Leita í fréttum mbl.is

Páll Agnar sigurvegari á Jólahrađskákmóti TR

IMG_9047Í sannkölluđu hátíđarskapi lögđu tćplega 50 manns leiđ sína í Faxafeniđ í fyrrakvöld til ađ leiđa saman hesta sína í Jólahrađskákmóti TR og ađ öllum líkindum er um ađ rćđa fjölmennasta jólamótiđ í árarađir. Tefldar voru níu umferđir međ tímamörkunum 4 +2 en nokkur umrćđa hefur veriđ í gangi um hvađa tímamörk skuli almennt stuđst viđ í hrađskákmótum félaganna. Ţykir mörgum hin opinberu Fide-tímamörk 3 +2 nokkuđ knöpp ţó öđrum finnist ţau reyndar ósköp notaleg og vilja ţá jafnvel hinn alrćmda Fischer viđbótartíma burt. Líkast til er ţó meirihluti skákmanna á ţví ađ viđbótartíminn sé af hinu góđa og ađ gćđi skákanna aukist. Útlit er fyrir ađ 4 +2 verđi ađ mestu leyti ofan á í almennu mótahaldi hérlendis en ţó má hafa í huga ađ lengri tímamörk ţýđa almennt fćrri umferđir.

En víkjum ţá ađ gangi mála. Eftir örlitla tćknihnökra ţar sem viđstaddir fengu aukiđ ráđrúm til ađ gćđa sér á jólakrćsingum (malt og appelsín er greinilega afar vinsćll drykkur hjá landanum) var parađ í fyrstu umferđ og balliđ hófst. Töluvert var um óvćnt úrslit fyrst um sinn og strax í fyrstu umferđ sigrađi Aron Ţór Mai (1686) Fide-meistarann Davíđ Kjartansson (2329) á fyrsta borđi. Á öđru borđi gerđi Kristófer Ómarsson (1659) slíkt hiđ sama gegn Fide-meistaranum Don Roberto Lagerman (2250) og ţađ međ svörtu! Harla óvenjulegt ađ sjá slík úrslit á tveimur efstu borđunum í móti sem ţessu.

Áfram gerđust óvćntir hlutir í annari umferđ ţví á ţremur efstu borđunum sigrađi stigalćgri keppandinn ţann stigahćrri; Arnaldur Loftsson (1927) vann Omar Salama (2234), Dawid Kolka (1903) lagđi Pál Agnar Ţórarinsson (2161) og Helgi Brynjarsson (1925) hafđi betur gegn Ţorvarđi F. Ólafssyni (2140). Ţegar á leiđ virtust ţó hinir stigahćstu hrökkva í gírinn og um miđbik móts fór kunnugleg stađa ađ sjást í toppbaráttunni. Ađ sex umferđum loknum leiddi hinn dularfulli og eitilharđi Stefán Bergsson (2104) međ fullu húsi vinninga sem verđur ađ teljast ansi gott.

Síđustu ţrjár umferđirnar skáru hinsvegar endanlega úr um lokaröđ keppenda og eins og svo oft réđust úrslit ekki fyrr en í níundu og síđustu umferđ. Svo fór ađ Páll Agnar kom á fljúgandi siglingu eftir tapiđ í annari umferđ og gerđi ađeins eitt jafntefli eftir ţađ en vann allar ađrar viđureignir. Sigur gegn Omari í lokin tryggđi honum efsta sćtiđ međ 7,5 vinning. Omar, Don Roberto og stórmeistari kvenna Lenka Ptacnikova (2031) komu nćst međ 7 vinninga en ţeir tveir fyrrnefndu hlutu silfur og brons eftir stigaútreikning. Vel ađ verki stađiđ hjá Páli sem býr erlendis og sést ţví ekki mikiđ á mótum hérlendis. Omar og Don Roberto ţarf ekki ađ kynna fyrir neinum enda ţekktar hrađskákvélar.

Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga og eins og gengur hćkka sumir meira en ađrir á međan ađrir lćkka meira en hinir. Vert er ađ benda á góđan árangur hins unga Stephan Briem (1479) sem lauk keppni í 5. sćti međ 6,5 vinning og stigahćkkun upp á 82 Elo-stig. Sannarlega áhugasamur og eljusamur Kópavogspiltur ţar á ferđ.

Viđ í Taflfélagi Reykjavíkur ţökkum öllum fyrir ţátttökuna og óskum skákiđkendum nćr og fjćr gleđilegs nýs skákárs. Hlökkum til ađ hitta ykkur á nýju ári!

Myndskreytta frásögn má finna á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 285
  • Frá upphafi: 8764863

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 157
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband