Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Umtöluđ yfirsjón heimsmeistarans í Wijk aan Zee

carlsen-giri (1)Á Nóa-Síríus mótinu sl. ţriđjudagskvöld vakti ein viđureign alveg sérstaka athygli. Friđrik Ólafsson og Jón Hálfdánarson mćttust ţá aftur í kappskák en ţá var liđin nćstum hálf öld frá síđustu viđureign ţeirra sem fram fór á Skákingi Íslands voriđ 1969. Ţar varđ Friđrik Ólafsson Íslandsmeistari í sjötta sinn eftir harđa keppni viđ Guđmund Sigurjónsson en jafnaldrar hans tveir og skólabrćđur Jón Hálfdánarson og Haukur Angantýsson voru ţá einnig međal ţátttakenda. Friđrik gerđi jafntefli viđ Jón áriđ 1969 og aftur í Stúkunni á Kópavogsvelli. Ţar eru línur ađeins teknar ađ skýrast ţrátt fyrir yfirsetur og frestađa skák Jóhanns Hjartarsonar og Andra Áss Grétarssonar. Stađa efstu manna: 1.-6. Guđmundur Kjartansson, Dađi Ómarsson, Björn Ţorfinnsson, Dagur Ragnarsson, Ţröstur Ţórhallsson og Magnús Örn Úlfarsson 2˝ v. ( af 3 ).

Á Skákţingi Reykjavíkur eru nokkrir sömu „höfuđpaurarnir“ í toppbaráttunni en tefldar hafa veriđ sex umferđir: 1. Dagur Ragnarsson 5˝ v. 2.-3. Guđmundur Kjartansson og Björn Ţorfinnsson 5 v. 4.-6. Lenka Ptacnikova, Örn Leó Jóhannsson, Dađi Ómarsson og Jóhann Ingvason. 4˝ v. Á sunnudaginn mćtast Dagur og Guđmundur. 

Wesley So međ vinnings forskot í Wijk aan Zee

Wesley So halda engin bönd á stórmótinu í Wijk aan Zee sem lýkur um helgina en sl. miđvikudag vann hann auđveldan sigur á Pólverjanum Wojtaszek og náđi viđ ţađ vinningsforskoti á nćstu menn. Umtalađasta atvik mótsins átti sér stađ í 7. umferđ ţegar ţessi stađa kom upp: 

GUI10QCE5Wijk aan Zee 2017: 

Magnús Carlsen – Anish Giri

Magnus átti nćgan tíma á klukkunni og gat međ sigri komist upp í efsta sćtiđ. Nú sá hvert mannsbarn í salnum rakiđ mát:

56. Hc8+ Kg7

56.... He8 57. Hxe8+ Dxe8 58. Bxe8 er auđvitađ vonlaust.

57. Hf7+ Kh6 58. Hh8 mát!

En í stađ ţess valdi hann:

56. Bf7+?? Kh8 57. Hh5+ Kg7 58. Bxe6+ Kf6 59. Hh6+ Ke5 60. Bh3 Dd2+ 61. Bg2 Dxh6 62. Hxc6

– og ţó ađ hvítur eigi vinningsmöguleika í ţessari stöđu náđi Giri jafntefli eftir 128 leiki.

Vinningsleiđin minnir heilmikiđ á lokaskák einvígisins viđ Karjakin sl. haust, lykilreitirnir f7 og h8 eru ţarna aftur mćttir.

Viđureign tók sinn toll; ţeir töpuđu báđir daginn eftir en Magnús vann í 9. umferđ og er enn međ í baráttunni en stađa efstu manna eftir tíu umferđir var ţessi:

1. Wesley So 7 v. (af 10) 2. – 6. Magnús Carlsen, Aronjan, Eljanov, Karjakin, Wei Yi 6 v. 7. Adhiban 5 ˝ v.

Sigurskák Wesley So sem hér fylgir einkennist af óvenjumörgum snjöllum leikjum:

Wijk aan Zee; 10. umferđ:

Wesley So – Radoslaw Wojtaszek

Katalónsk byrjun

1. c4 Rf6 2. Rf3 e6 3. g3 d5 4. d4 Be7 5. Bg2 0-0 6. Dc2 c5 7. 0-0 Rc6 8. dxc5 d4 9. a3 a5 10. Hd1 e5 11. Rc3 Bxc5 12. Rd5!

Leikbragđ sem byggist á hugmyndinni 12.... Rxd5 13. cxd5 Dxd5 14. Rg5! o.s.frv.

12.... h6 13. Bd2 a4 14. Bb4 Rxb4 15. axb4 Rxd5 16. bxc5 Rb4 17. Dd2 Rc6 18. b4! De7 19. Db2 Bg4 20. He1 Hfd8 21. Rd2 Be6 22. b5 Rb8 23. Db4 f5 24. Rb3! Rd7 25. Bxb7 Hab8 26. Hxa4 Hxb7 27. c6 Dxb4 28. Hxb4 Hc7 29. cxd7 Hxc4 30. Hxc4 Bxc4 31. Hc1! 

GUI10QCE031.... Be6

Eđa 31.... Bxb3 32. Hc8 og vinnur.

32. Hc8! Hxc8 33. dxc8=D Bxc8 34. b6

– og svartur gafst upp. Hann verđur ađ gefa biskupinn fyrir b-peđiđ.

 

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 28. janúar 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 31
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 300
  • Frá upphafi: 8764878

Annađ

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 169
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband