Leita í fréttum mbl.is

Aeroflot Open - pistill Dags Ragnarssonar

Ferðalagið til Rússlands byrjaði strax að loknu Norðurlandamótinu í Noregi sem kláraðist þann 19.febrúar. Ferðafélagarnir mínir voru þeir Helgi Ólafsson, Guðmundur Kjartansson og Sigurður Daði Sigfússon. Það var augljóst í mínum huga bara með því að horfa á hópinn að líkurnar á einhverju veseni voru mjög litlar. Eins og Helgi orðaði það "Menn eru ekki á einhverju skralli hér." 

Við flugum með beinu flugi frá Noregi til Moskvu  og vorum komnir á áfangastað um kvöldið. Þegar við vorum komnir á Hótel Cosmos þá komst maður fljótlega að því hvernig Rússarnir gera hlutina. Mjög hægt. Ég hef samt alltaf verið rosalega þolinmóður svo þessar aðstæður sem ég þurfti að búa við í 12 daga voru ekkert að trufla mig.  Þegar allt var afgreitt og við búnir að koma okkur fyrir var borðað og skálað í tilefni þess að menn væru komnir á áfangastað. 

Mótið er líklega eitt erfiðasta mót sem ég hef tefld og ég kem reynslunni ríkari af því. Af 118 skákmönnum voru 95 manns með yfir 2300 elo. Þetta þýðir að í hverju einustu umferð ertu að fara fá stigaháan og að maður þarf alltaf að vera rosalega vel tilbúinn. 

1.umferð

Í fyrstu umferð fékk ég Kínverjann Mu, Ke (2431)

Ég fékk hvítt og var mjög ánægður með það. Snemma í byrjuninni þá lék ég leik sem kom honum rosalega á óvart. Bæði hann og þeir sem sátu við hliðina á borðinu mínu horfðu á mig eins og ég væri vitlaus. Ég var ekki alveg að fatta hvað það var en svo tók ég eftir að andstæðingurinn minn gat unnið peð. Gjörsamlega niðurlægður þá hélt ég coolinu samt og tók eftir því að hvítur myndi fá rosalega bætur ef peðið væri tekið. Hann tók svo peðið sem kom seinna í ljós að hann átti ekki að gera. Ég fékk rosalega mikið speis um allt borðið og tókst svo að vinna mann. Hann gaf svo stuttu eftir það. Þessi skák gaf mér rosalega mikið sjálfstraust og eftir þessa skák tefldi ég mestan hluta af mótinu stresslaus og af miklu sjálfsöryggi.

2.Umferð

Í annarri umferð fékk ég Rússann Makhmutov, Rail (2437)

Ég var ekki viss um hvað hann myndi tefla. Þegar skákin byrjaði kom fljótlega í ljós að hann tefldi London System sem ég var mjög ánægður með. Ég jafnaði taflið býsna auðveldlega og svo kom upp staða sem ég gat fórnað hrók fyrir sókn. Af sjálfsögðu gerði ég það enda eru menn ekki mættir til Rússlands til að vera í vörn. Eftir langa og flókna sókn fékk ég loksins sigurséns en ég sá ekki rétta leikinn. Það er alveg rétt sem sumir skynsamir menn segja „Maður fær alltaf einn séns“. Mér tókst svo að tapa skákinni. Leiðinleg úrslit en mér leið ekkert rosalega illa. Ég sá það að ég gat alveg staðið í þessum gæjum. 

 

3.Umferð

Svo tefldi ég við Mammadova Gulnar. Landsliðmaður í kvennalandsiði Azerbaijan.

Úr byrjuninni fékk ég yfirburðartafl en tókst svo að flækja það alltof mikið og var svo komið með tapað. Hinsvegar lék ég alveg glötuðum leik með svo mikla sjálfsöryggi að ég trúi en að það hafi blekkt hana. Í flækjunum lék hún svo hrikalega af sér og sigldi ég sigrinum örugglega í höfn eftir það. 

4-6 Umferð

Þetta voru frekar góðar og hágæða „pulsur“ – eins og við segjum stundum. Ég var með sigurmögulega í öllum en ég þurfti að vera aðeins meira á tánum til að sjá möguleikana mína. Samt er jafntefli ágætt þegar maður er næstum 200 stigum lægri en andstæðingurinn. 

7-9 Umferð

Seinustu þrjár umferðirnar endypy á langhrókeringu (0-0-0) hjá mér. Leiðinleg upplifun en fer í reynslubankann.  Ég var með yfirburða stöðu í 7.umferð á móti GM Eldar Gasanova. Fljótlega var ég búinn að leika þessu niður í jafntefli en vildi það ekki svo ég ákvað að tefla áfram sem ég sá svo mjög stuttu síðar eftir. Ég náði ekki að jafna mig eftir það tap og tefldi seinustu tvær skákir gjörsamlega búinn á því,  á móti tveimur vel undirbúnum undrabörnum sem kenndu mér lexíu.

Meðal stig andstæðingana mína voru 2430 og endaði ég með 17 stig í + og Ratingperf 2351 sem er þegar upp er staðið, ekki slæmt. 

Eftir mótið var svo hraðskákmót. 9 umferðir, 2 skákir á hvern andstæðing með tímamörk 3:02. Ég fékk 7 af 18. Þetta var ótrúlegt að sjá hversu góðir þessir Rússar geta verið í hraðskák. Ekki ein skák var létt og var ég í tímahraki í öllum skákunum. Hinsvegar gekk honum Guðmundi ansi vel og lagði meira að segja Benjamin Bok 2-0 í seinustu umferð. 

Í lok vil ég þakka ferðafélögunum mínum fyrir þessa frábæru ferð. Ég mæli með þessu móti fyrir alla þá  sem eru að leita sér að alvöru áskorun eða jafnvel áföngum. 

Dagur Ragnarsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 277
  • Frá upphafi: 8764886

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband