Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Dađi og Ţröstur efstir á Nóa Síríus mótinu

2017-02-14 19.03.55Fyrir síđustu umferđ Nóa Síríus mótsins, sem hófst í Stúkunni á Kópavogsvelli í ársbyrjun og hefur silast áfram međ einni umferđ á viku, voru jafnir í efsta sćti ţeir Dađi Ómarsson og Ţröstur Ţórhallsson. Nćstu menn voru vinningi á eftir og ţess vegna kom ekki sérlega á óvart ađ ţessir tveir skyldu slíđra sverđin eftir stutta viđureign og deila efsta sćtinu. Í A-riđli voru keppendur 42 talsins og efstu menn urđu:

1.-2. Dađi Ómarsson og Ţröstur Ţórhallsson 5 v. (af 6) 3.-4. Guđmundur Kjartansson og Jón Viktor Gunnarsson 4˝ v. 5.-9. Benedikt Jónasson, Jóhann Hjartarson, Magnús Örn Úlfarsson, Björgvin Jónsson og Oliver Aron Jóhannesson 4 v.

Frammistađa Dađa Ómarsson stendur upp úr og leiđir samanburđur á frammistöđu hans og Ţrastar í ljós ađ andstćđingar Dađa voru mun stigahćrri og árangur hans, sem reiknast uppá 2.798 Elo-stig, er frábćr.

Jón Viktor Gunnarsson sat yfir í tveim fyrstu umferđunum en fékk 3˝ vinning úr ţeim skákum sem hann tefldi. Friđrik Ólafsson tefldi fimm skákir og gerđi jafntefli í ţeim öllum. Jón L. Árnason virkađi örlítiđ ryđgađur og sigurstranglegasti keppandinn, Jóhann Hjartarson, tapađi fyrir einum sem ekki gefst upp fyrr en í fulla hnefana; Benedikt Jónasson hćkkađi um meira en 40 Elo-stig og einungis Dađi Ómarsson og Björn Hólm Birkisson slógu honum viđ í ţeim efnum.

Í B-riđli urđu efstir tveir úr Rimaskóla, Hörđur Aron Hauksson og Jón Trausti Harđarson, en í 3. sćti varđ ungur og efnilegur skákmađur, Stephan Briem.

Eins og áđur hefur komiđ fram er ţađ Jón Ţorvaldsson markađsráđgjafi sem hefur stađiđ fyrir ţessum mótum undanfarin ár í samvinnu viđ styrktarađila og tekist ađ búa til skemmtilega stemningu á skákstađ.

 

Lundar Reykjavíkur í skemmtilegri netkeppni

Af ýmsum ástćđum hafa skipulagđar keppnir á netinu átt erfitt uppdráttar ţar sem möguleikar á svindli hafa eyđilagt góđar fyrirćtlanir um mótahald. En eftirlit međ svindli á stóru vefsvćđunum hefur aukist og í seinni tíđ hafa menn miskunnarlaust veriđ settir út af sakramentinu vegna grunsemda um tölvusvindl. Undanfarin miđvikudagskvöld hefur sveit sem nefnir sig Lundar Reykjavíkur tekiđ ţátt í sterku alţjóđlegu netmóti á Chess.com og hafa unniđ eina viđureign, gert eitt jafntefli en tapađ ţrisvar og eiga ţegar tvćr umferđir eru eftir enn veika von um ađ komast áfram í sérstaka úrslitakeppni. Ţarna hafa teflt mest brćđurnir Björn og Bragi Ţorfinnssynir og Jón Viktor Gunnarsson en einnig Ingvar Ţ. Jóhannesson, Einar Hjalti Jensson, Jóhann Hjartarson og Hjörvar Steinn Grétarsson. Tímamörkin eru 15 2. Björn Ţorfinnsson átti góđan dag ţegar Lundarnir mćttu sveit frá Stokkhólmi:

 

Björn Ţorfinnsson – Evgení Agrest

Vćngtafl

1. c4 c6 2. g3 d5 3. Bg2 Rf6 4. Rf3 Bg4 5. Re5 Bh5 6. cxd5 Rxd5 7. Rc3 e6 8. O-O Bd6 9. Rc4 Bc7 10. He1 O-O 11. Db3 b5 12. Re3 Rxe3 13. dxe3 a6 14. a4 Ba5 15. Hd1 Db6 16. axb5 axb5 17. e4 Ra6 18. Be3 Dc7 19. e5 Bb6

20. Rxb5!

Hugmyndin međ ţessum snjalla leik kemur fram eftir 24. leik hvíts.

20. ... cxb5 21. Bxa8 Hxa8 22. Bxb6 Dxb6 23. Hd6 Db7 24. Da2! Bxe2

24. ... Rc7 strandađi á 25. Dxa8+ og síđan mát í borđinu.

25. Dxa6 Dxa6 26. Hdxa6 Hxa6 27. Hxa6 g5 28. f4 gxf4 29. gxf4 Kg7 30. Kf2 Kg6 31. Kxe2

- og svartur gafst upp.

 

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 18. febrúar 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 34
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 303
  • Frá upphafi: 8764881

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 172
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband