Leita í fréttum mbl.is

Glćsilegt Minningarmót Birnu Norđdahl á Reykhólum: Lenka og Jón L. efst 

Jón L. Árnason og Lenka Ptacnikova, sigurvegarar á Minningarmóti Birnu Norđdahl.
Íslandsmeistarinn Lenka Ptáčníková og stórmeistarinn Jón L. Árnason sigruđu á Minningarmóti Birnu Norđdahl á Reykhólum laugardaginn 20. ágúst. Keppendur komu hvađanćva af landinu og var mikil stemmning í íţróttahúsinu ţar sem mótiđ fór fram viđ frábćrar ađstćđur.

Stórmót. Frábćrar ađstćđur voru til taflmennsku í íţróttahúsinu á Reykhólum.

Mótiđ var haldiđ til ađ minnast Birnu E. Norđdahl (1919-2004) sem var brautryđjandi í kvennaskák á Íslandi. Birna var bóndi og listakona og fyrsta konan sem sögur fara af ađ hafi teflt á skákmóti hérlendis, áriđ 1940. Hún átti frumkvćđi og allan heiđur af ţví ađ íslensk kvennasveit fór í fyrsta skipti á Ólympíuskákmót, í Argentínu 1978.

Íslenskar landsliđskonur í skák voru heiđursgestir á mótinu á Reykhólum, og í ţeim hópi voru skákkonur sem tefldu međ Birnu á Ólympíumótum 1978 og 1980. Ţetta var hluti af upphitun kvennalandsliđsins fyrir Ólympíumótiđ í Bakú sem hefst eftir hálfa ađra viku.

Tefldar voru 8 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma og voru keppendur 37, ţar af fjórir stórmeistarar. Í kvennaflokki urđu Lenka Ptáčníková og Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir jafnar og efstar, en Lenka var hćrri á stigum. Guđlaug Ţorsteinsdóttir, sem varđ fyrst kvenna Íslandsmeistari, áriđ 1975, hreppti bronsiđ, en jafnar í 4.-7. sćti urđu Hrund Hauksdóttir, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Áslaug Kristinsdóttir og Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir. Ţćr Áslaug, Guđlaug og Sigurlaug voru allar í landsliđinu samtíđa Birnu, rétt eins og Svana Samúelsdóttir, sem tók núna ţátt í skákmóti eftir langt hlé.

Frumherjar. Svana Samúelsdóttir og Sigurlaug R. Frđţjófsdóttir tefldu međ Birnu Norđdahl í kvennasveit Íslands á ólympíumótum.

Í karlaflokki urđu Jón L. og Jóhann Hjartarson efstir og jafnir, en Jón var hćrri á stigum. Í ţriđja sćti varđ Hannes Hlífar Stefánsson, sem mun leiđa sveit Íslands á Ólympíumótinu í Bakú sem hefst núna í byrjun september.

Veronika Steinunn Magnúsdóttir og Finnur Árnason voru valin best klćddu keppendur mótsins.

 

Hrund og Veronika fengu verđlaun fyrir bestan árangur 20 ára og yngri, og heimamađurinn Guđjón D. Gunnarsson (betur ţekktur sem Dalli) varđ efstur skákmanna međ 2000 skákstig eđa minna.

Birna Norđdahl, nafna og barnabarn Birnu heitinnar ásamt heimamanninum Guđjóni D. Gunnarssyni, sem náđi bestum árangri skákmanna međ minna en 2000 skákstig,

Vegleg peningaverđlaun voru veitt á mótinu. Verđlaun í kvennaflokki voru íviđ hćrri en hjá körlunum, og er ţađ algjör nýbreytni á skákmótum. Ţađ var ađ frumkvćđi Finns Árnasonar forstjóra Ţörungaverksmiđjunnar á Reykhólum, sem styrkti mótiđ međ verulegu fjárframlagi. Auk ţess tefldi Finnur á mótinu, ţó ađ árangur hans ţar hafi kannski ekki veriđ alveg í takti viđ peningaframlagiđ.

Stórmeistarar í efstu sćtum í karlaflokki. Jóhann Hjartarson, Hannes H. Sefánsson og Jón L. Árnason taka viđ verđlaunum úr hendi Birnu Norđdahl yngri.

 

Fjölmenni var viđ setningu mótsins á Reykhólum í dag og ríkti afar góđur andi á mótinu. Samhliđa fór fram sýning á munum sem tengjast Birnu, bćđi listaverk eftir hana og verđlaunagripir hennar af skákmótum, sem og myndir sem tengjast sögu íslenskra skákkvenna.

Hlynur Ţór Magnússon sagnfrćđingur á Reykhólum, sem átti frumkvćđi ađ Minningarmóti Birnu flytur ávarp viđ setningu mótsins.

Viđ setningu mótsins flutti Hlynur Ţór Magnússon sagnfrćđingur á Reykhólum ávarp, en hann var frumkvöđull ađ mótinu og skipuleggjandi ásamt Skákfélaginu Hróknum. Setningarávarpiđ flutti Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitastjóri Reykhólahrepps, og svo lék Birna E. Norđdahl, barnabarn skákdrottningarinnar, fyrsta leikinn fyrir Hrund Hauksdóttur gegn Hannesi Hlífari.

Birna Norđdahl yngri leikur fyrsta leikinn fyrir Hrund Hauksdóttur gegn Hannesi H. Stefánssyni.

 

Mótiđ var afar skemmtilegt og spennandi frá upphafi og leikgleđin í fyrirrúmi. Heimamenn á Reykhólum og fjölskylda Birnu tóku virkan ţátt í hátíđinni og voru tvćr dćtur Birnu međal keppenda, ţćr Indiana Svala Ólafsdóttir og Anna María Ólafsdóttir.

Brynjar Pálmi Björnsson og Hrafn Jökulsson. Brynjar hlaut sérstaka viđurkenningu fyrir ómetanlega ađstođ viđ framkvćmd skákhátíđarinnar á Reykhólum.

Í mótslok ţakkađi Hrafn Jökulsson forseti Hróksins fjölskyldu Birnu, fólkinu á Reykhólum og í Reykhólahreppi, keppendum og bakhjörlum, en ţó sérstaklega Hlyni Ţór Magnússyni, fyrir frumkvćđiđ og frábćrt samstarf viđ skipulagningu hátíđarinnar. 

Krakkarnir á Reykhólum tóku virkan ţátt í skákhátíđinni.

 

Í tilefni af hátíđinni fćrđu Hrókurinn og Ţörungaverksmiđjan grunnskólanum á Reykhólum 10 taflsett ađ gjöf, og munu Hróksmenn efna til skákdaga í skólanum í haust. Mikill skákáhugi er međal barna og ungmenna á Reykhólum og tóku ţau virkan ţátt í hátíđinni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 278
  • Frá upphafi: 8764887

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband