Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Hárgreiđsla heimsmeistarans, gleraugun og kćrastan

GL611CP1CNorska skákmótiđ sem hófst međ pompi og pragt í Stafangri í byrjun vikunnar dregur til sín tíu af tólf stigahćstu skákmönnum heims. Ţegar ţađ var upphaflega kynnt lögđu skipuleggjendur ţess og stćrsti styrktarađili, norska fyrirtćkiđ Altibox, áherslu á ađ ná saman öllum á topp tíu lista FIDE. Smávćgilegar breytingar á elo-listanum sem birtur var í byrjun maí sl. og eru ţćr helstar ađ Aserinn Mamedyarov hefur skotist upp í í 5. sćti og Kínverjinn Liren Ding situr í ţví tíunda. En ţađ skiptir Norđmenn litlu máli; ţeir eru hvort eđ er allir ađ fylgjast međ heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen sem ţessa dagana skartar nýjum gleraugum, nýrri hárgreiđslu og hefur eignast kćrustu, hina 22 ár gömlu Synn Christin Larsen.

Mótshaldiđ hófst á mánudaginn međ hrađskákmóti keppendanna en fimm efstu sćtin ţar tryggđu fleiri skákir međ hvítu í ađalmótinu. Magnús var baneitrađur og vann međ yfirburđum, hlaut 7 ˝ vinning af níu mögulegum en í 2. – 3. sćti komu Nakamura og Aronjan međ 5 ˝ v. hvor, Vachier-Lagrave varđ fjórđi međ 5 vinninga og Kramnik náđi 5. sćti á stigum.

Hressileg barátta í hrađskákinni hefur svo vikiđ fyrir yfriđ varfćrnislegri taflmennsku á ađalmótinu; í fyrstu ţrem umferđunum hefur 13 skákum af 15 lokiđ međ jafntefli. Nakamura og Kramnik eru efstir međ 2 vinninga, síđan koma Magnús, So, Aronjan, Vachier-Lagrave, Caruana og Karjakin međ 1 ˝ vinning en lestina reka Anand og Giri međ 1 vinning.

Enn á Magnús eftir ađ vinna skák og hefur gert jafntefli viđ So, Caruana og Nakamura. Sá síđastnefndi hóf keppnina međ ţví ađ vinna Anish Giri sem sjaldan tapar en vendipunkturinn kom í ţessari stöđu: 

GL611CP1GNakamura – Giri

Hollendingurinn hafđi veriđ í varnarstöđu lengi og biskupinn virtist ofjarl riddarans en samt lék Naka...

48. Bxd7! Hxd7+ 49. Ke5 Kf7 50. Hb8!

Svartur rćđst inn á b7 og a7-peđiđ fellur. Eftirleikurinn er auđveldur.

50. ... He7+ 51. Kd5 Kf6 52. Hb7 He5+ 53. Kd4 Ha5 54. Hxa7 f4 55. Kc4 Ha2 56. Kc5 h5 57. Ha8 Hc2 58. Kb6 Hb2+ 59. Kc5 Hc2+ 60. Kb6 Hb2+ 61. Ka7 Hxg2 62. Hb8 Hf2 63. Hb6+ Kg7 64. Kb7 Hxf3 65. a7 Ha3 66. Ha6 Hb3+ 67. Kc6

- og Giri gafst upp.

Nakamura dregur enga dul á ţá fyrirćtlan sína ađ ná heimsmeistaratitlinum úr hendi Magnúsar en árangur hans gegn Norđmanninum er slakur. En ţegar á hólminn er komiđ ţurfa fyrri viđureignir ekki ađ skipta neinu máli. Góđir frćđimenn voru fljótur ađ benda á nokkurn skyldleika viđ einn frćgasta leik Fischers frá lokaeinvígi áskorendakeppninnar áriđ 1971 og hefur stundum veriđ tekinn sem dćmi um ţađ hvernig koma má betri stöđu í verđ međ óvćntum uppskiptum:

GL611CP1KBuenos Aires 1971; 7. einvígisskák: 

Fischer – Petrosjan

Ţađ hafđi margt fróđlegt gerst áđur en ţessi stađa kom upp. Riddarinn á c5 er greinilega mikill stólpagripur en án ţess a depla auga lék Fischer ... ..

22. Rxd7+! Hxd7 23. Hc1 Hd6 24. Hc7 Rd7 25. He2 g6 26. Kf2 h5 27. f4 h4?

Petrosjan hefđi betur sleppt ţessum leik en stađan var erfiđ.

28. Kf3 f5 29. Ke3 d4+ 30. Kd2 Rb6 31. Hee7 Rd5 32. Hf7+ Ke8 33. Hb7 Rxb4 34. Bc4!

Ţađ fór vel á ţví ađ uppáhaldsbiskup Fischers ćtti síđasta orđiđ. Petrosjan gafst upp.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 10. júní 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 174
  • Frá upphafi: 8764617

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband