Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Gríđarlega mikil taugaspenna á úrslitastundu

G5110IC1OMagnús Carlsen varđi heimsmeistaratitilinn í skák međ ţví ađ vinna atskákhluta einvígisins 3:1 og einvígiđ samtals 9:7. Hann knúđi fram sigur í síđustu skákinni međ glćsilegri drottningarfórn. Carlsen vann 15. einvígisskák sína og ţá 16. viđ Sergei Karjakin skömmu fyrir miđnćtti ađ íslenskum tíma.

Gríđarleg taugaspenna einkenndi skákirnar í gćr en ţćr hófust kl. 19 ađ íslenskum tíma og virtist norski heimsmeistarinn, sem varđ 26 ára ţennan dag, stađráđinn í ađ vinna en mćtti ađ venju harđvítugri mótspyrnu. Skákirnar vöktu mikla athygli um allan heim og voru t.a.m. sýndar á risatjaldi á Times square í New York.

Kvöldiđ hófst á fjórum atskákum međ tímamörkunum 25 10 en síđan var gert ráđ fyrir tveim hrađskákum, 5 3 ef ekki fengjust úrslit og loks bráđabanaskák. Carlsen var yfirleitt međ betri tíma og í 2. skákinni í gćr munađi á köflum á ţeim um tíu mínútum. Fyrsta skákin, sú ţrettánda í einvíginu, var fremur bragđdauf og lauk međ jafntefli eftir 37 leiki en í ţeirri nćstu dró til tíđinda:

14. einvígisskák:

Magnús Carlsen – Sergei Karjakin

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. 0-0 Rf6 5. d3 0-0 6. a4 a6 7. c3 d6 8. He1 Ba7 9. h3 Re7 10. d4 Rg6 11. Rbd2 c6 12. Bf1 a5 13. dxe5 dxe5 14. Dc2 Be6 15. Rc4 Dc7 16. b4!?

Reynir ađ ţenja út svćđi sitt á drottningarvćng.

16.... axb4 17. cxb4 b5!?

Karjakin hefđi betur sleppt ţessu ţó ađ leikurinn sé freistandi ţar sem lúmsk gildra leynist í stöđunni, 18. axb5 Bxf2+! og hrókurinn á a1 stendur valdlaus eftir.

18. Re3! bxa4 19. Hxa4

Tímamismunur 10 mínútur Carlsen í vil.

19.... Bxe3!? 20. Bxe3

Fórnar e-peđinu en öruggara var 20. Hxe3. 

20.... Hxa4 21. Dxa4 Rxe4 22. Hc1 Bd5 23. b5

23.... cxb5?!

Sú ákvörđun ađ leysa upp stöđuna og tefla međ hrók og peđi á móti tveim léttum var vafasöm en tíminn var ađ styttast hjá Karjakin.

24. dxe4 Dxc1 25. Dxd5 Dc7 26. Dxb5 Hb8 27. Dd5 Hd8 28. Db3 Hb8 29. Da2 h6 30. Dd5 De7 31. De4 Df6 32. g3 Hc8 33. Bd3 Dc6 34. Df5 He8 35. Be4 De6 36. Dh5 Re7?

37. Dxe5

Magnús var fljótur ađ grípa e-peđiđ en hann gat unniđ međ 37. Rg5! Df6 (37.... hxg5 tapar eftir 38. Dh7+ Kf8 39. Dh8+ Rg8 40. Bc5+ He7 41. Bh7.) 38. Bh7+ Kf8 39. Bd3 Kg8 40. Rxf7! Dxf7 41. Bc4! o. s.frv.

37. .. Dxe5 38. Rxe5 Rg6 39. Bxg6 Hxe5 40. Bd3

Ţessa stöđu međ tvo biskupa ćtti ađ vera hćgt ađ vinna en í framhaldinu lék Magnús af sér f-peđinu og varđ ađ sćtta sig viđ jafntefli eftir 84 leiki.

En hann var ekki af baki dottinn og tefldi af miklum ţrótti í nćstu skák:

New York 2016; 15. einvígisskák:

Sergei Karjakin – Magnús Carlsen

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. d3 b5 7. Bb3 d6 8. a3 0-0 9. Rc3 Ra5 10. Ba2 Be6 11. b4 Rc6 12. Rd5 Rd4 13. Rg5 Bxd5 14. exd5 Rd7 15. Re4 f5 16. Rd2 f4 17. c3 Rf5 18. Re4 De8 19. Bb3 Dg6 20. f3 Bh4 21. a4 Rf6 22. De2 a5 23. axb5 axb4 24. Bd2 bxc3 25. Bxc3 Re3 26. Hfc1 Hxa1 27. Hxa1 De8 28. Bc4 Kh8 29. Rxf6 Bxf6 30. Ha3

G5110IC0E30.... e4 31. dxe4 Bxc3 32. Hxc3 De5 33. Hc1 Ha8 34. h3 h6 35. Kh2 Dd4 36. De1 Db2 37. Bf1 Ha2 38. Hxc7??

Mistök í miklu tímahraki. Hann gat varist međ 38. Hb1.

38.... Ha1!

– og Karjakin gafst upp.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 1. desember 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 12
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 179
  • Frá upphafi: 8764024

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 148
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband