Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Ađ tapa í 19 leikjum kemur fyrir bestu menn

Nú liggur fyrir ađ Magnús Carlsen verđur međal keppenda á heimsbikarmótinu sem hefst í Tiblisi í Úkraínu 2. september nk. en Jóhann Hjartarson vann sér sćti á mótinu međ frammistöđu sinni á Norđurlandamótinu sem fram fór í Svíţjóđ á dögunum. Skipuleggjendur heimsbikarmótsins áttu ekki von á ţátttöku heimsmeistarans en ţegar hún lá fyrir voru rifjuđ upp ţau ummćli hans ađ fyrirkomulag heimsmeistarakeppninnar vćri úr takt viđ tímann og ćtti ađ byggjast á ţví ađ allir geti veriđ međ jafnvel ţótt leiđin ađ titlinum sé löng og ströng. FIDE starfađi áđur međ svćđamótum, millisvćđamótum og áskorendakeppnum en síđustu áratugi hefur elo-stigakerfiđ veriđ allsráđandi. Magnús lýsti einnig ađdáun sinni á mótum međ útsláttarfyrirkomulagi og eins og til ađ fylgja ummćlum sínum eftir skráir hann sig nú til leiks. Í Tiblisi verđa keppendur 128 talsins og viđureignir fyrstu umferđanna samanstanda af tveim kappskákum, verđi jafnt er gripiđ til skáka međ styttri umhugsunartíma.

Jóhann Hjartarson hefur undanfarna daga setiđ viđ tafliđ á Xtracon- mótinu í Helsingör sem áđur hét Politiken cup. Ekki er hćgt ađ draga miklar ályktanir af taflmennsku hans hingađ til; andstćđingar hans hafa veriđ á stigabilinu 1892-2330 elo, ţar af nokkrir kornungir skákmenn. En öryggiđ sem einkenndi framgöngu hans í Svíţjóđ er til stađar ţó ađ hann hafi tapađ fremur slysalega í 7. umferđ og hann er međ 5 vinninga. Baadur Jobava og Nigel Short eru efstir međ 6 ˝ vinning af sjö mögulegum en ţar á eftir koma ellefu skákmenn međ 6 vinninga. Tefldar verđa tíu umferđir og lýkur mótinu um helgina.

Ađrir íslenskir ţátttakendur eru Hilmir Freyr Heimisson og Magnús Magnússon sem báđir eru međ 3 ˝ vinning og Hörđur Garđarsson er međ 2 vinninga. Gunnar Björnsson, forseti SÍ, leit inn á skákstađ og á skak.is gerđi hann samanburđ á Reykjavíkurmótinu og Xtracon-mótinu. Gunnar benti á ađ keppendur í Helsingör vćru talsvert fleiri, 433 á móti 260, en sterkustu keppendurnir vćru áhugaverđari í Reykjavík og ađstćđur á keppnisstađ í Hörpu vćru mun betri.

Í Helsingör tefla Norđmenn fram stórmeisturunum Simen Agdestein og Frode Urkedal sem skaust á toppinn međ ţví ađ vinna fimm fyrstu skákir sínar og á ţeirri leiđ lagđi hann Ivan Sokolov ađ velli í ađeins 19 leikjum. Byrjunina gerţekkir Ivan og hefur sjálfur teflt ótal sinnum međ hvítu. Hann valdi fremur sjaldséđa leiđ en lenti snemma í ógöngum:

Frode Urkedal – Ivan Sokolov

Nimzoindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 Rc6 5. Rf3 O-O 6. Bd2 d6 7. a3 Bxc3 8. Bxc3 He8 9. Hd1 De7 10. e3 e5 11. d5 e4?!

Vafasamur leikur. Eftir 12. ... Rb8 er svarta stađan vel teflanleg.

12. dxc6 exf3 13. gxf3 bxc6 14. Hg1 Rh5 15. De4!

Snjall leikur sem byggist á hugmyndinni 15. ... Dxe4 16. fxe4 Hxe4 17. Be2. Samt ćtti svartur ađ velja ţessa leiđ ţví eftir 17. ... Hh4 er engan rakinn vinning ađ finna í stöđunni ţó ađ g7-peđiđ falli.

15. ... Hb8 16. Be2 Be6 17. f4 Rf6?

Eini leikurinn var 17. ... f5. Nú vinnur hvítur međ einfaldri fléttu.

G5G11J13718. Hxg7+ Kxg7 19. Dg2+

- og Ivan gafst upp. Hann sá fram á ađ eftir 19. ... Kf8 20. Dg5 er hann algerlega varnarlaus. Lét ţetta tap ţó ekki slá sig út af laginu og vann tvćr nćstu skákir.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 22. júlí 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 279
  • Frá upphafi: 8764888

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband