Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Skákmót međ styttri umhugsunartíma njóta vaxandi vinsćlda

Heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen gekk ekki vel á norska mótinu um síđustu helgi. Hann hlaut 4 vinninga af níu mögulegum, varđ í 6.-9. sćti og Armeninn Levon Aronjan hljópst á brott međ sigurlaunin og er allur ađ fćrast í aukana eftir nokkur mögur ár. Sá grunur lćđist ađ manni ađ ţađ henti Norđmanninum hreinlega betur ađ tefla skákir međ styttri umhugsunartíma. Kannski er hann svona nćmur á samtíđ sína en stađreyndin er sú ađ styttri skákirnar fá ć meiri athygli. Eftirminnileg var sú kvöldstund heimsmeistaraeinvígisins í New York í fyrra ţegar úrslitaskákirnar fjórar, sem Magnús og Karjakin tefldu ađ afloknu ţunglamalegu 12 skáka einvígi sem lauk án niđurstöđu, voru sýndar á breiđtjaldi á Times Square í New York og Rauđa torginu í Moskvu og fylgdist mikill mannfjöldi međ.

Garrí Kasparov var í vikunni viđstaddur opnun mótarađar í París, Grand Chess tour en ţar eru mćttir til leiks ýmsir kunnir kappar og enn og aftur var Magnús Carlsen mćttur til leiks. Kasparov sem er einn skipuleggjanda gat ţess í viđtali viđ frönsku pressuna ađ ţessa dagana vćri auđveldara ađ finna kostendur fyrir mót međ styttri umhugsunartíma. Fyrirkomulagiđ er ţannig ađ tíu ţátttakendur tefla níu at-skákir međ tímamörkum „25 10 Bronstein“, síđan er tvöföld umferđ í hrađskákinni međ tímamörkunum „5 3 Bronstein“. Kasparov lagđi furđu mikla áherslu á ađ „Bronstein tímamörkin“ yrđu notuđ á Reykjavik Rapid-mótinu 2004 og situr enn viđ sinn keip. Í ţví kerfi bćtist ekki viđ tímann.

Í París eru gefin tvö stig fyrir sigur í at-skákinni og eitt stig fyrir jafntefli. Í hrađskákinni fá menn 1 stig fyrir sigur og jafntefli er eftir sem áđur ˝ vinningur. Ţetta eru ekki slćm býtti fyrir norska heimsmeistarann sem ađ loknum sjö umferđum hefur náđ forystunni. Stađan: 1. Carlsen 10 stig. 2. Nakamura 9 stig. 3. Mamedyarov 8 stig. 4.-5. So og Grischuk 7 stig. 6. Vachier-Lagrave 6 stig. 7. Karjakin 5 stig. 8. Topalov 4 stig 9. Bacrot 3 stig 10. Caruana 1 stig.

Ţađ gefur auga leiđ ađ viđureignir međ skertum umhugsunartíma eru misjafnar ađ gćđum en spennan er líka meiri.

GU811EJTNMagnús lék afar lćvísum leik í ţessari stöđu í 3. umferđ:

 

Magnús Carlsen – Vachier-Lagrave

30. De2!

Verst ýmsum hótunum og virđist undirbúa framrás b-peđsins.

30. ... Kh8??

Hann varđ ađ leika 30. ... Bd6 eđa 30. ... He8.

31. f4!

Vinnur mann. Svartur reyndi ....

31. ... exf3 32. Dxe5 Dh5

... en eftir

33. Rf4 Dxh2 34. Rg6+ Kh7 35. Rxf8+ Kh8 35. Rg6+ Kh7 37. Rf4!

... var frekari barátta vonlaus og Frakkinn gafst upp í 39. leik.

Hćgt er ađ fylgjast međ hrađskákunum í dag t.d. á vefsvćđi Chess24., Chessbomb og ICC. Baráttan hefst kl. 16 í dag en kl. 14 á morgun, sunnudag. 

Jóhann og Guđmundur tefla á Norđurlandamótinu í skák

Norđurlandamótiđ í skák hefst í ţrem flokkum í Växsjö í Svíţjóđ á mánudaginn. Í opna flokki mótsins tefla Íslandsmeistarinn Guđmundur Kjartansson og Jóhann Hjartarson. Jóhann varđ Norđurlandameistari fyrir 20 árum. Stigahćstur keppenda er Svíinn Nils Grandelius. Efsta sćtiđ gefur keppnisrétt á heimsbikarmóti FIDE sem fram fer í Georgíu í haust. 

Lenka Ptacnikova teflir á Norđurlandamóti kvenna og ţá teflir Áskell Örn Kárason í öldungaflokki mótsins.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 24. júní 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 235
  • Frá upphafi: 8764692

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband