Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Guđmundur Kjartansson Skákmeistari Reykjavíkur 2017

GI110SBJHGuđmundur Kjartansson varđ skákmeistari Reykjavíkur 2017. Fyrsti sigur Guđmundar á ţessum vettvangi en fyrir lokaumferđina hafđi hann ˝ vinnings forskot á Dag Ragnarsson og Lenku Ptacnikovu. Guđmundur hafđi í 8. umferđ unniđ lykilskák gegn Birni Ţorfinnssyni sem rakin var í síđasta pistli. Tap fyrir Lenku í 3. umferđ hćgđi örlítiđ á ferđ hans en ţó ekki meira en svo ađ hann vann sex síđustu skákir sínar. Rétt fyrir síđustu áramótin vann Guđmundur alţjóđlegt mót í Fćreyjum en nćsta verkefni hans er ţátttaka á Aeroflot-mótinu í Moskvu sem hefst 21. febrúar. Ţar sem Björn Ţorfinnsson vann Dag Ragnarsson og Lenka tapađi fyrir Guđmundi Gíslasyni náđi Björn einn 2. sćti en lokaniđurstađan varđ ţessi:

1. Guđmundur Kjartansson 8 v. (af 9) 2. Björn Ţorfinnsson 7 v. 3.- 6. Lenka Ptacnikova, Guđmundur Gíslason, Dagur Ragnarsson og Dađi Ómarsson 6˝ v. 7.-10. Örn Leó Jóhannsson, Björgvin Víglundsson, Benedikt Jónasson og Jóhann Ingvason 6 v.

Á Nóa Síríus mótinu dró svo til tíđinda sl. ţriđjudagskvöld ţegar Dađi Ómarsson vann Guđmund Kjartansson og náđi forystu fyrir lokaumferđina ásamt Ţresti Ţórhallssyni. Ţeir eru báđir međ 4˝ vinning en Dađi fékk ˝ vinnings yfirsetu í 3. umferđ og hefur ţví unniđ allar fjórar skákirnar sem hann hefur teflt og reiknast árangur hans uppá 3.237 Elo-stig; 100% árangur skorar hátt á Elo-kvarđanum!

Í 3.-7. sćti koma Guđmundur Kjartansson, Jóhann Hjartarson, Helgi Áss Grétarsson, Björgvin Jónsson og Jón Viktor Gunnarsson međ 3˝ vinning. Ţröstur hefur hvítt gegn Dađa í lokaumferđinni.

 

Dellutaflmennska Hou Yifan á Gíbraltarmótinu

Frćgasta delluskák sem sögur fara af fór fram á heimsmeistaramóti stúdenta í Graz í Austurríki sumariđ 1972. Tveir „ófúsir ferđalangar“, v-ţýski stórmeistarinn og papýrusfrćđingurinn Robert Hübner og bandaríski stórmeistarann Kenneth Rogoff, sem síđar haslađi sér völl á vettvangi hagfrćđinnar, áttu ađ tefla á 1. borđi í viđureign stórţjóđanna. Af einhverjum ástćđum vildu ţessir heiđursmenn ekki tefla ţennan dag og sömdu jafntefli án taflmennsku. Skákstjórinn greip inn í atburđarásina og krafđist ţess ađ ţeir tefldu „almennilega skák“. Ákveđiđ „afstöđuvandamál“ er ekki óţekkt međal skákmanna og ţađ braust fram međ eftirminnilega hćtti ţennan dag. Aftur settust Hübner og Rogoff ađ tafli og tefldu eftirfarandi skák:

 

Hübner – Rogoff

1. c4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Rg1 Bg7 4. Da4 O-O 5. Dxd7+ Dxd7 6. g4 Dxd2+ 7. Kxd2 Rxg4 8. b4 a5 9. a4 Bxa1 10. Bb2 Rc6 11. Bh8 Bg7

GI110SBJL- Samiđ jafntefli.

Á opna mótinu á Gíbraltar, sem lauk um síđustu helgi međ sigri bandaríska stórmeistarans Hikaru Nakamura, trúđu menn vart eigin augum ţegar heimsmeistari kvenna, kínverska skákdrottningin Hou Yifan, gafst upp međ hvítu eftir fimm delluleiki gegn Indverjanum Babu Lalith í lokaumferđ mótsins: 1. g4 d5 2. f3 e5 3. d3 Dh4+ 4. Kd2 h5 5. h3 hxg4 og hvítur gaf.

Hou Yifan bađst síđar afsökunar á framgöngu sinni en sagđi ástćđuna ţá ađ mótsstjórnin á Gíbraltar hefđi sveigt reglur um pörun á ţann hátt ađ í sjö skákum af tíu hefđi hún mćtt konum og ţeim viđureignum veriđ stillt upp sem einhvers konar uppgjöri viđ heimsmeistara kvenna. Hefđi ţetta haft slćm áhrif á sig og ţví hefđi hún mótmćlt međ ţessum hćtti.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 11. febrúar 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 240
  • Frá upphafi: 8764697

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 144
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband