Leita í fréttum mbl.is

Pistill frá Slóvakíu - annar hluti

Kjartan Maack

Í gćr birtist fyrsti hluti pistils Kjartans Maack um Ólympíuskákmót 16 ára og yngri. Í dag höldum viđ áfram. Ađ ţessu sinni er fjallađ um umferđir 1-3.  

-------------- 

Ólympíumót ungmenna yngri en 16 ára fer fram í Poprad, Slóvakíu dagana 22.júlí -29.júlí. Landsliđiđ er ţannig skipađ: 1.Vignir Vatnar Stefánsson (2171) 2.Bárđur Örn Birkisson (2048) 3.Björn Hólm Birkisson (1977) 4.Hilmir Freyr Heimisson (1974) 5.Svava Ţorsteinsdóttir (1313).  

1.umferđ – Ţýskaland (1 - 3)

Íslenska liđiđ mćtti sterkri sveit Ţýskalands í fyrstu umferđ mótsins. Ţjóđverjar höfđu á ađ skipa fimmtu stigahćstu sveit mótsins og skörtuđu heimsmeistara á fyrsta borđi. Andstćđingur okkar var ţví rammur ađ afli. Liđsstjórinn ákvađ ađ tefla fram sterkasta liđinu til ađ sjá strax hvernig ţeir vćru stefndir. Svava hvíldi ţví í ţessari umferđ. Um tíma stóđum viđ höllum fćti á öllum borđum, einkum vegna erfiđleika í byrjunum. En Bárđur Örn og Hilmir Freyr sýndu ađ íslenska liđiđ mun bíta frá sér á mótinu. Ţeir nćldu sér í sitthvort jafntefliđ međ hvítu í 1-3 tapi. Ţađ var sérstaklega ánćgjulegt ađ sjá hvernig Bárđur notađi biskupapariđ til ađ stýra skákinni í öruggt jafntefli. Ţađ er alltaf vont ađ tapa, en viđ gátum ţó stađiđ upp frá ţessari viđureign vitandi ađ viđ gerđum eins vel og viđ gátum. Viđ mćttum einfaldlega ofjarli okkar ađ ţessu sinni. 

2.umferđ – Slóvakía KSV (4 - 0)

Fyrri tvöfaldi dagurinn hófst á viđureign viđ heimamenn, Slóvaka. Ţeir sendu 8 sveitir í mótiđ; A- og B-sveit, og svo sex sveitir frá mismunandi héruđum landsins. Andstćđingar okkar voru frá Kosice hérađinu og vorum viđ stigahćrri á ţremur borđum en stigalćgri á ţví fjórđa. Hilmir hvíldi sem ţýddi ađ Svava fékk eldskírn sína á Ólympíumóti. Slóvakarnir gáfu okkur ekkert í viđureigninni og ţurftum viđ ađ sýna mikla ţolinmćđi á nokkrum borđum. Vignir Vatnar var sérstaklega ţolinmóđur á efsta borđi ţar sem hann bćtti stöđu sína hćgt og rólega. Slóvakinn varđist vel en ţađ tók sinn toll á klukkunni. Vignir lék eđlilegum leikjum og beiđ rólegur ţar til Slóvakinn var kominn niđur á 30 sekúndurnar. Ţá byrjađi Vignir ađ leggja ţrautir fyrir hann og ađ lokum varđ ein slík Slóvakanum ađ falli. Svava tefldi Sikileyjarvörnina sína en lenti fljótlega í óţćgilegri klemmu ţegar andstćđingurinn, sem var 200 stigum hćrri, fórnađi manni fyrir ţrjú peđ. Svava fann ţó alltaf leiđir til ađ leysa vandamál og bćta stöđu manna sinna. Seint í miđtaflinu féll Slóvakinn í fallega taktíska gildru sem Svava hafđi spunniđ sem leiddi til ţess ađ Svava endađi manni yfir í endatafli. Úrvinnsla hennar í lokinn var óađfinnanleg og reyndist lokahnykkurinn í 4-0 sigri. 

3.umferđ – Kína (1/2 - 31/2)

Andstćđingur okkar í 3.umferđ var alţýđulýđveldiđ Kína. Ţađ er erfitt ađ mćta ţessari risa-skákţjóđ ţví illmögulegt er ađ lesa í styrkleika liđsmanna ţeirra. Viđ vorum stigalćgri á ţremur efstu borđum en stigahćrri á 4.borđi. Viđ óttuđumst ađ styrkleiki ţeirra vćri meiri en skákstig ţeirra gáfu tilefni til ađ ćtla. Sá ótti reyndist á rökum reistur, ţá sérstaklega hvađ fjórđa borđiđ varđađi. Gegnt Hilmi Frey, á 4.borđi, settist 11 ára gömul stúlka klćdd í bleikt frá toppi til táar. Bleikir skór, bleikir sokkar, bleik gleraugu og meira ađ segja bleik teygja í hárinu. Á borđinu hafđi hún bleikan hunny bunny kisubrúsa sem geymdi kínverskan eplasafa. Saklausari andstćđing er varla hćgt ađ finna, eđa hvađ? Hilmir komst lítiđ áleiđis gegn bleiku vélinni sem lék eđlilegum og góđum leikjum. Hilmir reyndi allt hvađ hann gat ađ vinna skákina en stúlkan gaf engin fćri á sér. Hilmir teygđi sig nokkuđ langt í leit ađ vinningi og skyndilega var ţađ sú kínverska sem gat teflt til sigurs. Ţegar stúlkan áttađi sig á ţví ađ hún gat teflt til sigurs breyttist allt hennar fas skyndilega. Varir hennar herptust saman, í augun kom ógnvekjandi morđglampi og kisuglasinu var ýtt til hliđar. Svo fórnađi hún manni fyrir ţrjú peđ í endataflinu, án mikillar umhugsunar. Mikill ótti greip um sig hjá íslenska liđsstjóranum á ţeim tímapunkti. Hilmir Freyr var ţó vandanum vaxinn og fann leiđ til ađ halda jafnteflinu. Litla kínverska vélin var ţó ekkert á ţví ađ sćtta sig viđ ţađ og fćrđi kóng sinn fram og aftur um borđiđ í von um ađ Hilmi yrđu á mistök. Er ljóst var ađ Hilmir myndi ekki leika af sér, ţá hélt sú kínverska samt áfram ađ reyna ađ vinna. Ţegar hún fann ekki vinningsleiđ á borđinu, ţá starđi hún upp í loft eđa á nćsta vegg í leit ađ vinningsleiđinni. Minnti ţetta nokkuđ á ađferđir Vassily Ivanchuk, ţó fátt virđist líkt međ ţessum tveimur skákmönnum ađ öđru leyti. Mögulega hefur Ivanchuk veriđ farinn ađ rannsaka loft og veggi í skáksölum um 11 ára aldur, en hitt verđur ađ teljast ólíklegt ađ hann hafi klćđst bleiku eđa drukkiđ eplasafa úr kisuglasi. Kínverska stúlkan var ákaflega vonsvikinn ţegar hún varđ loks ađ sćttast á skiptan hlut.

Vignir tefldi ágćtlega á 1.borđi, missti af vćnlegri leiđ í miđtaflinu og endađi í riddaraendatafli međ einu peđi fćrra. Andstćđingur Vignis tefldi endatafliđ afar vel og vissi nákvćmlega hvernig átti ađ tefla ţađ. Bárđur lenti í vandrćđum snemma tafls og missti ţá af eina möguleikanum til ađ komast klakklaust frá byrjuninni. Eftirleikurinn reyndist auđveldur fyrir Kínverjann. Hálfur vinningur gegn Kína er ekki glćsilegt, en ekkert stórslys heldur.

Framahald á morgun!

Kjartan Maack.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 273
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 147
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband