Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Sókndjarfir fótgönguliđar

G2E10UDQDÁ hinu árlega Norđurlandamóti ungmenna sem fram fór í Drammen í Noregi um síđustu helgi tefldu Íslendingar fram ágćtu liđi í fimm aldursflokkum frá 10 til 19 ára aldurs. Viđ vorum međ ţrjá nýliđa í hópnum en einnig stigahćsta keppandann, Vigni Vatnar Stefánsson, sem ţurfti ţví miđur ađ kljást viđ slćma hálsbólgu međan á keppni stóđ.

Ađrir liđsmenn Íslands voru Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Hilmir Freyr Heimisson, Bárđur Birkisson, Nansý Davíđsdóttir, Óskar Víkingur Davíđsson, Robert Luu, Stefán Orri Davíđsson og Gunnar Erik Guđmundsson, en tveir síđastnefndu voru nýliđar. Fararstjórar og ţjálfarar voru undirritađur og Guđmundur Kjartansson.

Á NM ungmenna er keppt um verđlaun í fimm aldursflokkum og mótiđ er einnig keppni allra sex Norđurlandaţjóđanna ţar sem samanlagđur vinningafjöldi rćđur niđurstöđunni. Ţessi keppni hefur fengiđ síaukiđ vćgi undanfarin ár. Fyrir síđustu unferđ voru Íslendingar međ 1 ˝ vinnings forskot á gestina, Norđmenn, og međ góđa stöđu međ tilliti til sigurs í tveim flokkum. En í lokaumferđinni var eins og hin stífa dagskrá, tvćr kappskákir á dag, kćmi loksins niđur á einbeitninni. Dagur Ragnarsson, Oliver Aron og Óskar Víkingur voru allir međ unnar stöđur en uppskeran var rýr, ađeins ˝ vinningur úr ţessum ţrem mikilvćgu skákum og til ađ bćta gráu ofan á svart ţá sigldu Norđmenn fram úr okkur í 6-landa keppninni ţar sem íslenska liđiđ endađi í 2. sćti, Svíar urđu í 3. sćti, Finnar og Danir í 5. sćti og Fćreyingar ráku lestina. Oliver Aron fékk silfur í sínum flokki og Robert Luu brons. Ţeir hlutu báđir 4 vinninga en Dagur, Vignir, Óskar Víkingur og Bárđur fengu allir 3 ˝ vinning.

Framkvćmd norsku skipuleggjendanna var međ miklum ágćtum.

Á mótinu voru tefldar fjölmargar skemmtilegar skákir en skák Dags í 5. umferđ var án efa sú fallegasta. Ţađ verđur aldrei nógsamlega brýnt fyrir ungum skákmönnum ađ peđ eru líka sóknarmenn; d- og h-peđ hvíts ruddu brautina í eftirfarandi glćsiskák:

NM ungmenna 2017:

Dagur – Ragnarsson – Mikkel Jakobsen

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. Bg5 h6 6. Bxf6 Dxf6 7. e3 Rd7 8. Bd3 g6 9. O-O Bg7 10. Hc1 dxc4 11. Bxc4 O-O 12. He1 Hd8 13. e4 e5 14. d5 Rb6 15. Bb3 Be6?!

Óvenjulegur leikur í ţekktri byrjun sem býđur uppá ţann athyglisverđa möguleika ađ gefa drottninguna fyrir hrók og léttan. En Dagur ákvađ ađ bíđa átekta.

16. He3 cxd5 17. exd5 Df5 18. Re1 e4?!

Vafasamur leikur. Og nú voru öll bestu skilyrđi fyrir hendi til ađ láta drottninguna af hendi.

G2E10UDQI19. dxe6! Hxd1 20. exf7+ Kh7 21. Hxd1 Hc8 22. Rxe4 Rc4 23. He2 Db5 24. Hc2!

Óţćgileg leppun eftir c-línunni.

24. De5 25. Bxc4 Dxe4 26. Bd3! Dg4 27. Hxc8 Dxc8

28. Dxd1 29. Kf1 dugar skammt.

G2E10UDQN

 

 

 

28. h4!

Loftar út og hótar 29. h5.

28. ... h5 29. Rf3 Bxb2?

Ţetta peđ er eitrađ. Hann gat enn barist međ 29. Bf6 sem hvítur svarar best međ 30. b3 ásamt 31. Bc4. Ađ endingu mun f7-peđiđ alltaf ráđa úrslitum.

30. Rg5+ Kg7 31. He1! Ba3 32. He6! Dc1+ 33. Kh2 Df4+ 34. g3 Dxf2+ 35. Kh3

Vel reiknađ, svartur á ekki fleiri skákir.

35. Kf8 36. He8+ Kg7 37. Hg8+

- og svartur gafst upp. Eftir 37. ... Kf6 vinnur 38. f8(D)+ eđa 38. Re4+ Kxf7 39. Bc4+ og síđan fellur drottningin.

 

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 25. febrúar 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 238
  • Frá upphafi: 8764695

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 142
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband