Leita í fréttum mbl.is

Ólympíufarinn: Kjartan Maack

Kjartan Maack

Ólympíuskákmótiđ fer fram 2.-13. september nk. í Bakú í Aserbaísjan. Nítján manns verđa í sendinefnd Íslands. Fram ađ móti verđa Ólympíufararnir kynntir - einn á dag.

Í dag kynnum viđ til leiks Kjartan Maack sem verđur fararstjóri hópsins.

Nafn?

Kjartan Maack

Aldur?

40 vetra

Hlutverk?

Fararstjóri. Fréttaflutningur. Aukinheldur mun ég bregđa mér í hvert ţađ hlutverk sem landsliđsfólk okkar ţarfnast hverju sinni.  

Uppáhalds íţróttafélag?

Taflfélag Reykjavíkur

Hvernig er undirbúningi ţínum fyrir mótiđ háttađ?

Ég byrja daginn á raddćfingum međ áherslu á framgómmćlt nefhljóđ, til ađ tryggja skýrleika í viđtölum viđ landsliđsfólk okkar í Baku. Ađ öđru leyti er undirbúningur minn međ hefđbundnu sniđi; sprettćfingar, hnébeygjur, upphífingar, jóga, hugleiđsla, uppbyggilegt matarćđi og nćgur svefn.

Hvenćr tókstu fyrst ţátt á Ólympíuskákmóti og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt?

Ég var liđsstjóri á Ólympíuskákmóti u16 í Slóvakíu í júlí síđastliđnum. Ţví er skammt stórra högga á milli á ţessu mikla Ólympíuári.

Getur ţú nefnt frćgan skákmann fćddan í Bakú?

Já.

Minnisstćđasta atvik á Ólympíuskákmóti?

Ţegar rússnesku bílstjórarnir tveir renndu í hlađ á hóteli u16 ólympíulandsliđsins í Búdapest fyrr á ţessu ári til ţess ađ keyra liđiđ til Poprad í Slóvakíu. Fyrr um morguninn höfđu ţeir sótt landsliđ Azerbaijan á flugvöllinn. Ţeir voru 3 klst ađ keyra frá flugvellinum ađ hótelinu, leiđ sem viđ fórum kvöldiđ áđur á 7 mínútum. Á leiđinni til Slóvakíu varđ rússnesku bílstjórunum reglulega uppsigađ viđ konuna í google maps appinu og fengum viđ ţví ađ dvelja aukalega í klukkustund um borđ í bifreiđ ţeirra félaga. Var ţađ fagnađarefni ţví fyrir vikiđ náđum viđ djúpri tengingu viđ rússneska dćgurlagatónlist. Azerarnir voru gjörsamlega úrvinda ţegar til Slóvakíu var komiđ, eftir ađ hafa setiđ í 8 klukkustundir í óloftkćldum bílnum. Enda voru ţeir heillum horfnir í mótinu, ţó innan rađa ţeirra vćri ungur heimsmeistari. Sökum línuskorts lćt ég vera ađ lýsa ţví er félagarnir tveir drápu á bílnum úti á miđri götu viđ lítinn fögnuđ slavneskra ökumanna, og voru drykklanga stund ađ finna út úr ţví hvernig koma skyldi bílgarminum aftur í gang. Ekki er međ öllu útilokađ ađ ađalpersónur í hinum merku sjónvarpsţáttum 'Klaufabárđarnir' séu byggđar á ţessum tveimur rússnesku atvinnubílstjórum. 

Er Kaspíahafiđ haf eđa stöđuvatn?

Ţađ er hafiđ yfir allan vafa ađ Kaspíahafiđ er ekki hafiđ sem margir telja ţađ vera, heldur ku ţađ vera rammsalt stöđuvatn.

Minnisstćđa skák á Ólympíuskákmóti og af hverju?

Minnisstćđasta skákin frá Ól u16 í Slóvakíu er skák Vignis Vatnars Stefánssonar á 1.borđi gegn Belgíu í 8.umferđ. Í jafnteflislegu mislitu biskupaendatafli smíđađi Vignir Vatnar sannkallađa stórmeistarafléttu sem fól í sér mannsfórn. Í kjölfariđ var allur vindur úr Belgum og Ísland vann 3,5-0,5. 

Hverjar eru ţínar vćntingar/vonir um gengi íslensku liđanna?

Ég vćnti ţess ađ landsliđin fari fram úr eigin vćntingum og allir fari heim međ vasa fulla af skákstigum. Jafnframt mun einhver ţurfa auka pláss í ferđatöskunni fyrir grjótharđan áfanga.

Í ljósi ţess ađ Björn Ţorfinnsson er ekki í Bakú-hópnum – hver verđur ađaltrúđur ferđarinnar?

Ég trúi ţví og treysti ađ Björn muni áfram sinna hlutverki sínu af kostgćfni í gegnum samfélagsmiđla. .  

Eitthvađ ađ lokum?

Gćtum ađ ţví hvađa hugsunum viđ gefum vćngi. Ţađ getur skipt sköpum viđ skákborđiđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 35
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 304
  • Frá upphafi: 8764882

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 172
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband