Leita í fréttum mbl.is

Háspenna á Nóa-Siríus mótinu ţar sem úrslit ráđast í kvöld!

Lokaumferđ hins magnađa Nóa-Siríus móts (Gestamóts Hugins og Skákdeildar Breiđabliks) hefst kl. 19.00 í kvöld. Mikiđ verđur um dýrđir í skáklegum skilningi enda mannval mikiđ og víđa glóir á vegtyllur. Međal ţeirra sem leiđa saman hesta sína í kvöld eru tveir heimsmeistarar (Jón L. og Helgi Áss), tveir Ólympíumeistarar (Jón Viktor og Björn), átta Íslandsmeistarar (Friđrik og Jóhann sex sinnum hvor, Jón L. ţrisvar og Jón Viktor, Ţröstur og Guđmundur einu sinni hver. Lenka 8 sinnum og Guđlaug sex sinnum). Vert er ađ minna á ađ ţeir Friđrik og Jóhann hafa báđir náđ ţeim styrkleika á skákferli sínum ađ vera međal 10 sterkustu skákmanna heims! Ţađ er gríđarlegt afrek og bautasteinar  sem lengi verđur horft til í íslenskri skákarfleifđ.

Í brennipunkti í kvöld verđur viđureign stórmeistarans margslungna, Ţrastar Ţórhallssonar, og frćđimannsins unga, Dađa Ómarssonar. Ţeir tveir eru efstir keppenda međ fjóra og hálfan vinning af fimm mögulegum og geta ţví einir sigrađ á mótinu. Víst er ađ ţar verđur barist af hörku, bragđvísi og brakandi snilld. Stórmeistarinn víđkunni og átrúnađargođ ţjóđarinnar, Friđrik Ólafsson, skorar ungstirniđ Örn Leó Jóhannsson á hólm. Friđrik er í senn afar djúpur, hugmyndaríkur og leiftrandi skákmađur en Örn Leo yfirvegađur og ţrautseigur. Fróđlegt verđur ađ fylgjast međ ţví ţegar tveimur mismunandi skákstílum lýstur saman međ ţessum hćtti en víst er ađ Örn Leó getur mikiđ lćrt af keppinaut sínum.

Jóhann Hjartarson, stórmeistarinn öflugi og núverandi Íslandsmeistari, hefur svart gegn alţjóđlega meistaranum og stafnbúa Suđurnesjamanna, Björgvin Jónssyni. Ţessir kappar hafa marga hildi háđ og verđur vćntanlega tekist rösklega á um kennisetningar byrjanafrćđanna ţar sem hvortveggi er afar vel heima. Alţjóđameistarinn víđförli og langförli, Guđmundur Kjartansson, hefur hvítt gegn stórmeistaranum, lagaprófessornum og fyrrum heimsmeistara ungmenna, Helga Á. Grétarssyni. Mikil seigla einkennir taflmennsku hvorstveggja, ţannig ađ löng og ströng skák kćmi lítt á óvart međ  tilheyrandi brúnaţyngslum og vopnaglammi ţegar nćr tímamörkum dregur.

Alţjóđlegu meistararnir og félagarnir úr TR, Björn Ţorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson etja kappi. Gríđarlega góđir sóknarskákmenn báđir tveir. Björn skapar gjarnan efni í ćsifréttir á skákborđinu en Jóni er tamt ađ skjóta heilabúinu skyndilega upp úr kafi á ţeim stađ og tímapunkti sem andstćđingnum kemur verst.  Fídemeistarinn burđamikli, Ţorsteinn Ţorsteinsson, mun freista ţess ađ ná upp hámarksskriđţunga gegn fyrrum heimsmeistara sveina, Jóni L. Árnasyni. Ţorsteinn er í hópi fremstu stöđufrćđilegu skákmanna landsins en Jón L. leiftrandi sóknar- og fléttuskákmađur ađ upplagi – ţannig ađ hér mćtast arftakar heimsmeistaranna víđfrćgu Capablanca og Alekhine. Verkfrćđiséníiđ síunga og fyrrum undrabarn í skák, Jón Hálfdánarson, mćtir fremstu skákkonu landsins, Lenku Ptácníkovu, stórmeistara kvenna. Bćđi geta ţau teflt framúrskarandi vel en eru mistćk inni á milli.  Vonandi verđa ţau bćđi í essinu sínu í kvöld ţví ađ ţá má búast viđ spennandi sennu. Hér er ađeins stiklađ á stóru ţví ađ allar viđureignir kvöldsins lofa góđu um skemmtan mikla og góđa.

Í B-flokki er spennan ekki síđri. Ţrír keppendur eru jafnir og efstir fyrir lokaumferđina međ 4 vinninga en ţađ eru ţeir Hörđur Aron Hauksson, Alexander Oliver Mai og Jón Trausti Harđarson. Ţessir ţrír eru jafnframt ţeir einu sem geta sigrađ á mótinu. Alexander Oliver hefur hvítt gegn Herđi Aron og Jón Trausti hefur hvítt gegn Ólafi Evert Úlfssyni sem hefur ţrjá og hálfan vinning. Sömu vinningatölu hafa ţeir Stephan Briem og Róbert Luu sem reyna međ sér á ţriđja borđi. Margt fleira verđur skemmtilegt á sjá í ţessum spennandi flokki!

Gestir eru velkomnir í Stúkuna á Kópavogsvelli! Sjá pörun á Chess-Results


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband