Leita í fréttum mbl.is

NM stúlkna 2017 – Nansý međ silfur í b-flokki

Úrslit fimmtu umferđar:
Nansý Davíđsdóttir – Tyra Kvendseth (Noregur) ˝-˝
Elsa Wass (Svíţjóđ) - Svava Ţorsteinsdóttir 0-1
Batel Goitom Haile – Sara-Olivia Sippola (Finnlandi) 0-1
Nanna Ehrenreich (Danmörk) - Freyja Birkisdóttir 0-1

Nansy-TyraÍ b-flokki tefldi Nansý viđ Tyru frá Noregi.  Nansý reyndi of mikiđ ađ búa til eitthvađ sem varđ til ţess ađ skyndilega skiptist upp á öllu og jafntefli var óumflýjanlegt. 

 

 

 

 

 

Elsa-SvavaSvava tefldi gegn Elsu frá Svíţjóđ.  Svava tefldi ţessa skák afar vel og var allan tíman í bílstjórasćtinu og vann öruggan sigur.  Fínn endir hjá Svövu sem sýndi ađ hún er miklu betri en stig hennar segja til um.  Hún ţarf bara ađ tefla meira og ţá mun hún rjúka upp stigalistann.  Lokastađan hjá stelpunum í b-flokki er ađ Nansý endađi í 2. sćti međ 3,5 vinninga og Svava í 7. sćti međ 2,5 vinning.

 

 

 

Batel-Sara-OliviaÍ c-flokki tefldi Batel viđ Söru-Oliviu frá Finnlandi.  Anstćđingur Batel vann peđ í miđtaflinu og tefldi framhaldiđ virkilega vel og landađi öruggum sigri.  Ţessi finnska stelpa er greinilega mikiđ efni og vert ađ fylgjast vel međ henni í framtíđinni. 

 

 

 

 

Nanna-FreyjaFreyja tefldi vel og ţađ var aldrei spurning hvernig ţessi skák fćri.  Freyja klárađi skákina međ snotru máti.  Lokastađan hjá stelpunum í c-flokki er ađ Freyja endađi í 5. sćti međ 3 vinninga og Batel í 6. sćti međ 2,5 vinninga.

 

 

 

 

 

B-flokkurÁ heildina litiđ er árangur stelpnanna frekar góđur á mótinu, sérstaklega ţegar tekiđ er tillit til ţess ađ ţćr ţurftu ađ ferđast beint í fyrstu umferđ eftir ađ vera rétt búnar ađ klára mót heima.  Raunar náđu ţćr aldrei upp fullri orku um helgina ţví dagskráin var mjög stíf.  Ţrátt fyrir fína taflmennsku hjá stelpunum hefđi ég gjarnan vilja fá fleiri vinninga ţví ég veit ađ getan er til stađar hjá ţeim. Ţegar öllu er á botninn hvolft kemur mótiđ samt ágćtlega út ţar sem allar stelpurnar hćkka á stigum.  Nansý var nokkurn veginn á pari og hćkkar um 3 stig.  Hún ţarf ađ búa viđ ţađ í ţessum mótum ađ stelpurnar eru hrćddar viđ hana og tefla stíft upp á jafntefli.  Svava hćkkar um 38 stig en ţađ er augljóst ađ hún á mikiđ inni og mun hćkka mikiđ á nćstunni ef hún er dugleg ađ tefla.  Freyja hćkkar um 22 stig en hún á augljóslega mikiđ inni og ţarf ađ tefla meira til ađ ná ţví fram.  Batel 36 stig og sama má segja um hana ađ hún mun hćkka hratt á nćstunni ţví ţrátt fyrir mjög ungan aldur er hún afar útsjónarsöm og hefur góđan skilning á skák.

Ađ lokum vil ég segja ađ ţađ eru forréttindi ađ fara međ ţessar stelpur á mót ţví ţćr eru alltaf til fyrirmyndar í alla stađi og skákhreyfingunni til mikils sóma.

Davíđ Ólafsson

Hollin

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 75
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 241
  • Frá upphafi: 8764684

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 147
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband