Leita í fréttum mbl.is

Íslandsmeistarinn skýrir frá leyndardómum velgengni sinnar

Rosa-Gummi

Skákmeistarinn geđţekki, Guđmundur Kjartansson, sem á dögunum varđ Íslandsmeistari í skák eftir ćsispennandi lokasprett og frábćrlega vel teflda úrslitaskák, hyggst veita skákáhugamönnum innsýn í hugarheim sinn miđvikudagskvöldiđ 24.maí kl.20-22 í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur.

Guđmundur ćtlar ađ skýra úrslitaskák Íslandsmótsins fyrir gestum, en ţar stýrđi hann hvítu mönnunum gegn stórmeistaranum Héđni Steingrímssyni og ţurfti Guđmundur nauđsynlega sigur til ţess ađ tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Gárungarnir hafa haft á orđi ađ ţessi skák kunni ađ vera ein sú besta sem Guđmundur hefur teflt á ferlinum. Íslandsmeistarinn lćtur ekki ţar viđ sitja heldur mun hann jafnframt sitja fyrir svörum og gefst skákáhugamönnum ţví gulliđ tćkifćri til ţess ađ forvitnast um leyndardómana á bakviđ árangur Guđmundar í mótinu.

Guđmundur Kjartansson er sem kunnugt er alţjóđlegur meistari og hefur undanfarin misseri lagt hart ađ sér til ţess ađ verđa stórmeistari. Hann hefur ţegar náđ öllum ţremur stórmeistaraáföngunum en vantar ađeins ađ ná 2500 stiga markinu til ađ verđa útnefndur stórmeistari. Guđmundur ćtlar ađ hamra járniđ á međan ţađ er heitt og hyggst tefla í útlöndum nćstu mánuđi til ţess ađ freista ţess ađ ná 2500 stiga markinu.

Taflfélag Reykjavíkur hvetur alla skákáhugamenn til ţess ađ líta viđ og hlýđa á Íslandsmeistarann skýra frá leyndardómum velgengni sinnar. Ađgangseyrir er enginn. Ţeir sem á hinn bóginn vilja styrkja Guđmund fyrir framtakiđ og í baráttunni viđ stórmeistaratignina er góđfúslega bent á ađ hann mun taka viđ frjálsum framlögum.

Veriđ velkomin í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur miđvikudagskvöldiđ 24.maí kl.20.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 26
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 8764604

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 163
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband