Leita í fréttum mbl.is

Hannes og Hallgerđur efst á sterku skákmóti Hróksins á Stofunni

Verđlaunahafar á skákmóti Hróksins á Stofunni, ásamt Kristjönu Guđmundsdóttur Motzfeldt sem afhenti verđlaunin.

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson varđ efstur á mjög sterku skákmóti sem Hrókurinn og Stofan Café efndu til á fimmtudagskvöldiđ, í tilefni af Ólympíuskákmótinu sem hefst í Bakú í Aserbaídsjan í nćstu viku. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir sigrađi í kvennaflokki. Keppendur voru 32 og var mótiđ ćsispennandi og bráđskemmtilegt frá upphafi til enda. 

Helgi Hrafn Gunnarsson lék fyrsta leikinn fyrir Hannes gegn Jon Olav. Róbert Lagerman varaforseti Hróksins fylgist međ. Róbert verđur dómari á Ólympíumótinu í Bakú.

Helgi Hrafn Gunnarsson ţingmađur lék fyrsta leikinn á mótinu fyrir Hannes Hlífar gegn Jon Olav Fivelstad.  Hannes hefur orđiđ Íslandsmeistari tólf sinnum, oftar en nokkur annar, og hann tefldi af miklu öryggi á mótinu. Gođsögnin Jóhann Hjartarson veitti honum harđa keppni framan af, sem og stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson, en Hannes gaf engan höggstađ á sér. 

Bragi Ţorfinnsson og Jóhann Hjartarson. Ţađ segir sína sögu um hve Hróksmótiđ á Stofunni var vel skipađ ađ landsliđsmennirnir komust ekki á verđlaunapall.

Helgi Áss varđ í 2. sćti í karlaflokki og hinn ungi og bráđefnilegi Dagur Ragnarsson náđi bronsinu. 

Íslenska kvennalandsliđiđ tók ţátt í móti Hróksins á Stofunni. Ţćr eru á leiđ á Ólympíuskákmót í nćstu viku. Frá vinstri Guđlaug, Hrund, Lenka, Verónika og Hallgerđur.

Keppni var mjög tvísýn í kvennaflokki, enda allar landsliđskonurnar fimm međal keppenda, sem og Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir, fv. Íslandsmeistari. Leikar fóru svo ađ Hallgerđur Helga hreppti gulliđ, Lenka Ptacnikova silfriđ og Guđlaug Unnur Ţorsteinsdóttir bronsiđ. Ţćr skipa íslenska kvenna liđiđ á Ólympíumótinu í Bakú, ásamt Hrund Hauksdóttur og Veróniku Steinunni Magnúsdóttur. 

Ung og efnileg. Verónika Steinunn og Hrund er á leiđ á Ólympíumótiđ. Dagur Ragnarsson stóđ sig međ glćsibrag á Hróksmótinu og náđi 3. sćti.

Í mótslok afhenti Kristjana Guđmundsdóttir Motzfeldt, heiđursforseti Hróksins á Grćnlandi, verđlaun frá Stofunni og óskađi íslenska landsliđsfólkinu gćfu og gengis á Ólympíumótinu í Bakú. 

Liđsmenn Vinaskákfélagsins, Hörđur Jónasson og Hjálmar Hrafn Sigurvaldason, tóku ţátt í mótinu og stóđu sig međ miklum sóma.

Liđsmenn Hróksins hafa undanfarin misseri stađiđ fyrir mörgum viđburđum á Stofunni, Vesturgötu 3, og ţar er góđ ađstađa til skákiđkunar.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 277
  • Frá upphafi: 8764886

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband