mennina!

Ég tók upp svona smá vídeó af herberginu mínu til að sýna aðeins hvernig hótelið okkar er. Flestir eru sammála um að þetta sé með því versta sem menn hafa gist á en menn eru þó ekkert að detta í neinu fýlu ;-)

Maturinn er heldur ekki upp á marga fiska (er reyndar aldrei fiskur heldur!) og svo láta þeir okkur bera eitthvað armband allan tímann til að komast inn í matinn.....eins og það sé EINHVER sem færi að svindla sér inn í þennan viðbjóð! Allavega fékk ég nóg og er búinn að slíta armbandið af mér, bara fyrir.

En já, kíkjum á vídeóið :-)

 

En að 5. umferðinni. Þetta var okkar langbesta umferð hingað til og íslenski hópurinn halaði heila 4 vinninga af 6 í hús!


U8

20170909_145554

Bjartur tapaði sinni skák og vantaði hana í .pgn skrá frá mótshöldurum. Ég get hinsvegar tekið forskot á sæluna og glatt menn með því að Bjartur var fyrstur að klára í dag í 6. umferðinni og vann sína skák :-)

 

U10

20170909_145043

Eftir smá ónákvæmni í byrjuninni tefldi Gunnar Erik eins og herforingi og var að yfirspila andstæðing sinn. Maltverjinn náði hinsvegar að verjast með kjafti og klóm og var líklega langleiðina við að sleppa þegar Gunnar missti af því að taka af honum hrókunarréttinn. Jafntefli varð svo niðurstaðan með mistlitum biskupum. Gott tækifæri forgörðum þarna hjá Gunnari en fín taflmennska.

 

U14

20170909_144908

Vignir lenti í hörkuskák gegn teoríúvél frá Ísrael. Líklega valdi Vignir vel í byrjuninni með Bb5+ og miðtaflið leit vel út hjá honum. Sá ísraelski tók hinsvegar völdin en skrikaði fótur og Vignir nýtti sér sína möguleika og fékk unnið hróksendatafl sem hann stýrði til vinnings meistaralega.

 

U18

20170909_14530920170909_145239

Úrslitin í U18 voru fín. Símon vann sína skák geng stigalægri andstæðing og lenti í engu teljandi vandræðum að innbyrða sinn vinning. Jokkó fór í óafvitandi í þekkta jafnteflisteoríu og gerði því jafntefli við stigahærri Pólverja nokkuð snemma í umferðinni.

 

Rnd5_results

 

 

 

 

 

Heilt yfir fín úrslit í 5. umferðinni og okkar bestu hingað til.

 

Laugardagurinn var jafnframt afmælisdagur Jokkó og leyfðum við því afmælisbarninu að sjálfsögðu að velja hvar skyldi borðað.....það kemur væntanlega engum á óvart!

Til að fara á McDonalds þurfti að rölta góða 3km með tilheyrandi "are we there yet" hjali hjá einhverjum meðlimum göngutúrsins.

Leigubíll var svo tekinn til baka og kíkjum við í tívolíð, Luna Park en þangað höfum við oft farið og margt má sér til dundurs gera, allskonar tæki þar sem hægt er að fá ókeypis svima og ógleði, klessubílar, þythokkí, körfuboltavélar og fleira og fleira. Fórum í versta draugahús í sögu tívolía....setjumst í vagn og keyrum í gegnum einhvern smákofa þar sem eru í besta falli miðlungs halloween skreytingar og svo reyna þeir að redda túrnum með því að það sem er gaur sem segir BÖÖÖHHHHH alveg í lokin. Fengum nokkurn veginn það sem við borguðum fyrir sem var svona 150 kr :-)

 

Frídagurinn:

Í gær var svo frídagur á mótinu. Hópurinn fór saman í fótbolta í líklega mesta hitanum hingað til og menn svitnuðu vel. Við skiptum í lið á grasvelli sem við fundum og leyfðum tveimur litlum rúmenskum guttum sem voru á vellinu að spila með okkur. Skipt var eldri á móti yngri og höfðu þeir yngri sigur 10-8. Vert er þó að benda á að þeir rúmensku beittu ákveðnum staðarreglum þar sem þeir hlupu alltaf á eftir boltanum ef hann fór útaf og héldu svo bara áfram. Allt í góðu gríni og gaman hjá okkur :-)

Ætlunin var svo að kíkja í vatnsrennibrautagarð hér skammt frá hótelinu en það kom á daginn að hann var lokaður að fullu. Í raun kristallaðist hvað þjónustulundin er léleg hérna...held það sé almennt en ekki bara á hótelinu. Einn úr hópnum fór í lobbýið og spurði hvort vatnsrennibrautgarðurinn væri opinn. Í stað þess að "hafa fyrir því" að gá að því fyrir okkur sagði hún í alvöru að það væri svo stutt að labba að við gætum bara gáð....semsagt engin aðstoð!

Þess í stað var frídagurinn nokkuð frjálslegur. Ég fór með Símon í telegondóla eða kláfinn og fengum við góða útsýnisferð og göngutúr til baka. Kvöldið var svo sem fyrr tekið í tívólíinu.

 

Látum þetta gott heita að sinni kveðjur frá Mamaia,

 

Ingvar Þór Jóhannesson

 

P.S. Staðan í hraðkákeinvígi Vignis og Ingvar er 22-20 fyrir Vigni eftir að hann fór að beita ýmsum bellibrögðum....bíðið spennt eftir næsta pistli þegar við förum yfir maurana í herberginu hjá Símoni og Jokkó!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 187
  • Frá upphafi: 8764058

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband