Leita í fréttum mbl.is

Vignir gerđi jafntefli viđ stórmeistarann - ţrír efstir og jafnir eftir ótrúlega umferđ

2017-05-13 13.01.13

Ţriđja umferđ Íslandsmótsins í skák fór fram í Hafnarfirđi í dag og gekk á ýmsu. Hinn 14 ára Vignir Vatnar Stefánsson (2334) gerđi sér lítiđ fyrir og gerđi jafntefli viđ stórmeistarann Héđin Steingrímsson (2562), ţrefaldan Íslandsmeistara. Reyndar var ţađ ţannig ađ ţađ var stórmeistarinn sem ţurfti ađ hafa fyrir jafnteflinu. Dagur Ragnarsson (2320) og Guđmundur Kjartansson (2437) eru jafnir Héđni á toppnum. Báđir eftir ótrúlega sigra gegn andstćđingum sínum í dag. Hannes Hlífar Stefánsson (2566) er fjórđi međ 2 vinninga.

2017-05-13 12.59.22

Ađeins einni skák lauk međ jafntefli ţ.e. áđurnefndi skák Vignis og Héđins. Björn Ţorfinnsson (2407) vann öruggan sigur á Bárđi Erni Birkissyni (2162) eftir ađ hafa lagt fyrir hann lćvíslega gildru sem Bárđur féll í. Hannes Hlífar sýndi sínar bestu hliđar ţegar hann vann Guđmund Gíslason (2336). Á miklu gekk hins vegar í skákum Kjartanssona Davíđs (2389) og Guđmundar (2437) annars vegar og Dags Ragnarssonar (2320) og Sigurbjörns Björnssonar (2268) hinsvegar. 

2017-05-13 13.00.53

Davíđ virtist lengi vel vera ađ hafa sigur gegn Guđmundi en missti ţráđinn í hróksendatafli. Lék fyrst niđur skákinni í jafntefli og síđar í tap. Skák Sigurbjörns og Dags skipti nokkrum sinnum um eigendur. Í lokin virtist Sigurbjörn hafa nokkra vinningsmöguleika en lék af sér ţá heilum hrók og mátti gefast upp.

Stađan:

1.-3. Dagur Ragnarsson, Héđinn Steingrímsson og Guđmundur Kjartansson 2˝ v.
4. Hannes Hlífar Stefánsson 2 v.
5.-6. Björn Ţorfinnsson og Sigurbjörn Björnsson 1˝ v.
7. Vignir Vatnar Stefánsson 1 v.
8.-10. Bárđur Örn Birkisson, Davíđ Kjartansson og Guđmundur Gíslason ˝ v.

2017-05-13 13.01.52

Fjórđa umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 13. Ţá mćtast međal annars forystusauđirnir Guđmundur og Dagur. Héđinn teflir viđ Davíđ. Hannes mćtir Sigurbirni.

Á skákstađ er hćgt ađ fylgjast međ skákunum á stóru tjaldi í skáksalnum. Einnig er hćgt ađ setjast inn í skákskýringaherbergiđ ţar sem hćgt er ađ spá í spilin međ öđrum áhorfendum. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 281
  • Frá upphafi: 8764890

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 153
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband