Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Í mestri taphćttu í fyrstu umferđ

Carlsen-Nakamura

Skákunnendur sem bíđa í ofvćni eftir ţví ađ heimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsen og Sergei Karjakin hefjist áttu ekki von á ţví ađ sjá ţá ađ tafli fyrir uppgjöriđ mikla í nóvember. Ţeir voru báđir skráđir til leiks á „norska mótinu“ í vor en Karjakin sá sér ekki fćrt ađ vera međ og bar viđ ţreytu en ţá blésu Baskar til ofurmóts í Bilbao ţar sem sex skákmenn tefla tvöfalda umferđ – og ţeir eru báđir međ Carlsen og Karjakin! Ađrir ţátttakendur eru Nakamura, So, Hollendingurinn Giri og Kínverjinn Wei Yi.

Í Bilbao kemur aftur á daginn ađ norski heimsmeistarinn er aldrei í meiri taphćttu en í fyrstu umferđ hvers móts. Í ţetta sinn tapađi hann fyrir Bandaríkjamanninum Hikaru Nakamura og mun ţađ vera í fyrsta sinn sem Nakamura vinnur Magnús í kappskák; ţeir hafa teflt 30 slíkar og Magnús unniđ 12 sinnum međ 27 jafnteflum. Ţrátt fyrir ţetta óvćnta tap eiga flestir von á Magnúsi sterkum ţegar líđa tekur á keppnina.

Hvađ Bandaríkjamenn varđar liggur fyrir ađ ţeir stefna á ólympíugull. Liđiđ sem teflir í Baku er ekki árennilegt međ Nakamura, Caruana og Wesley So í broddi fylkingar. Nú eru 40 ár síđan Bandaríkin unnu Ólympíumót síđast en austurblokkin sat heima. Nakamura er á mikilli siglingu ţessa dagana og sýndi ţađ í eftirfarandi skák:

Magnús Carlsen – Hikaru Nakamura

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Re2

Keres átti ţađ til ađ leika riddaranum ţangađ. Fljótlega beinist tafliđ yfir í ţekkta stöđu.

2. ... d6 3. Rbc3 a6 4. g3 g6 5. Bg2 Bg7 6. d4 cxd4 7. Rxd4 Rf6 8. 0-0 0-0 9. b3 Rc6 10. Rxc6 bxc6 11. Bb2 Da5 12. Ra4 Bg4 13. De1 Dh5 14. f3 Bh3 15. g4 Dh6 16. Hd1

Hann gat teygt sig eftir peđi međ 16. Bc1 g5 en eftir 17. Bxg5 Dxg5 18. Bxh3 Rh5! og – Rf4 er svarta stađan betri og 17. Bxh3 Dxh3 18. Bxg5 er svarađ međ 18. ... Rxg4! o.s.frv.

16. ... g5 17. Bc1 Bxg2 18. Kxg2 Dg6 19. h4 gxh4 20. Dxh4 d5 

GVJVV9G9Eftir fremur óhefđbundna byrjun er einfaldast og best ađ leika 21. exd5 cxd5 (eđa 21. ... Rxd5 22. c4) 22. c3 og hvíta stađan er eilítiđ betri. En Magnús velur ađra leiđ og lakari.

21. g5? dxe4 22. f4 e6!

( Stöđvar f-peđiđ. )

23. c4 Hfd8 24. Hde1 Re8 25. Rc5 Rd6 26. Df2 f5!

Nakamura vill alls ekki láta peđiđ af hendi. Og brátt segir liđsmunurinn til sín.

27. Bb2 Rf7 28. Bxg7 Kxg7 29. Dg3 Hd6 30. Hd1 Had8 31. Hxd6 Hxd6 32. Dc3 Kg8 33. Hf2 Dh5!

Svartur stendur vel til varnar og sóknar. Ţađ er ekki nokkur leiđ fyrir hvítan ađ verja ţessa stöđu.

34. Dh3 Dd1 35. De3 e5! 36. Dg3 Hg6 37. Kh2 exf4 38. Dxf4 Dh5+ 39. Kg1 Dd1+ 40. Kh2 Dh5+ 41. Kg1 Rxg5 42. Db8+ Kg7 43. De5+ Kh6 44. Df4 Dd1 45. Kh2 Dd4 46. b4 Kg7 47. Dc7 Kh8 48. Dc8 Hg8 49. Dxf5 Rf3 50. Kh3 

GVJVV9GDEnn er smá von: 50. ... Dxf2 51. Df6+ Hg7 52. Df8+ og hvítur ţráskákar.

50. ... Dd6!

Hótar 51. .. Dg3 mát og 51. ... Dh6+. Ţađ er engin vörn. Magnús gafst upp. 

Hjörvar Steinn vann opna mótiđ í Suđur-Wales

Hjörvar Steinn Grétarsson vann öruggan sigur á opna skákmótinu sem lauk í Cardiff í Suđur-Wales sl. miđvikudag. Hjörvar hlaut 8 vinninga af tíu mögulegum og var ˝ vinningi fyrir búlgörsku stórmeistarana Boris Chatalbashev og Marian Petrov en Hjörvar vann ţá báđa í sjöundu og áttundu umferđ svo sigurinn var sanngjarn og jákvćtt skref fram á viđ eftir Skákţing Íslands á dögunum.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 16. júlí 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 240
  • Frá upphafi: 8764697

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 144
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband