Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Heimsmeistarinn missti nćstum ţví toppsćtiđ á elo-listanum

Stigalistinn sem kenndur er viđ bandaríska eđlis- og tölfrćđinginn Arpard Elo birtist fyrst á alţjóđavettvangi áriđ 1970 en á ţví tćplega 50 ára tímabili síđan FIDE tók upp kerfiđ hafa furđu fáir skákmenn skipađ efsta sćti listans. Ţaulsćtnastir voru Anatolí Karpov og arftaki hans Garrí Kasparov sem sat á toppnum í samfellt í 20 ár eđa ţar til hann hćtti taflmennslu og sneri sér ađ rússneskri pólitík.

Magnús Carlsen náđi toppsćtinu áriđ 2010, sló stigamet Kasparovs fljótlega upp úr ţví og komst hćst í 2882 elo stig. Undanfarin ár hefur enginn ógnađ stöđu hans eđa ţar til Norska skákmótiđ hófst í Stavangri í síđustu viku. Af einhverjum ástćđum hefur Magnús reynst lítill spámađur í eigin föđurlandi og ţegar hann tapađi fyrir Aronjan og síđan Kramnik í sjöunudu umferđ var allt í einu komin upp sú stađa ađ Vladimir Kramnik var ađeins 4,4 elo stigum frá heimsmeistaranum á hinum svokallađa „lifandi“ stigalista FIDE.

Skákirnar í áttundu og nćstsíđustu umferđ sem fram fóru fimmtudaginn gátu ţví leitt af sér sćtaskipti. Ţá mćtti Magnús mótherja sínum frá heimsmeistaraeinvíginu í New York sl. haust, Sergei Karjakin og Kramnik tefldi viđ Vachier-Lagrave. Norđmönnum til óblandinnar ánćgju náđi Magnús ađ hrista af sér ólundina, sem var öllum ljós ţegar hann mćtti ekki á blađamannafund degi fyrr, og vann glćsilega. Ţeir grétu heldur ekki ţegar Kramnik tapađi fyrir Vachier-Lagrave í sömu umferđ og stađan á toppi elo-listans „róađist“ heilmikiđ:

Magnús Carlsen – Sergei Karjakin

Nimzoindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 O-O 5. Bd3 d5 6. cxd5 exd5 7. Re2 He8 8. Bd2 Bf8 9. O-O b6 10. Hc1 c5 11. Rf4 Bb7 12. Df3 Ra6 13. Hfd1 cxd4 14. exd4 Rc7 15. Bc2 Bd6 16. Be3 Re4 17. Ba4 He7 18. Bb3 Dd7 19. h3 Rxc3 20. bxc3 Bc6 21. Rh5!

Eftir byrjun sem telja má hefđbundna beinist athygli riddarans skyndilega ađ viđkvćmri kóngsstöđu svarts. Hótunin er 22. Bh6!

21. ... He6 22. Bc2 Ba4! 23. c4!

Skemmtileg barátta og vel teflt; hvítur missir sinn „betri“ biskup en nćr ađ opna fyrir ţann sem stendur á e3.

23. ... dxc4 24. d5 Hg6 25. Bd4 Bxc2 26. Hxc2 Da4 27. Hcc1 Dxa2

GJN11DMAQ28. Rxg7!

Ţessi fórn lá í loftinu en er á engan hátt einföld ţar sem varnir svarts eru enn traustar ţó ađ hrókar hvíts hafa heilmikiđ svćđi til ađ vinna međ.

28. ... Hxg7 29. Bxg7 Kxg7 30. Dg4+ Kf8 31. Dh4 Db2 32. Hxc4!?

Magnús var í tímahraki og gat fengiđ jafntefli međ 32. Dh6+ Ke7 33. Dh4+ o.s.frv.

32. ... Re8 33. He1 Df6 34. Dxh7!

Vitaskuld ekki 34. He8+?? Hxe8 35. Dxf6 He1 mát!

34. ... Dg7 35. Dc2 Df6 36. Hg4 Bc5 37. He2 Dh6 38. g3 Rf6 39. Hh4 Dg7 40. Kg2 Dg5 41. Dc3 Bd6?

Afleikur, 41. ... Dg7 var eina vörnin.

42. Hh8+ Rg8 43. He4 Dg7 44. Hxg8+!

Lokahnykkurinn. Eftir 44. ... Dxg8 45. Df6 Bc5 46. d6 er öllu lokiđ. Svartur gafst upp. Hrókurinn á a8 hreyfđi sig aldrei.

Ţrátt fyrir ţennan sigur er frammistađa Magnúsar undir vćntingum og svo virđist sem hann hafi enn ekki jafnađ sig fyllilega eftir heimsmeistaraeinvígiđ sl. haust. Stađan fyrir lokaumferđina var ţessi:

1. Aronjan 5 ˝ v. ( af 8) 2. Nakamura 5 v. 3. Giri 4 ˝ v. 4. – 5. So og Kramnik 4 v. 6. – 9. Carlsen, Caruana, Anand og Vachier-Lagrave 3 ˝ v. 10. Karjakin 3 v.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 17. júní 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 13
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 180
  • Frá upphafi: 8764025

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband