Leita í fréttum mbl.is

Stórt start hjá SA 3. september

Nú ţegar sumri hallar fara kóngar og drottningar á kreik. Riddarar, biskupar og peđ. Og framhjáhlaupin byrja fyrir alvöru.

Viđ hjá Skákfélagi Akureyrar ćtlum ađ hleypa okkar taflmönnum á skeiđ á STÓRA STARTMÓTINU laugardaginn 3.september. Ţá er meiningin ađ kalla til leiks alla ţá sem peđi geta valdiđ og hafa minnsta grun um ţađ hvernig riddarin hoppar um taflborđiđ. Viđ stefnum ađ fjölmennasta móti norđan heiđa í áratugi - jafnvel aldir. Markmiđiđ er ađ ná saman minnst 40 ţátttakendum.

Stađur og stund: Íţróttahöllin viđ Skólastíg, ath gengiđ inn ađ sunnan um ađaldyr! Laugardaginn 3. september kl. 13.00

Á STÓRA STARTMÓTINU geta keppendur og gestir:

Kynnt sér haustdagskrá Skákfélagsins

Fengiđ sér kaffisopa

Skráđ sig í félagiđ eđa á vinalista á Facebook

Skráđ sig á mót eđa ađra viđburđi félagsins

Tekiđ eina bröndótta

Teflt ţrjár sjö mínútna skákir á Startmótinu - fyrri hluta

Gćtt sér á veitingum í hléi í góđra vina hópi

Teflt allar sjö skákirnar á Startmótinu - fyrri og seinni hluta

Ţeir sem vilja geta sumsé látiđ ţrjár skákir nćgja og hellt sér í veitingarnar eđa ef skákviljinn er brennandi, teflt til ţrautar allat umferđirnar sjö. Umhugsunartími fyrir hverja skák verđur 7 mínútur. 

Fjölmörg verđlaun verđa í bođi - ađallega ţó ánćgjan af ţví ađ tefla skák.

Sjáumst öll í höllinni laugardaginn 3. september!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 283
  • Frá upphafi: 8764892

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband