Leita í fréttum mbl.is

Fimmta umferđ SŢR: Jafntefli hjá Lenku og Degi

20170122_131444Víđa mátti sjá snaggaraleg tilţrif í fimmtu umferđ Skákţings Reykjavíkur sem fram fór í gćr. Bragđarefurinn Kristján Örn Elíasson fórnađi manni gegn Ingvari Agli Vignissyni fyrir „eitthvađ af peđum“ eins og hann orđađi ţađ sjálfur. Í kjölfariđ virtist Ingvar ná vćnlegri stöđu en ákvađ á ögurstundu ađ gefa manninn til baka og niđurstađan varđ jafntefli.

Á nćsta borđi sigldi Jon Olav Fivelstad endatafli međ virkari mönnum og meira rými í höfn og hafđi góđan sigur gegn Óskari Long Einarssyni.

Fjöriđ virtist síđan vera ađ hefjast á fyrsta borđi í viđureign Dags Ragnarssonar og Lenku Ptacnikovu (einu keppendanna sem voru međ fullt hús fyrir umferđina); stađan ţrungin spennu og tímahrak ađ nálgast. Dagur var međ öflug en dálítiđ viđkvćm peđ á miđborđi og efnilegan hvítreita biskup á bak viđ ţau sem beiđ bara eftir ađ láta til sín taka viđ nokkuđ viđkvćma kóngsstöđu hvíts en ţar loftađi vel um. Biskupinn fékk ţó engin verkefni ţar, ţví Lenka ákvađ ađ loftrýmisgćsla vćri hyggileg og ţrálék rétt eftir tímamörkin. Ţetta reyndist eina jafntefliđ á efstu átta borđunum ţar sem hörđ barátta var í fyrirrúmi. Guđmundur Kjartansson gaf til dćmis skiptamun og svo mann til viđbótar, til ađ eignast tvö samstćđ frípeđ gegn nafna sínum Gíslasyni og hafđi sigur, Dađi sigrađi í viđureign sinni viđ Bárđ Örn Birkisson ţar sem báđir misstu af fćrum í vandtefldri stöđu og loks lét Gauti Páll Jónsson 150 stiga mun ekkert trufla sig og lagđi Ţorvarđ Fannar á 6. borđi.
 
Allt ţetta ţýđir ađ biliđ á milli ţeirra efstu minnkađi heldur; nú eru sjö skákmenn međ fjóra eđa fjóran og hálfan vinning ţegar mótiđ er rúmlega hálfnađ.

Nćsta umferđ, sú sjötta, er á miđvikudaginn og ţá mćtast m.a. Dagur og Gauti Páll, Björn Ţorfinnsson og Lenka, Björgvin Víglundsson og Guđmundur Kjartansson og Dađi og Örn Leó Jóhannsson.

Ađstađa er góđ í Skákhöllinni eins og fyrri daginn. Birnukaffi var opiđ en ţetta kvöld stóđ dóttirin Sylvía vaktina.
 
Skákirnar: 1 2 3 4 5
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 8764693

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 140
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband