Leita í fréttum mbl.is

Ungu mennirnir byrja vel á Íslandsmótinu í Hafnarfirđi

Ţađ er óhćtt ađ segja ađ ungu mennirnir hafa byrjađ vel á Íslandsmótinu í skák sem hófst í Hafnarfirđi í dag. Guđlaug Kristjánsdóttir, forseti bćjarstjórnar Hafnarfjarđar, lék fyrsta leik mótsins, drottningarpeđinu fram um tvo reiti, fyrir hinn 14 ára Vigni Vatnar Stefánsson gegn heimamanninum, Sigurbirni Björnssyni. Vignir sótt fast ađ Hafnfirđingnum sem reyndist vandanum vaxinn og hélt jafntefli í afar spennandi skák.  

Taktu ţátt í getraun um röđ efstu manna mótsins

Annar ungur og efnilegur skákmađur Bárđur Örn Birkisson, 17 ára, var mjög nćrri ţví ađ leggja Íslandsmeistarann frá 2014, Guđmund Kjartansson, ađ velli. Guđmundur sýndi mikla seiglu ţegar hann náđi ađ halda jafntefli. 

Dagur Ragnarsson, 19 ára, gerđi svo öruggt jafntefli gegn hinum tólffalda Íslandsmeistara í skák, Hannesi Hlífari Stefánssyni. 

Allir ungu mennirnir gerđu ţví gott jafntefli í dag. 

Héđinn Steingrímsson vann öruggan sigur á Birni Ţorfinnssyni sem ţótti ađ mati áhorfenda á skákstađ leggja fullmikiđ á stöđuna.  

Davíđ Kjartansson og Guđmundur Gíslason tefldu lengst allra. Skákinni lauk međ jafntefli eftir harđa baráttu.

Héđinn hefur ţví ţegar tekiđ forystuna. Sá eini sem vann í dag. Óhćtt er ţó ađ segja skákmennirnir hafi ekki veriđ friđsamir enda voru allar skákir tefldar í botn. 

Önnur umferđ hefst fer fram á morgun og hefst kl. 17. Teflt er í Hraunseli, Flatahrauni 3. Ţá mćtast: 

  • AM Björn Ţorfinnsson (2407) - SM Hannes Hlífar Stefánsson (2566)
  • FM Guđmundur Gíslason (2336) - FM Dagur Ragnarsson (2320)
  • FM Sigurbjörn Björnsson (2268) - FM Davíđ Kjartansson (2389)
  • AM Guđmundur Kjartansson (2334) - FM Vignir Vatnar Stefánsson (2334)
  • SM Héđinn Steingrímsson (2562) - Bárđur Örn Birkisson (2162). 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 36
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 203
  • Frá upphafi: 8764048

Annađ

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 165
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband