Leita í fréttum mbl.is

Norđurlandamótiđ byrjar vel! Danir og Finnar lagđir af velli.

Norđurlandamót barnaskóla- og unglingasveita hófst í dag í Holmenkollen í Noregi. Vel gekk hjá Íslensku liđunum. Skipulagningin hjá Norsurum er alveg upp á tíu, hóteliđ frábćrt og ađstćđur eins og best vćri á kosiđ.

Andstćđingar dagsins í dag voru Danir og Finnar. Danir eru ţriđju sterkustu á pappírnum og ţví voru úrslit dagsins svo sannarlega ánćgjuleg fyrir Hörđuvalla drengi. Finnar eru lćgst skrifađir í unglingaflokknum, og var ţví um algjöran skyldusigur ađ rćđa hjá Álfhólsskóla.

 

Ţó svo ađ í enda dags litu ţetta út sem ţćgilegir og öruggir sigrar, ţá get ég ekki sagt annađ en ađ ég hafi um tíma veriđ ansi órólegur um ađ viđ myndum ekki knýja fram sigur í báđum viđureignum.

 

Hörđuvallaskóli 3 ˝ - Danir ˝

 

Danir voru sýnd veiđi en ekki gefin, og ţrátt fyrir ađ vera međ tvo stigalausa á ţriđja og fjórđa borđi, sýndu ţeir svo sannarlega í dag ađ ţeir kunna vel ađ tefla. Á fyrsta borđi mćtti hinn ţaulreyndi Vignir Vatnar honum Andreas Skovgaard (1852) , Vignir fékk mjög ţćgilega stöđu úr byrjuninni en hleypti Andreas fullmikiđ inn í skákina á ákveđnum tímapunkti en Vignir sýndi ţađ enn og aftur hversu frábćr skákmađur hann er. Á öđru borđi var bróđir hans Emil Skovgaard (1690) en annađ borđiđ, var eina borđiđ ţar sem viđ vorum stigalćgri og ţví var ljóst ađ viđ ramman reip var ađ draga fyrir Stephan Briem.

 

1.borđ:  Andreas-Vignir

 

Vignir jafnađi tafliđ nokkuđ fljótt međ svörtu mönnunum, og snemma í skákinni var verulega fariđ ađ halla á tímann hjá Andreas. Vignir bauđ Andreas í Blumenfield Gambit en Andreas afţakkađi bođiđ pent, og átti Vignir í engum vandrćđum í byrjuninni. Eins og áđur hefur komiđ fram, komst Andreas inn í skákina á vissu tímabili, en ţó hafđi undirritađur aldrei neinar sérstakar áhyggjur á ađ Vignir myndi ekki sigla vinningnum í höfn.
Ágćt skák hjá Vigni en var ţó heppinn ađ andstćđingur hans refsađi honum ekki meira en raun bar vitni.

 

2.borđ: Stephan-Emil

 

Stephan tefldi ţessa skák virkilega “solid” og hélt dambi í skákinni allan tímann en náđi ţó aldrei ađ fá almennilegt frumkvćđi. Stađan var ávallt í dýnamísku jafnvćgi en ţó hefđi Stephan getađ leikiđ 27.b4!
Gott jafntefli var niđurstađan úr ţessari skák.

 

3.borđ : Krćmmer-Sverrir

 

Sverrir tefldi byrjunina ónákvćmt og var snemma kominn peđi undir.
Hins vegar reyndist 14.Bc8 hjá Sverri tryggja honum sigur í skákinni, en ţar trixađi hann Danann í ađ drepa eitrađ peđ sem varđ ţess valdandi ađ hvítur missti drottninguna. 14.Bc8 15.Dxc6 15. Bxh2 +!!!

Ţrátt fyrir dapra byrjunartaflmennsku hjá Sverri ţá náđi hann í sigurinn sem skiptir jú öllu máli.

 

4.borđ :  Arnar Milutin-Mathias

 

Arnar beitti London system gegn Mathias og fékk mjög ţćgilega stöđu úr byrjuninni. Arnar var snemma kominn međ betri stöđu, og var hans sigur virkilega verđskuldađur. Flott skák hjá Arnari.

 

Frábćr úrslit 3 ˝ - ˝ er ţá stađreynd gegn frćndum okkar. Ţó hefđu ţessi úrslit alveg getađ snúist viđ á hinn bóginn en ţađ sýnir ákveđiđ styrkleikamerki ađ sigra svona sannfćrandi án ţess ađ menn séu á sínum besta degi!
Strákarnir eiga nóg inn,i ég er sannfćrđur um ţađ.

 

2.umferđ gćti reynst sú mikilvćgasta í mótinu en ţar mćtum viđ Svíum og eru ţeir mjög sterkir á pappírnum. Ţeir eru međ gríđarlega sterkan fyrsta borđs mann Joakim Nilsson (2012) og svo eru ţeir međ ţétta stráka á hinum borđunum sem eru allir međ yfir 1500 stig. Á pappírunum ćtti ţetta ađ verđa mjög spennandi viđureign og gćti skipt sköpum ađ móti loknu.

Ég hef fulla trú á ţví ađ strákarnir munu ekki bregđast á morgun, og er ég mjög bjartsýnn á Íslenskan sigur.

 

Ísland 3 – Finnland 1

 

Liđsmenn Álfhólsskóla voru sáttir međ pörun fyrstu umferđar, en ţar mćttum viđ eina liđinu sem eru veikari en viđ á pappírnum. Ţeir eru einungis međ einn stigamann. Ég var bjartsýnn fyrir viđureignina.

 

1.borđ : Dawid – Mikaela (1717)

 

Dawid fékk yfirburđarstöđu eftir byrjunina, en hann tefldi uppskiptaafbrigđiđ í Spćnska leiknum. Mikaela varđist ţó vel eftir ađ hafa teflt byrjunina afleitlega, en Dawid sýndi flotta úrvinnslu og sigrađi skákina međ glćsibrag.

 

2.borđ : Kalle – Róbert Luu

 

Róbert hafđi svart gegn Kalle. Róbert ákvađ ađ tefla Skandinavann viđ litla hrifningu ţjálfara síns...:) Upp kom leiđinleg stađa sem erfitt var ađ brjóta upp, en Róbert vann peđ í miđtaflinu en sá ţó engar sigurleiđir fyrir svartan. Hins vegar fór Róbert í flotta peđasókn á kóngsvćng í endataflinu sem ađ lokum, skilađi ţessum mikilvćga sigri.

 

3.borđ : Halldór Atli – Egor

 

Ég veit ekki alveg hvađ skal segja um ţessa skák. Ţetta er ef til vill skák sem Halldór Atli vill gleyma sem allra fyrst. Skemmst er frá ţví ađ segja ađ hann tapađi skákinni á innan viđ korteri ţar sem hann lék af sér drottningunni.
Ţar sem ég ţekki Halldór Atla vel og hef veriđ kennarinn hans í nokkur ár, ţá veit ég ađ hann kemur tvíefldur til leiks í fyrramáliđ.

 

4.borđ : Martinez – Guđmundur Agnar

 

Guđmundur Agnar hafđi svart gegn Roberto Martinez (ekki landsliđsţjálfara Belgíu) , Agnar tefldi mjög óhefđbundna byrjun sem kom andstćđingnum algjörlega í opna skjöldu og reyndist ţetta hárrétt ađferđ hjá Agnari ađ koma andstćđing sínum á óvart. Skemmst er frá ţví ađ segja ađ Agnar tefldi ţessa skák alveg gríđarlega vel, og notađi hann tímann mjög vel, eitthvađ sem undirritađur hefur aldrei séđ hann gera áđur. Ţó fékk hann góđa ađstođ frá andstćđing sínum, sem ákvađ ađ gefa honum heilan biskup í verđlaun fyrir flotta taflmennsku í skákinni, eftir ţađ ţurfti ekki ađ spyrja ađ leikslokum.

 

3-1 sigur er ađ vissu leyti svekkjandi ţar sem ađ ég tel ađ viđ eigum í lang flestum tilfellum ađ sigra ţetta liđ 4-0 , og finnst mér ansi ólíklegt ađ mörg liđ muni missa vinninga á móti ţessu liđi.

 

Andstćđingar okkar á morgun eru Noregur 1 en ţeir eru sterkasta liđiđ á pappírnum.  Ţađ verđur virkilega erfiđ viđureign en ţeir eru međ međalstig 1850 á međan ađ viđ erum međ rétt rúmlega 1500. Ţó má ekki gleyma ţví, ađ ELÓ-stig ein og sér hafa aldrei unniđ eina einustu skák!

 

Önnur umferđ hefst í fyrramáliđ klukkan 07:00 á íslenskum tíma, og ţví er tilvaliđ ađ vakna snemma og styđja strákana okkar!

 

Ţar til nćst.

 

  • Birkir Karl Sigurđsson

 

Beinar útsendingar: http://skole2016.nordisksjakk.no/en/live-games/

 

 

 

Hörđuvalla round 1Álfhóls round 1


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 187
  • Frá upphafi: 8764058

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband