Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Guđmundur Gíslason efstur í áskorendaflokki Íslandsmótsins

GPS114AK4Í keppni áskorendaflokks Skákţings Íslands sem fram fer í Stúkunni á Kópavogsvelli ţar sem keppt er um tvö sćti í landsliđsflokki hefur Ísfirđingurinn Guđmundur Gíslason unniđ allar skákir sínar og er 1 ˝ vinningi á undan Jóhanni Ingvasyni og Lenku Ptacnikovu sem eru međ 3 ˝ vinning. Međ ţrjá vinninga eru nokkrir, ţ.ám. Jón Kristinsson, eini keppandinn sem orđiđ hefur Íslandsmeistari en ţađ gerđist árin 1971 og aftur 1974. 

Óvćnt úrslit á bandaríska meistaramótinu

Spćnski leikurinn er eins og margir vita nefndur eftir spćnskum presti, Ruy Lopez. Hann var samfara miklum breytingum sem urđu á iđkun skákar ţegar styrkur drottningarinnar var aukinn á skákborđinu en breytingin er rakin til hylli Ísabellu Spánardrottningar sem eins og sagan greinir frá greiddi götu Kristófers Kólumbus. Eftir níu algengustu leiki ţess spćnska á svartur marga valkosti og einn ţeirra sem virkar svolítiđ skringilega er afbrigđi Ungverjans Breyer og byggist á ţví ađ riddara er leikiđ upp í borđ. 

Vinur okkar Boris Spasskí, sem varđ áttrćđur 30. janúar sl., tefldi Breyer-afbrigđiđ af slíkum ţokka ađ unun var á ađ horfa. En ţar kom ađ hann tapađi; í 10. einvígisskák gegn Fischer í Laugardalshöllinni um verslunarmannahelgina 1972 og aftur 20 árum síđar í fyrstu skák endurkomueinvígis ţeirra í Júgóslavíu. Spasskí lagđi meira til ţróunar afbrigđisins međ hvítu en flesta grunar; í áskorendaeinvígi sem hann háđi viđ Lajos Portisch áriđ 1977 vann hann lykilskák međ slíkum glćsibrag ađ mótspyrna Ungverjans hrundi. Á bandaríska meistaramótinu í St. Louis kom eiginlega „systurskák“ ţessarar viđureignar. Wesley So heldur naumri forystu en stórskytturnar Hikaru Nakamura og Fabiano Caruana hafa átt í basli og sá síđarnefndi missti sennilega af lestinni í keppni um efsta sćtiđ ţegar hann tapađi í 7. umferđ fyrir lítt ţekktum Úkraínumanni sem náđi viđ ţađ efsta sćti ásamt So. Stađan á toppnum:

1. – 2. So og Zherebukh 4 ˝ v. (af 7) 3. – 4. Akobian og Nakamura 4 v. 5. – 9. Robson, Caruana, Shankland, Naroditsky og Onischuk 3 ˝ v. Keppendur eru 12 talsins.

Bandaríska meistaramótiđ 2017:

Zherebukh – Caruana

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. Rf1 Bf8 14. Rg3 g6 15. a4 c5 16. d5 c4 17. Bg5 h6 18. Be3 Rc5 19. Dd2 h5 20. Bg5 Bg7 21. Hf1 Dc7

Allt saman ţekkt en drottningin gćti veriđ betur geymd á e7 til ađ eiga f8-reitinn.

22. Bh6 Bh8 23. Rg5 Rh7 24. Rxh7 Kxh7 25. Be3 De7 26. f4!

Ţessi framrás reynir á burđarveggi kóngsstöđunnar en riddarinn fćr e5-reitinn.

26. ... exf4 27. Bxf4 Kg8 28. Hf3 Bg7 29. Haf1 Rd7 30. Bh6 Bxh6 31. Dxh6 Df8 32. Dd2 Re5 33. Hf6 Had8 34. Dg5 Dg7 35. Bd1! Bc8 36. Dh4 Kf8 37. Df4 Dg8 38. Kh1 He7 

GPS114AK839. Bxh5!

Ţessi biskup sem stundum rekst á eigin peđ í spćnska leiknum tekur nú til óspilltra málanna. Ţađ er ekki hollt ađ taka hann: 39. ... gxh5 40. Rxh5 og „Houdini“ segir mér ađ svarta stađan sé óverjandi.

39. ... bxa4 40. Bd1 Dg7 41. Bxa4 Dh7 42. Dg5 a5 43. Kg1 Dh8 44. H1f4 Dg7 45. Hh4 Rd3 46. Hh6 Re5 47. Hf4 Bd7 48. Dh4! Kg8 49. Dxe7 He8 50. Dg5 Bxa4 51. Hf6

- og svartur gafst upp.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 8. apríl 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband