Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Ingvar Ţór Jóhannesson efstur á haustmóti TR

IŢJSkoski leikurinn er valkostur sem hvítur hefur eftir tvo hefđbundna kóngspeđsleiki, 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 og nú kemur sá skoski, 3. d4. Lengi vel ţótti ţessi leikađferđ ekkert sérlega vćnleg til árangurs eđa ţar til Kasparov tók af skariđ í fimmta heimsmeistaraeinvígi sínu viđ Karpov í New York og Lyon áriđ 1990 og beitti skoska leiknum í fyrsta skipti á ferlinum. Sumir hafa haldiđ ţví fram ađ hann hafi ţá veriđ búinn ađ kynna sér viđureignir helstu bréfskákmanna heims. Hann vann altént mikilvćgan sigur og síđan einvígiđ. Síđan ţá hafa margar hugmyndir komiđ fram og í efsta flokki haustmóts Taflfélags Reykjavíkur sem nú stendur yfir sást nýstárlegt bragđ sprottiđ upp úr skoska leiknum:

Haustmót TR 2016; 2. umferđ:

Ţorvarđur Ólafsson – Björgvin Víglundsson

Skoskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Bc5 5. Be3 Df6 6. Rb5!?

Sjaldséđur leikur og stórhćttulegur ef svartur er ekki vel međ á nótunum.

6. ... Bxe3 7. fxe3 Dh4+

Liggur beinast viđ en öruggast er 7. ... Dd8 8. Dg4 g6 o.s.frv.

8. g3 Dxe4 9. Rxc7+ Kd8 10. Rxa8 Dxh1 11. Dd6 Rf6 12. Rd2 Dd5

Liggur beinast viđ en 12. ... Re8 kom einnig til greina.

13. Dc7+ Ke7

GI310BDFM14. O-O-O! Dxa2?

Tapleikurinn. Eftir 14. ... Dc5! getur svartur varist.

15. Rb3! He8 16. Dd6+ Kd8 17. Dc7+ Ke7 18. Dd6+ Kd8 19. Bb5 Re4 20. Dc7+ Ke7 21. Hd5!

 

 

 

 

GI310BDFQLaglegur lokahnykkur. Björgvin gafst upp ţví hann sá fram á ađ 21. ... Kf8 er svarađ međ 22. Bxc6 bxc6 23. Ha5! og drottningin fellur.

Í A-riđli haustmótsins vekur frammistađa hins 13 ára Vignis Vatnars mesta athygli en hann er í 2. sćti eftir ţrjá sigra í röđ, á inni myndarlega stigahćkkun og verđur vćntanlega međ í kringum 2300 elo-stig á nćsta lista FIDE. Hann tekur ţátt í opnu alţjóđlegu móti í Uppsala í Svíţjóđ í lok mánađarins ásamt ţeim Degi Ragnarssyni og Oliver Aron Jóhannessyni. Telja má afar líklegt ađ Vignir Vatnar verđi skákmeistari TR í ár ţar sem helstu keppinautar hans eru í öđrum skákfélögum. Stađan ţegar tvćr umferđir eru eftir:

1. Ingvar Ţór Jóhannesson 5 ˝ v. (af 7) 2. Vignir Vatnar Stefánsson 5 v. 3. Dagur Ragnarsson 4 v. 4. – 6. Oliver Aron Jóhannesson, Jón Trausti Harđarson og Björgvin Víglundsson 4 v. 7. Ţorvarđur Óafsson 3 ˝ v. 8. Hrafn Loftsson 2 ˝ v. 9. – 10. Gauti Páll Jónsson og Birkir Karl Sigurđsson 1 v.

Í B-riđli er Aron Ţór Mai efstur međ 5 ˝ v. af sjö mögulegum og í opna flokknum er Ólafur Evert Úlfsson efstur međ fullt hús, 7 vinninga af sjö mögulegum. 

Nepo vann Tal-mótiđ

Rússneski stórmeistarinn Jan Nepomniachtchi sigrađi á minningarmótinu um Mikhail Tal sem lauk í Moskvu á dögunum. Hann náđi snemma forystunni og hélt henni út allt mótiđ. Lokaniđurstađan varđ ţessi: 

1. Nepomniachtchi 6 v. ( af 9) 2. Girki 5 ˝ v. 3. – 4. Aronjan og Anand 5 v. 5. – 8. Svidler, Li Chao, Kramnik og Mamedyarov 4 ˝ v. 9. Tomashevsky 3 ˝ v. 10. Gelfand 2 v.

TR og Huginn eigast viđ á Sólon í dag

Úrslitaviđureign Íslandsmóts skákfélaga í hrađskák fer fram í dag og eins og viđ mátti búast mćtast sveitir Taflfélags Reykjavíkur og Hugins í úrslitaviđureigninni. Teflt er á sex borđum, tvöföld umferđ. Keppnin fer fram á 2. hćđ veitingstađarins Sólon viđ Bankastrćti og hefst kl. 14 í dag.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 15. október 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 8764610

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 131
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband