Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Navara efstur á Evrópumóti einstaklinga

P1040134

Eftir sjöundu umferđ Evrópumóts einstaklinga sem lauk á fimmtudaginn í bćnum Gjakova í Kosovo voru Hannes Hlífar Stefánsson, Héđinn Steingrímsson og Guđmundur Kjartansson allir međ 4 vinninga og voru í 69.-116. sćti af 245 keppendum. Björn Ţorfinnsson var ţrepi neđar međ 3 ˝ vinning. Ađeins međ góđum endaspretti geta ţeir náđ háu sćti en tefldar verđa ellefu umferđir. Keppendalistinn sýnir svo ekki verđur um villst ađ mótiđ er geysisterkt ţó ađ sundurgreining á frammistöđu okkar manna leiđi í ljós ađ ţeir sigrar sem dregnir hafa veriđ í land koma úr viđureignum viđ mun stigalćgri skákmenn; Hannes Hlífar hefur ţar gert best međ sigri á Svisslendingnum Gabriel Gaehwiler sem er ţó ađeins međ 2352 elo-stig.

Tékkinn David Navara var fyrir umferđina í gćr efstur ásamt Rússanum Ernesto Inarkiev en báđir voru međ 6 vinninga af sjö mögulegum. Ţar á eftir komu sex skákmenn međ 5 ˝ vinning. Prúđmenniđ Navara er magnađur skákmađur. Í eftirfarandi skák bregđur hann nýju ljósi á vinsćlt afbrigđi Caro-Kann varnar:

EM einstaklinga 2016, 5. umferđ:

Sergei Zhigalko – David Navara

Caro-Kann vörn

1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rf3 e6 5. Be2 c5 6. Be3 cxd4 7. Rxd4 Re7 8. Rd2 Rbc6 9. R2f3 Be4 10. O-O Bxf3 11. Rxf3 Dc7 12. Bf4?!

Ekki er víst ađ nauđsynleg sé ađ valda ţetta peđ.

12. ... Rg6 13. Bg3 O-O-O 14. c4 h5!

Gallinn viđ stöđu biskupsins á g3 kemur strax í ljós og ţađ á ekkert eftir ađ lifna yfir honum ţađ sem eftir lifir skákar.

15. h4 Kb8 16. cxd5 Hxd5 17. Da4 Be7 18. Hfd1 Hhd8 19. Hxd5 Hxd5 20. De4 Db6 21. Bc4 Hd8 22. b3 Rd4 23. Hd1 Rf5!

G4EVNLCILipurlega stígur riddarinn dansspor til vinstri. Beina hótunin er 24. ... Rxg3.

24. Hxd8+ Dxd8 25. Be2 Da5 26. a4 Bc5 27. Kh2 Db6 28. a5?

Ţó ađ hvíta stađan sé vissulega erfiđ var óţarfi ađ henda ţessu peđi frá sér. Hćgt var ađ berjast međ 28. Dd3 eđa 28. Rg5.

28. ... Dxa5 29. Rg5 Rxg3 30. fxg3 Da1 31. Rf3 a6! 32. Bc4 Re7 33. Dh7 Rf5!


Lokar á drottninguna og hótar 34. ... Bf2.

34. Bd3 Rh6!

og hvítur gafst upp. 

Stefán Arnalds sigrađi á Öđlingamóti Ólafs Ásgrímssonar 

ÖđlingamótTaflfélag Reykjavíkur hefur um margra ára skeiđ skeiđ stađiđ fyrir skákmóti öđlinga en ţađ var hinn kunni skákdómari Ólafur Ásgrímsson sem hratt hugmyndinni ađ ţessu mótshaldi í framkvćmd. Nú eru 40 ár liđin síđan Ólafur steig fyrst fram á sjónarsviđiđ sem skákdómari en ţađ var á sögufrćgu Skákţingi Reykjavíkur veturinn 1976. Örlögin höguđu svo ađ Ólafur fékk frćgt og erfitt úrlausnarefni upp í hendurnar ţegar upp spratt deila milli vinanna Kristjáns Guđmundssonar og Ómars Jónssonar í A-flokki mótsins vegna galla í skákklukku. Var atburđarásin furđu lík ţeirri er Tigran Petrosjan, heimsmeistari 1963- ´69, féll á tíma í jafnteflisstöđu gegn V-Ţjóđverjanum Robert Hübner á OL í Skopje 1972 og tapađi ţar sinni einu skák á tíu Ólympíumótum frá árunum 1958 til 1978. Allar ţessar deilur eru löngu hljóđnađar og hefur Ólafur reynst farsćll skákdómari á löngum ferli.

Keppnin á öđlingamótinu var spennandi en ţátttakendur voru 27 talsins. Svo fór ađ Stefán Arnalds varđ einn efstur, hlaut 5 ˝ vinnina arf sjö mögulegum, í 2. – 4. sćti komu Ţorvarđur Ólafsson, Siguringi Sigurjónsson og Sigurđur Dađi Sigfússon međ 5 vinninga.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 14. maí 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 281
  • Frá upphafi: 8764890

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 153
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband