Leita í fréttum mbl.is

Pistill Óskars Víkings frá Benidorm

Ég fór á skákmót á Benidorm í byrjun desember, sem var eiginlega skákhátíđ. Ţađ er hćgt ađ sjá hana hér: http://www.ajedrezenelbali.com/ en ţađ er mikiđ á spćnsku svo ađ ţađ tekur smá tíma ađ skilja síđuna. Ţađ var fullt í gangi, skákmót á kvöldin og liđakeppni ungmenna fyrir spćnsk skákfélög, en ţađ var líka mót fyrir A flokk undir 2300 Elo stigum og annar B flokkur undir 2000 Elo stigum.

Ég tók ţátt í tveimur mótum og tefldi átta skákir af tíu í B flokki og fimm skákir af sjö í ungmennamóti undir 12 ára. Ţar fékk ég fjóra vinninga af fimm, en ég ćtla ađ segja ykkur af B flokknum frekar. Ţađ voru 414 keppendur í flokknum frá 30 löndum en ţađ voru langflestir frá Spáni og margir gamlir karlar. Einn keppandinn var tvífari Lofts Baldvins, og var meira ađ segja í köflóttri skyrtu líka.

Fyrsta skákin var á móti  Carmelo Jose  Navarro Molina (1943) og ég tefldi Alapain varíant í sikileyjarvörn og gerđi jafntefli viđ hann. Ţessir Spánverjar tefla flestir drottningarpeđsopnun svo ađ ţetta mót var fín ćfing í ađ tefla á móti henni. Nćsta skák var á móti Ramon Nogues Fernandez (1925) en ég stóđ mig hörmulega í nimso indverskri vörn og tapađi verđskuldađ. Eftir ţađ ţá fór ég á ágćts skriđ og vann ţrjár skákir í röđ, fyrst á móti frekar slökum gaur, Carlos Gines Perez Dominguez (1447). Síđan var ég frekar heppinn á móti Arturo Lopez Heras (1846) ţar sem ég var međ eiginlega tapađ og svo jafntefli og svo náđi ég ađ vinna. Ţriđja vinningsskákin í röđ var á móti Luis Iglesias Fernandez (1849) ţar sem ég vann í drottningarendatafli.

Óskar1

Skákin á móti Luis Iglesias, ekki Enrique Iglesias samt. Hann var bara hress ţarna áđur en skákin byrjađi, en ekki alveg eins hress ţegar hún var búin.

Ţá tapađi ég skák númer sex á móti Bruno Palomo Ruiperez (1942). Ég tefldi Ruy Lopez og var undir snemma í skákinni. Ţá var ég bara búinn ađ tefla á móti Spánverjum en fór ađ tefla á móti Skota, Alastair Dawson (1853). Hann tefldi Reti og klúđrađi skákinni niđur og ég endađi međ vinning. Svo tefldi ég aftur á móti 16 ára Spánverja í áttundu og síđustu umferđinni minni í B-flokknum, sem var Lluis Navarro Rico (1880). Hér er sú skák: 

(4) Davidsson,Oskar Vikingur (1707) - Navarro Rico,Lluis (1880) [C07]

Bali (8), 08.12.2016 

1.e4 e6 2.d4 d5 3.Nd2 c5 4.Ngf3 cxd4 5.Nxd4 a6 6.Bd3 Nc6 7.Nxc6 bxc6 8.0–0 Bc5 9.Nb3 Bb6 10.e5 Ne7 11.Be3 Bc7 12.f4 Bb6 13.Qf3 g6 14.Qf2 Rb8 15.Rad1 Bxe3 16.Qxe3 Qb6 17.Rf3 Qxe3+ 18.Rxe3 Rg8 19.Rf1 h6 20.Rh3 h5 21.Rf2 Kf8 22.c3 Kg7 23.Re3 Rb6 24.h3 h4 25.g4 hxg3 26.Rxg3 Rh8 27.Rh2 Rh4 28.Rg4 Rh6 29.h4 Rh5 30.Rg5 Rxg5+ 31.hxg5 Rb8 32.Nc5 a5 33.a4 d4 34.c4 Rb4 35.b3 Rb8 36.Bc2 Nf5 37.Bxf5 exf5 38.Rd2 Kf8 39.Rxd4 Ke7 40.Rd6 Rb6 41.Kf2 Be6 42.Ke3 Bc8 43.Kd3 Be6 44.Kd4 Bc8 45.Kc3 Ke8 46.Rf6 Ke7 47.Kc2 Ke8 48.e6 fxe6 49.Nxe6 Bxe6 50.Rxe6+ Kf7 51.Rd6 Rb8 52.Rxc6 Re8 53.Rf6+ Kg7 54.c5 Re4 55.c6 Re2+ 56.Kd3 Re1 57.Kd2 Re7 58.Kd3 Re1 59.Kc4 Rf1 60.Kb5 Rb1 61.Kb6 Rxb3+ 62.Kc7 Rb4 63.Kd7 Rxf4 64.c7 Rd4+ 65.Rd6 

1–0

óskar2

Útsýniđ af svölunum, stutt á ströndina

Ég mćli alveg međ ţessu móti fyrir Íslendinga, ţví ađ ţađ eru svo mörg mót í gangi ađ ţađ er auđvelt ađ finna eitthvađ sem passar fyrir mann, bćđi krakka og fullorđna. Hóteliđ er mjög gott og íslenski fáninn var fyrir utan ţađ á međan viđ vorum á hótelinu. Viđ bjuggum á 26. hćđ og veđriđ var gott, svona um 18 stig á hverjum degi og hćgt ađ fara niđur á strönd líka í labbitúr eđa í sjóinn. Ţađ var líka hćgt ađ kaupa sér gistingu međ fullu fćđi, og ţađ voru rosa hlađborđ á hverjum degi og síđan er líka ódýrt ađ ferđast ţangađ.

óskar3

Keppnisađstađa í A flokki, undir 2300 stigum

Keppnisađstađan er fín hjá B flokknum, en samt er eiginlega flottari ađstađa ţar sem A flokkurinn teflir. Á báđum stöđum voru ţeir međ heilan her af dómurum sem voru allir rosalega nćs, en eiginlega enginn talar ensku nema yfirdómarinn sem var smá feitur, međ fína slaufu og svitnađi mörgum lítrum í hverri umferđ.

Ţađ var keppt klukkan hálf fimm um eftirmiđdaginn, sem var mjög ţćgilegt. Ţá er mađur ekki ađ tefla mikiđ lengur en til klukkan átta en ég tefldi nokkuđ margar langar skákir. Svo er hćgt ađ undirbúa sig um morguninn. Ég var mjög ánćgđur međ ferđina, ég byrjađi í sćti númer 251 og endađi í sćti nr. 74 ţrátt fyrir ađ sleppa síđustu tveimur umferđunum og hćkkađi mig um 133 Elo stig eftir mótin tvö. Ég ţakka Skáksambandi Íslands fyrir stuđninginn.

Óskar Víkingur Davíđsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 281
  • Frá upphafi: 8764890

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 153
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband