Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Tefla 10 ára gamlar íslenskar stúlkur svona vel?

G1811OEPJŢađ er hugsanlegt ađ rússneska stúlkan Galina Mikheeva – og trúlega ţjálfari hennar líka – hafi velt fyrir sér spurningunni sem varpađ er hér fram ađ lokinni skák sem sú rússneska tefldi viđ fulltrúa Íslands á Evrópumóti ungmenna í flokki stúlkna 10 ára og yngri, Haile Batel Goitom. Evrópumótiđ fer fram ţessa dagana í Ramaia í Rúmeníu og Galina Mikheeva er skráđ til leiks 350 elo-stigum hćrri en Batel og er ţriđja stigahćsta stúlkan í flokknum. Batel varđ 10 ára ţann 14. ágúst sl. og taflmennska hennar er án efa er einhver sú besta og kraftmesta sem sést hefur frá barni á ţessum aldri. Hún flutti hingađ til Íslands frá Eţíópíu áriđ 2009 en á ćttir ađ rekja til nágrannaríkisins Erítreu. Hún hefur vakiđ athygli í skáklífinu fyrir skemmtileg tilţrif og mikiđ keppnisskap og er glćsilegur fultrúi Íslands á mótinu:


EM ungmenna; 1. umferđ:

Galina Mikheeva (Rússland) – Haile Batel Goitom

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6

Najdorf-afbrigđi sikileyjarvarnarinnar var skođađ sérstaklega í undirbúningi fyrir mótiđ.

6. Rb3 e5 7. Bg5 Rbd7 8. Rd5 Hb8 9. Dd3 h6 10. Bxf6 Rxf6 11. Rxf6+ Dxf6 12. O-O-O?

Ţađ er hugsanlegt ađ hvítur hafi leikiđ af sér peđinu. Hafi ţetta átt ađ vera fórn verđur ekki séđ ađ hvítur hafi miklar bćtur.

12. ... Dxf2 13. Hd2 Db6 14. g3 Be7 15. Kb1 Be6 16. h4 Hc8 17. Bh3 O-O 18. Df3 a5!

Og er hér mćttur „sendibođi eyđileggingarinnar“, svo mađur noti hugtak fengiđ frá Friđriki Ólafssyni. Ţetta peđ á eftir ađ gera mikinn usla í herbúđum ţeirrar rússnesku.

19. Hdd1 a4 20. Rd2

G1811OEQ420. ... Bxa2+!

Glćsilega leikiđ. Ef 21. Kxa2 ţá kemur 21. ... Hxc2 22. Da3 d5! og vinnur.

21. Kc1 Be6

Biskupinn snýr aftur og býđur uppskipti á eigin forsendum!

22. Bxe6 fxe6 23. Da3 Dc6 24. Dd3 d5 25. exd5 exd5 26. Rb1 Hf2 27. c3 a3 28. bxa3

G1811OEPO28. ... Bxa3+!

Nú lćtur Batel hinn biskupinn af hendi en vinnur hann fljótlega aftur.

29. Rxa3 Dxc3+ 30. Dxc3 Hxc3+ 31. Kb1 Hb3+!

Nákvćmur ţessi leikur. Eftir 32. Kc1 Hxa3 hótar svartur máti á a1.

32. Ka1 Hxa3+ 33. Kb1 d4 34. Hhe1 Ha5 35. Hd3 Hc5 36. Hb3 b5 37. Hc1 Hd5 38. Ha3 d3 39. Hd1 d2 40. Kc2 e4 41. He3 Hc5+ 42. Kb2 Hc4 43. Hb3 b4 44. He3 h5!

(Notar peđin af miklu listfengi. Hvítur er í leikţröng.)

45. Hb3 He2 46. Ka2 Hc1 47. Hb1 Hxd1 48. Hxd1 e3 49. Kb2 He1 49. Kc2 b3+!

– og hvítur gafst upp. Snarplega teflt.

Sex íslenskir krakkar taka ţátt í mótinu en aldursflokkarnir eru 12 samtals hjá báđum kynjum; í aldursröđ: Jón Kristinn Ţorgeirsson, Símon Ţórhallsson, Vignir Vatnar Stefánsson, Gunnar Erik Guđmundsson, Batel og Bjartur Benediktsson. 

Magnús Carlsen á sigurbraut í Tiblisi

Jóhann Hjartarson féll úr keppni í 1. umferđ heimsbikarmótsins sem nú stendur yfir í Tiblisi í Georgíu. Hann tapađi báđum skákunum fyrir Tékkanum David Navara eftir ađ fengiđ slćmar stöđur eftir byrjun beggja viđureigna. 128 skákmenn hófu keppni og ýmsir nafntogađir stórmeistarar eru fallnir úr leik t.d. Wisvanathan Anand og Sergei Karjakin. Magnús Carlsen hefur unniđ bćđi einvígi sín 2:0, síđast Alexei Dreev, en međal ţeirra sem sl. fimmtudag tryggđu sér áframhaldandi keppnisrétt í 3. umferđ eru Vachier-Lagrave, og Vladimir Kramnik.
 
 
Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 9. september 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 170
  • Frá upphafi: 8764613

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 134
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband