Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Skákmeistari sem talar rússnesku og spćnsku reiprennandi

GTS11A07AGuđmundur Kjartansson er Skákmeistari Íslands áriđ 2017 eftir sigur í spennandi úrslitaskák viđ Héđin Steingrímsson. Fyrir lokaumferđina sem fram fór í Hafnarfirđi á laugardaginn var Héđinn međ hálfs vinnings forskot á Guđmund og dugđi jafntefli til ađ vinna mótiđ. Fyrir tveim árum var hann í sömu ađstöđu ţegar hann tefldi viđ helsta keppinaut sinn Hjörvar Stein Grétarsson og hafđi betur. Margir áttu von á ţví ađ ţessi reynslan nýttist Héđni vel en Guđmundur, sem hafđi hvítt, fylgdi svipađri hernađaráćtlun og Garrí Kasparov gerđi í einni frćgustu úrslitaskák skáksögunnar ţegar hann varđ ađ vinna 24 einvígisskákina gegn Anatolí Karpov í fjórđa heimsmeistaraeinvígi ţeirra í Sevilla á Spáni haustiđ 1987; í stađ ţess ađ sćkja strax ađ andstćđingi sínum byggđi Guđmundur upp stöđu sína hćgt og rólega og skapađi mikla spennu í flóknu miđtafli. Héđinn varđist vel en tókst ţó aldrei ađ jafna tafliđ alveg. Í kringum 40. leik náđi Guđmundur ađ vinna peđ í kjölfar mikilla uppskipta og ţar sem riddari Héđins var afvegaleiddur tókst honum ekki ađ skipuleggja varnir sínar. Náđi Guđmundur ađ knýja fram sigur međ snarpri atlögu og tefldi jafnframt bestu skák sína á Íslandsmótinu.

Hinn 19 ára gamli Dagur Ragnarsson varđ í 3. sćti ţrátt fyrir tap í áttundu umferđ. Hann stóđ vel ađ vígi í lokaskákinni gegn Birni Ţorfinnssyni en sćttist á skiptan hlut og náđi međ ţví fyrsta áfanga sínum ađ alţjóđlegum meistaratitli.

Lokaniđurstađan varđ ţessi:

1. Guđmundur Kjartansson 8 v. (af 9) 2. Héđinn Steingrímsson 7˝ v. 3. Dagur Ragnarsson 5˝ v. 4. Hannes Hlífar Stefánsson 5 v. 5. Davíđ Kjartansson 4˝ v. 6.–7. Sigurbjörn Björnsson og Björn Ţorfinnsson 4 v. 8. Guđmundur Gíslason 2˝ v. 9. – 10. Bárđur Örn Birkisson og Vignir Vatnar Stefánsson 2 v.

Íslandsmeistarinn í ár er 29 ára gamall Reykvíkingur og hann vann Íslandsmeistaratitilinn einnig áriđ 2014. Hann hefur undanfarin ár einbeitt sér ađ skákinni og hefur teflt víđa um lönd, einkum í Rómönsku Ameríku og í Rússlandi, talar spćnsku og rússnesku reiprennandi. Hann hefur uppfyllt flest skilyrđi til ađ verđa útnefndur stórmeistari en ţarf ţó ađ ná 2500 Elo-stigum til ţess ađ svo geti orđiđ. Hiđ háa vinningshlutfall, 8 vinningar af níu mögulegum, hćkkar hann um rösklega 27 Elo-stig, en frammistađa hans reiknast upp á 2.723 Elo stig. Eftir mótiđ stendur stigatala hans í 2.464.

Leikir úrslitaskákarinnar á laugardaginn féllu ţannig:

Skákţing Íslands 2017; 9. umferđ:

Guđmundur Kjartansson – Héđinn Steingrímsson

Reti-byrjun

1. Rf3 d5 2. g3 Rf6 3. Bg2 c6 4. O-O Bg4 5. h3 Bh5 6. d3 Rbd7 7. De1 e5 8. e4 dxe4 9. dxe4 a5 10. a4 Bc5 11. Ra3 Bg6 12. Rc4 Dc7 13. Rh4 O-O 14. Bd2 b6 15. Kh2 Hfe8 16. De2 Had8 17. c3 Bf8 18. b4 axb4 19. cxb4 Bh5 20. g4 Bg6 21. Hfc1 Be7 22. Kg1 Ha8 23. a5 bxa5 24. bxa5

Einnig kom til greina ađ leika 24. Rxa5 en frípeđiđ lofar góđu.

24. ... Rc5 25. Rxg6 hxg6 26. Hcb1 Re6 27. a6 Rd4 28. Dd1 Rb5 29. Be3 Rd7 30. Dc1!

Fer sér ađ engu óđslega. Guđmundur teflt ţennan ţátt skákarinnar afar vel. 30. ... Hec8 31. Bf1 Bc5 32. Bxc5 Rxc5 33. De3 Rd7 34. Ra3 Rd6 35. Hd1 Hd8 36. Hac1 Rb8 37. Dc5 Rxa6 38. Dxe5 

GTS11A07E38. ... Rb5

Drottningaruppskipti voru kannski ekki ţađ sem Héđinn ţurfti á ađ halda í ţessari stöđu, en betra var ađ fá ţau fram međ 38. ... Rb7.

39. Dxc7 Raxc7 40. Hxd8+ Hxd8 41. Hxc6 Rxa3 42. Hxc7 f6 43. g5! fxg5 44. e5 He8 45. Bd3!

Valdar „hálfhring“ riddarans. Freistandi er nú ađ taka peđiđ á e5 en eftir 45. ... Hxe5 kemur 46. Bxg6 Kf8 47. Hf7+! Kg8 48. Ha7 og vinur mann.

46. Bxg6 Rb5 47. Hb7 Rd4

Loksins kemst riddarinn í spiliđ en of seint... 

G1Q11A09N48. e6!

Ţar sem svartur á enga vörn viđ hótuninni 49. e7 verđur hann ađ láta riddarann. En baráttan eftir ţađ er vonlaus.

48. ... Rxe6 49. Bf7+ Kh7 50. Bxe6 Hd6 51. Bf5+ Kh6 52. Kg2 g6 53. Be4 He6 54. Bd5 Hd6 55. Bg8

– og svartur gafst upp.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 22. maí

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 13
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 180
  • Frá upphafi: 8764025

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband