Leita í fréttum mbl.is

Haraldur sigurvegari U-2000 mótsins

IMG_9021-1024x683Hinn reynslumikli Haraldur Baldursson (1957) sigrađi á U-2000 móti Taflfélags Reykjavíkur sem lauk síđastliđiđ miđvikudagskvöld. Haraldur hlaut 6,5 vinning í skákunum sjö, hálfum vinningi meira en Dawid Kolka (1907) sem varđ annar. Ţriđji međ 5,5 vinning varđ Hilmar Ţorsteinsson (1800). Ţetta er annađ áriđ í röđ sem Haraldur sigrar á U-2000 mótinu en ţar ađ auki vann hann eitt af mótunum ţegar ţau voru haldin á fyrri hluta síđasta áratugs.

Fjórir keppendur komu nćstir međ 5 vinninga hver, ţeirra á međal hinn ţrettán ára Blikapiltur, Stephan Briem (1594), en Stephan hefur veriđ á fljúgandi siglingu ađ undanförnu og rokiđ upp stigalista Fide. Ekkert lát virđist á uppgangi kappans ţví á U-2000 mótinu landađi hann tćplega 70 Elo-stigum. Sannarlega vel gert en góđur hluti keppenda á mótinu samanstóđ af yngri kynslóđinni sem lét ţá eldri og reyndari svitna verulega viđ skákborđin.

Ţrátt fyrir óvirkt loftrćstikerfi og nokkuđ sérstök loftgćđi í salarkynnum TR á miđvikudagskvöld eftir mikla notkun húsnćđisins ţann daginn var enginn skortur á töfrum skáklistarinnar ţar sem keppendur úđuđu út leikjum og brellum á reitunum köflóttu. Heilastarfsemi viđstaddra virtist ţví ekki bíđa tjón af völdum ţessara ađstćđna, a.m.k. ekki til skamms tíma. Ţegar blásiđ var til leiks höfđu Dawid Kolka (1907) og Kjartan Ingvarsson (1822) ţegar lokiđ sinni orrustu hvar Dawid hafđi betur međ hvítu mönnunum. Á ţeim tímapunkti var Dawid ţví einn efstur međ 6 vinninga og var Haraldur sá eini sem gat náđ honum ađ vinningum.

Ćriđ verkefni beiđ Haraldar sem hafđi hvítt gegn hinum eitilharđa Jon Olav Fivelstad (1918) sem kallar einfaldlega ekki allt ömmu sína, enda vćri frekar skrýtiđ ađ gera ţađ. Úr varđ mjög svo spennandi viđureign sem einkenndist af stöđulegri baráttu ţar sem leiđ lá út í endatafl ţar sem hvor hafđi riddara og jafnmörg peđ á hvorum vćng fyrir sig. Ţegar tími keppenda var orđinn naumur henti Haraldur jafnteflisbođi í loftiđ sem Jon Olav hafnađi snarlega ţrátt fyrri ađ vera međ innan viđ mínútu á klukkunni. Svo fór ađ neitunin varđ honum ađ falli, ef svo má ađ orđi komast, og eftir ađ hafa tekiđ áhćttuna á ađ sćkja sigurinn fékk Haraldur líkast til unna en ţó vandteflda stöđu. Ţađ var viđ hćfi ađ viđureign ţeirra félaga var síđasta skák mótsins til ađ klárast en langleiđina gengiđ í miđnćtti sigldi Haraldur sigrinum í höfn og skaust ţar međ upp í efsta sćtiđ.

Á ţriđja borđi sigrađi Hilmar hinn beinskeytta Friđgeir Hólm (1739) nokkuđ örugglega en Friđgeir á ţađ til ađ tefla alltof hratt og ekki vafamál ađ međ smá bremsu kćmi hans rétti styrkleiki betur í ljós. Hafđi hann reyndar á orđi eftir mót ađ hann kynni ekki ađ tefla hćgar en ekki var skákstjóri alveg tilbúinn í ađ taka undir ţá fullyrđingu. Međ sigrinum innsiglađi Hilmar gott mót ţar sem hann tekur inn stigahćkkun upp á tćp 50 Elo-stig. Vel gert hjá kauđa sem hefur veriđ ađ sýna sig á skákmótum á nýjan leik eftir nokkurt hlé, sjálfsagt vegna náms eđa annarrar vitleysu.

Eins og ávallt voru margar viđureignir spennandi og skemmtilegar og eitthvađ af athyglisverđum úrslitum litu dagsins ljós. Má ţar til dćmis nefna sigur Ingvars Egils Vignissonar (1554) međ svörtu gegn Páli Ţórssyni (1771) ţar sem Páll tefldi líflega og fórnađi manni fyrir peđ á e6 á ţeim forsendum ađ svartur var ekki búinn ađ hrókfćra. Örlítiđ vantađi ţó upp á sóknina og náđi Ingvar ađ verjast áhlaupinu og snúa leiknum sér í hag. Gott mót hjá Ingvari Agli sem hlaut 4 vinninga og tryggđi sér aukaverđlaun fyrir besta samanlagđan árangur í U-2000 mótinu og Skákţingi Garđabćjar.

Hinn ungi Atli Mar Baldursson (1203) var óheppinn ađ vinna ekki Smára Arnarson í gríđarlega opinni og hćttulegri stöđu ţar sem einn rangur leikur gat hreinlega kostađ skákina. Svo fór ađ Atli missteig sig en ţađ er ljóst ađ ţarna fer piltur sem er í mikilli framför. Úrslit kvöldsins voru ţó án nokkurs vafa sigur Péturs Jóhannessonar á félaga sínum Björgvini Kristbergssyni međ svörtu mönnunum. Skipti engum togum ađ Pétur blés til mikillar sóknar, vann mann og strax í kjölfariđ drottningu Björgvins en ţar lét Pétur ekki stađar numiđ heldur lagđi upp vígalegt mátnet og gat Björgvin lítiđ gert og sá ţví sćng sína uppreidda (einmitt – ekki útbreidda). Ekki fór framhjá nokkrum viđstöddum ađ Björgvin var alls ekki sáttur viđ ţessa niđurstöđu og eftir nokkur föđur- og móđurleg orđ skákstjóra og Birnu nokkurrar héldu ţeir félagar saman út í nóttina.

Ef litiđ er á mestu stigahćkkanir keppenda sést ađ Dawid, Stephan, Ólafur Evert Úlfsson (1464), Arnar Milutin Heiđarsson (1358), Jóhann Bernhard Jóhannsson (1426), Benedikt Briem (1077) og Freyja Birkisdóttir (1186) hćkkuđu öll um meira en 50 Elo-stig.

Afar skemmtilegu og vel skipuđu U-2000 móti er ţví lokiđ í ár en tvöfallt fleiri keppendur tóku ţátt í mótinu nú heldur en í fyrra. Börn, fullorđnir ásamt “nýjum” keppendum sýna vel ađ U-2000 mótiđ er sannarlega komiđ til ađ vera og má fullyrđa hér ađ leikar verđa endurteknir ađ ári liđnu. Taflfélag Reykjavíkur ţakkar öllum fyrir ţátttökuna og óskar verđlaunahöfum til hamingju.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 8764854

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband