Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Jobava sigrađi á Helsingjaeyri

GEG11JVMBGeorgíumađurinn Baadur Jobava stóđ uppi sem sigurvegari á Xtracon-mótinu á Helsingjaeyri sem lauk um síđustu helgi. Jobava fékk 8˝ vinning úr tíu skákum en fast á hćla honum komu átta skákmenn međ átta vinninga en af ţeim voru ţekktustu nöfnin Nigel Short, Krishnan Sasikiran og Nikita Vitiugov. Jóhanni Hjartarsyni gekk ekki vel á lokasprettinum og endađi međ 6˝ vinning. Jafn honum ađ vinningum varđ hinn 15 ára gamli Hilmir Freyr Heimisson sem vann ţrjár síđustu skákir sínar.


Sigurvegarann Baadur Jobava má telja einn litríkasta stórmeistara heims. Hann ţolir ágćtlega samanburđ viđ Mikhael Tal og tilţrifin oft međ ţeim hćtti ađ óhugsandi er ađ hann hafi ekki kynnt sér rćkilega skákir töframannsins frá Riga. Eitt besta dćmiđ um hćfni hans á Xtracon-mótinu kom í viđureigninni viđ enska stórmeistarann Nigel Short. Ţegar skákin fór fram í 8. umferđ sátu ţeir tveir í efsta sćti međ 6˝ vinning. Um byrjun skákarinnar er ţađ helst ađ segja ađ međhöndlun Shorts var ekki góđ og frumkvćđiđ kirfilega í höndum Jobava. Ţađ var ţó ekki fyrr en í 23. leik sem Short fór endanlega út af sporinu, í stađ 23.... Rc4 gat hann leikiđ 23.... Rd7 og hefđi ţá ekki veriđ langt frá ţví ađ jafna tafliđ. Upp frá ţví ţjarmar Jobava ađ Short og međ nokkrum snjöllum peđsleikjum, 25. a4, 32. f4 og 38. e6, ţokast hann nćr sigri og óskiptu efsta sćti. Hinn bráđsnjalli 40. leikur hans sýnir vel hvílíkur hćfileikamađur hér er á ferđinni:

Xtracon-mótiđ; 2017; 8. umferđ:

Baadur Jobava – Nigel Short

Katalónsk byrjun

1. c4 e6 2. g3 d5 3. Bg2 Rf6 4. Rf3 Be7 5. 0-0 0-0 6. Dc2 b6 7. cxd5 Rxd5 8. Rc3 c6 9. Hd1 Bb7 10. d4 Rd7 11. e4 Rxc3 12. Bxc3 Dc7 13. Bf4 Bd6 14. e5 Be7 15. h4 Hf8 16. h5 b5 17. h6 g6 18. Rh2 Rb6 19. Rg4 c5 20. Rf6+ Bxf6 21. exf6 Dc8 22. Bxb7 Dxb7 23. dxc5 Rc4 24. Bd6 Df3 25. a4 bxa4 26. Hd4 Ra5 27. Hf4 Db7 28. Hb4 Dd7 29. Dxa4 Rc6 30. Hab1 Hec8 31. Hb7 De8 32. f4 Kh8 33. De4 Kg8 34. Da4 e5 35. fxe5 De6 36. Db3 Dxb3 37. H1xb3 Ra5 38. e6 Rxb3 39. exf7+ Kh8 

GEG11JVJMOg ţá vaknar spurningin: Hvađ gerir ţú í ţessari stöđu, lesandi góđur? Ţađ blasir viđ ađ eftir 40. Hxb3 (eđa 40. f8(D)+) hefur hvítur alla ţrćđi í hendi sér og ţegar baráttan um efsta sćtiđ er í algleymingi er stundum vissara ađ hafa vađiđ fyrir neđan sig. En Jobava lét sem ţessi riddararćfill á b3 kćmi sér ekki viđ og lék...

40. He7!! Rd2 41. He8+! Hxe8 42. fxe8(D)+ Hxe8 43. f7! 

 

GEG11JVJQOg hér er hugmyndin komin fram. Hróknum er um megn ađ valda bćđi f8- og e5-reitinn. Short hefđi getađ gefist upp en fannst viđeigandi ađ verđa mát.

43.... He1+ 44 Kg2 He2+ 45. Kh3 Hf2 46. Be5+ Hf6 47. Bxf6 mát. 

Stórmótiđ í Saint Louis hafiđ

Skákmiđstöđin í Saint Louis í Missouri er í dag helsti vettvangur stórmóta í Bandaríkjunum og á miđvikudaginn hófst Sinquefield cup, nefnt eftir ađalkostanda miđstöđvarinnar, Rex Sinquefield. Ţarna er rekiđ frćđslusetur, og safn, sem m.a keypti á uppbođi taflmennina úr 3. einvígisskák Fischers og Spasskís sem tefld var í borđtennisherbergi Laugardalshallar. Eitt sterkasta mót ársins hófst ţar sl. miđvikudag og dregur til sín heimsmeistarann Magnús Carlsen, So, Caruana, Aronjan, Nakamura, Vachier-Lagrave, Anand, Karjakin, Nepomniachtchi og Svidler.


Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 5. ágúst 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 29
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 298
  • Frá upphafi: 8764876

Annađ

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband