Leita í fréttum mbl.is

Pistill frá Slóvakíu - ţriđji hluti

Kjartan Maack

Í fyrradag birtist fyrsti hluti pistils Kjartans Maack um Ólympíuskákmót 16 ára og yngri. Í gćr var birist svo annar hluti pistilins.

Í dag er ţriđji hluti birtur ţar sem fjallađ er um umferđir 4-5. 

-------------- 

Ólympíumót ungmenna yngri en 16 ára fer fram í Poprad, Slóvakíu dagana 22.júlí -29.júlí. Landsliđiđ er ţannig skipađ: 1.Vignir Vatnar Stefánsson (2171) 2.Bárđur Örn Birkisson (2048) 3.Björn Hólm Birkisson (1977) 4.Hilmir Freyr Heimisson (1974) 5.Svava Ţorsteinsdóttir (1313).  

4.umferđ – S Afríka 2 (11/2 - 21/2)

Daginn fyrir brottför frá Íslandi fékk liđsstjóri símhringingu frá hinum reynslumikla skákţjálfara, Torfa Leóssyni, sem eitt sinn stóđ í sömu sporum og stýrđi u16 ára landsliđi Íslands á Ólympíumóti. Torfi varađi sérstaklega viđ skákmönnum frá S-Afríku sem hann sagđi međ alltof lág stig miđađ viđ styrkleika. Liđsstjórinn reyndi ađ koma ţessum skilabođum áleiđis til liđsmanna en hefur trúlega ekki lagt nógu mikla áherslu á ţetta. Verandi talsvert stigahćrri mćttum viđ sigurviss til leiks. Bárđur hvíldi. Fljótlega varđ ljóst ađ viđureignin yrđi hnífjöfn ţví stöđurnar voru óljósar á öllum borđum, ef eitthvađ var hallađi á okkar liđ. Svava lenti í vandrćđum á 4.borđi og Vignir fékk ekki úr miklu ađ mođa á 1.borđi. Björn lék svo af sér og tapađi, og Svava tapađi sinni skák slysalega. Vignir reyndi ađ kreista fram vinning úr jafnri stöđu en allt kom fyrir ekki og jafntefli varđ niđurstađan. Viđ vorum ţví ađeins međ hálfan vinning eftir ţrjár skákir og ljóst ađ viđureignin myndi tapast. Ţađ var ţví huggun harmi gegn er Hilmir náđi ađ snúa á andstćđing sinn og vinna sína skák. Ţetta tap gegn S-Afríku var mikiđ högg og sporin heim voru afar ţung.

Ţegar heim á hótel var komiđ var fyrirskipunin einföld; skák bönnuđ ţar til morguninn eftir. Landsliđsmenn reimuđu ţess í stađ á sig skó og héldu út í kvöldiđ međ fótbolta og körfubolta. Mörgum körfum, mörkum og tilţrifum síđar höfđu allir náđ ađ skila vonbrigđum dagsins út um svitaholurnar. Á leiđinni tilbaka fórum viđ yfir stöđuna og yfir hvađ ţarf ađ gera til ađ snúa viđ blađinu. Liđsmenn brugđust vel viđ ţví ţađ var allt annađ yfirbragđ á liđinu sem mćtti daginn eftir gegn S-Afríku 3.

 

5.umferđ – S Afríka 3 (4 – 0)

Liđ S-Afríku 3 var eingöngu skipađ stúlkum sem allar voru mun stigalćgri en okkar liđsmenn. Svava hvíldi í ţessari viđureign. Liđsstjóra ţótti erfitt ađ taka ţá ákvörđun ţví Svava hefđi fengiđ mjög ákjósanlegan andstćđing. Hins vegar ţótti liđsstjóra brýnt ađ stilla upp bćđi Birni og Vigni eftir vonbrigđi gćrdagsins. Ţessi viđureign var kjörin til ţess ađ tefla sig í gang aftur. Hilmir var taplaus og Bárđur vel hvíldur, ţví kom ekki til greina ađ hvíla ţá aftur. Ţess vegna var sterkasta liđinu stillt upp gegn veikasta andstćđingi okkar til ţessa. Vanmat var hvergi sjáanlegt hjá ţeim sem tefldu í ţessari viđureign enda var sigurinn afar öruggur, 4-0. Allir sátu viđ borđiđ nćr alla viđureignina og ţegar stöđur urđu vćnlegar héldu allir áfram ađ vanda hvern einasta leik. Vignir Vatnar vann mann nokkuđ fljótt og stuttu síđar skákina. Hilmir beitti brögđum á 4.borđi og vann líka örugglega međ ţví ađ máta svarta kónginn á h5 međ biskupi sínum á e2. Ţeir brćđur Björn og Bárđur sýndu fádćma ţolinmćđi og yfirvegun ţví ţeir tryggđu sinn sigur ekki fyrr en seint í skákunum. Ţó vissulega hafi krafan veriđ 4-0 sigur gegn ţessum mun veikari andstćđingi, ţá var liđsstjórinn afar ánćgđur međ hvernig liđsmenn nálguđust verkefniđ.

 

Kjartan Maack.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 8764610

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 131
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband