Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Sögulegur sigur Bandaríkjamanna

GO51077IGBandaríkjamenn unnu sögulegan sigur í opnum flokki Ólympíuskákmótsins í Bakú á ţriđjudaginn ţegar liđiđ vann öfluga sveit Kanada, 2˝:1˝, en keppinautar ţeirra Úkraínumenn unnu einnig. Bandaríkjamenn og Úkraínumenn hlutu 20 stig en ţeir fyrrnefndu voru mun hćrri á mótsstigum. Rússar urđu svo í ţriđja sćti. Bandaríkjamenn unnu gulliđ síđast í Haifa áriđ 1976 og sigruđu ţrisvar á millistríđsárunum, 1933, 1935 og 1937. Bandaríska skáksambandiđ lagđi mikiđ undir ađ ţessu sinni og sigurinn var sannfćrandi og sanngjarn, en sveitina skipuđu Fabiano Caruana, Hikaru Nakamura, Wesley So, Samuel Shankland og Ray Robson.

Í kvennaflokki stađfestu Kínverjar yfirburđi sína og unnu Rússa í lokaumferđinni 2˝:1˝. Kínverjar hlutu 20 stig, Pólverjar urđu í 2. sćti og Úkraína í 3. sćti en báđar ţjóđirnar fengu 17 stig.

Segja má ađ íslenska liđiđ í opna flokknum hafi botnađ á kolvitlausum tíma; 60. sćti er ekki viđunandi niđurstađa. Sá sem ţessar línur ritar er ekki mikill ađdáandi ţeirra breytinga sem gerđar voru á keppninni fyrir nokkrum árum; viđ ţađ ađ fćkka umferđum úr ţrettán í ellefu og láta stig gilda er hćttan sú ađ ýmsar niđurstöđur verđi full tilviljanakenndar. En lengi var íslenska sveitin á réttri leiđ og tókst ţađ sem ađ var stefnt – ađ komast í góđ fćri fyrir lokasprettinn – en ţađ hafđist međ góđum sigri á Slóvakíu í 8. umferđ. En í lokaumferđunum ţremur gekk allt á afturfótunum og sveitin fékk ađeins eitt stig.

Hćgt er ađ tína til ýmislegt sem betur hefđi mátt fara en ţess má geta ađ ţrír af fimm liđsmönnum bćttu ćtlađan árangur sinn og frammistađa Hjörvars Steins Grétarssonar var međ ágćtum. Hvorki honum né Braga Ţorfinnssyni tókst ţó ađ fylgja eftir frábćrri byrjun, en Hjörvar var látinn tefla međ svart í fimm af sex síđustu skákum sínum og jafnteflistilbođ sem hann fékk í betri stöđu í nćstsíđustu umferđ kallađi á ađ liđsstjórinn svarađi međ afdráttarlausum hćtti en hann kaus ađ varpa ábyrgđinni frá sér. Ţá var hinn öflugi stórmeistari Jóhann Hjartarson hvíldur fjórum sinnum, sem var sérkennileg ráđstöfun ţegar litiđ er til ţess ađ á EM í fyrra tefldi hann allar skákirnar fyrir liđ sitt og stóđ sig glimrandi vel. Hannes Hlífar var ekki sannfćrandi á 1. borđi, vann ađeins tvćr skákir í upphafi móts gegn andstćđingum međ í kringum 2.200 Elo-stig. Ingvari Ţór Jóhannessyni liđsstjóra tókst vel upp međ íslenska liđiđ á EM í fyrra en var ekki farsćll í Bakú.

Árangur liđsmanna, vinningar og reiknađur árangur var ţessi:

1. borđ: Hannes Hlífar Stefánsson 5 v. af 10 – 2.537 Elo

2. borđ: Hjörvar Steinn Grétarsson 7 v. af 10 – 2.617 Elo.

3. borđ: Jóhann Hjartarson 3˝ v. af 7 – 2.472 Elo.

4. borđ: Guđmundur Kjartansson 5 v. af 9 – 2.466 Elo.

1. varamađur: Bragi Ţorfinnsson 5 v. af 8 – 2.469 Elo.

GO5107862Íslenska kvennaliđiđ hafnađi um mitt mót, eđa í 78. sćti. Lenka Ptacnikova hefur um langa hríđ veriđ akkeriđ í ţessu liđi og ágćtur grunnur Hallgerđar Helgu Ţorsteinsdóttur skilađi stigahćkkun upp á 35 Elo-stig. Hrund Hauksdóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttur bćttu báđar ćtlađan árangur sinn en Guđlaug Ţorsteinsdóttir var langt frá sínu besta. Ţegar allt er tekiđ saman skilađi liđstjóri kvennaliđsins, Björn Ívar Karlsson, góđu verki.

Árangur liđsins var ţessi:

1. borđ: Lenka Ptacnikova 7 v. af 11 – 2.276 Elo

2. borđ: Guđlaug Ţorsteinsdóttir 2 v. af 9 – 1.893 Elo.

3. borđ: Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir 6˝ v. af 10 – 2.135 Elo.

4. borđ: Hrund Hauksdóttir 2˝ v. af 6 – 1.846 Elo.

1. varamađur: Veronika Steinunn Magnúsdóttir 2˝ v. af 6 – 1.802 Elo.

 

Torre hetja Ólympíumótsins

Ólympíuskákmótin eru gríđarlega stór viđburđur ţar sem saman safnast skákmenn úr öllum heimshornum undir kjörorđi FIDE, Gens una sumus – Viđ erum ein fjölskylda. Athyglin beinist oft ađ ţeim sem fremst standa á hverjum tíma. Heimsmeistarinn Magnús Carlsen hóf mótiđ á byrjunarleik sem ekki sést oft, 1. e2-e3. Hann fékk 7˝ vinning af 10 mögulegum og var taplaus. Andstćđingur hans í HM-einvíginu í New York í haust, Sergei Karjakin, hlaut sex vinninga úr níu skákum. 

Filippseyingurinn Eugenio Torre, góđvinur og velgjörđarmađur Bobby Fischer, er 64 ára gamall og tefldi á sínu fyrsta Ólympíumóti í Siegen í V-Ţýskalandi áriđ 1970. Hann var fyrsti stórmeistari Asíu eftir árangur á Ól í Nice í Frakklandi sumariđ 1974. Hann tefldi á sínu 23 Ólympíumóti, sem er ţátttökumet. Frammistađa hans í Bakú verđur lengi í minnum höfđ; hann hlaut flesta vinninga allra keppenda, 10 vinninga af ellefu mögulegum, árangur sem reiknast upp á 2.836 Elo stig.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 15. september 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 8764885

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband