Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Ţorsteinn í 4.-8. sćti á EM öldunga – vann stigahćsta keppandann

BragiH+ŢŢ
 
Ţorsteinn Ţorsteinsson varđ í 4.-8. sćti í flokki 50 ára og eldri á Evrópumóti eldri skákmanna sem fram fór í Barcelona á Spani dagana 12.-20. ágúst. Ţorsteinn hlaut sex vinninga af níu mögulegum, taplaus og náđi eftirtektarverđum árangri gegn ţeim stórmeisturum sem hann mćtti, hlaut 2˝ vinning af fjórum mögulegum og lagđi ađ velli stigahćsta keppandann, Georgíumanninn Zurab Sturua. Sigurvegari varđ Armeninn Karen Movsziszian en hann fékk sjö vinninga af níu mögulegum.

Hinn íslenski keppandinn, Bragi Halldórsson, tefldi í flokki keppenda 65 ára og eldri. Eftir ađ Bragi hćtti sem íslenskukennari viđ MR hefur hann fengiđ meiri tíma til ađ sinna áhugamáli sínu og öđrum viđfangsefnum en nýlega gaf hann út ritiđ Ćvintýri frá miđöldum. Bragi hlaut 4˝ vinning úr níu skákum og hafnađi í 32. sćti af 66 keppendum. Sigurvegari var Svíinn Nils-Gustaf Renman.

Međ frammistöđu sinni komst Ţorsteinn yfir 2.300 elo-stig og var hársbreidd frá ţví ađ ná áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli. Hann undirbjó sig vel fyrir hverja skák sem kom vel fram í eftirfarandi skák sem tefld var um miđbik mótsins:

EM Barcelona 2017, 4. umferđ:

Kolesar Milan – Ţorsteinn Ţorsteinsson

Sikileyjarvörn

1. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. Rc3 Rc6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 g6 6. e4 d6 7. Be2 Rxd4 8. Dxd4 Bg7 9. Be3 0-0 10. Dd2 a5 11. 0-0 a4 12. f3 Da5 13. Hab1 Be6 14. Rd5?!

Lítur vel út en er tiltölulega meinlaus atlaga. Hvítur beinir sjónum ađ e7-peđinu en Ţorsteinn lćtur sér fátt um finnast.

14.... Dxd2 15. Rxe7+ Kh8 16. Bxd2 Hfe8 17. Rd5 Rxd5 18. cxd5 Bxd5 19. Bb5 He5!?

GRD11MH63- sjá stöđumynd -

Athyglisverđur leikur. Svartur gat einnig leikiđ 19.... Bc6, 19.... Bd+ og síđan 20.... Bxa2 eđa jafnvel 19.... Bxa2 strax í öllum tilvikum međ góđri stöđu.

20. b3

20. Bc3 hefđi veriđ svarađ međ 20.... Bxa2 21. Bxe5 Bxe5! og svarta stađan er sigurvćnleg.

20.... Bxb3! 21. axb3 Hxb5 22. bxa4 Bd4+!

Vel leikiđ. Áđur en svartur stofnar til uppskipta á hrókum hrekur hann kónginn út í horn. Hvítur getur ţ.a.l. ekki seilst eftir b7-peđinu.

23. Kh1 Hxb1 24. Hxb1 Hxa4 25. Bf4 Bc5 26. g3 Hb4 27. Hd1 Hb6 28. e5 dxe5 29. Bxe5+ f6 30. Hd8+?

Hvítur varđ ađ leika 30. Hd5! og á ţá jafnteflisvon t.d. 30.... Bf8 31. Bd4! o.s.frv

30.... Kg7 31. Hd7+ Kf8 32. Bc3 Be7 33. Kg2 Kf7 34. Be1 Hb2+ 35. Kh3 Ke6

Úrvinnsla Ţorsteins er međ ágćtum. Hann bćtir kóngsstöđuna áđur en b-peđiđ rúllar af stađ.

36. Hd3 b5 37. g4 b4 38. Bg3 Hc2 39. He3+ Kf7 40. f4 Hc3 41. He4 b3

– og hvítur gafst upp. 

Aronjan sigrađi í St. Louis – Kasparov varđ í áttunda sćti

Garrí Kasparov náđi ađ rétta hlut sinn lokadaginn á at- og hrađskákmótinu sen lauk í St. Louis í Bandaríkjunum um síđustu helgi. Ţá fékk hann 5˝ vinning úr níu hrađskákum. Á twitter, degi eftir keppnina, stóđ: "Hva, engin umferđ dag? Ég er orđinn funheitur og ungu strákarnir farnir ađ ţreytast." 

Ólíklegt verđur ađ telja ađ Kasparov láti stađar numiđ eftir ţetta. Hann ţótti skipuleggja tímanotkun sína illa og lenti oft í heiftarlegu tímahraki. Lokaniđurstađan varđ ţessi: 1. Aronjan 24˝ v. (af 36) 2.-3. Karjakin og Nakamura 21˝ v. 4. Nepomniachtchi 20 v. 5.-7. Dominguez, Quang Liem og Caruana 16 v. 8. Kasparov 15˝ v. 9. Anand 14 v. 10. Navara 13 v.

 
 
Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 26. ágúst 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 165
  • Frá upphafi: 8764515

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 126
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband