Leita í fréttum mbl.is

Jón Viktor skákmeistari Reykjavíkur í sjöunda sinn

Jón Viktor

Í sjöunda sinn tryggđi alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2455) sér titilinn Skákmeistari Reykjavíkur ţegar stađiđ var upp frá borđum ađ lokinni níundu og síđustu umferđ Skákţings Reykjavíkur sem fram fór í dag.  Í lokaumferđinni sigrađi Jón Viktor kollega sinn Björn Ţorfinnsson (2418) en fyrir umferđina voru ţeir efstir ásamt stórmeistaranum Stefáni Kristjánssyni (2471) og alţjóđlega meistaranum Guđmundi Kjartanssyni (2456).  Sigur Stefáns á Guđmundi í dag tryggđi honum annađ sćtiđ međ 7,5 vinning, jafnmarga vinninga og Jón Viktor sem hreppir fyrsta sćtiđ eftir stigaútreikning.  Fide-meistarinn Guđmundur Gíslason (2307) varđ ţriđji međ 7 vinninga en hann lagđi kollega sinn Dag Ragnarsson (2219).

Feykilega jöfnu og spennandi Skákţingi er nú  lokiđ og er Jón Viktor sannarlega vel ađ sigrinum kominn en hann var í forystu frá fyrstu mínútu.  Ţetta er ţriđja áriđ í röđ sem hann hampar titilinum og jafnar hann nú met stórmeistarans Ţrastar Ţórhallssonar sem einnig hefur orđiđ Reykjavíkurmeistari sjö sinnum.  Svo skemmtilega vill til ađ nákvćmlega 50 ár eru síđan skákmađur vann titilinn ţrjú ár í röđ en ţađ var Jón Kristinsson (2240) sem var einmitt á međal ţátttakenda á Skákţinginu í ár og hlaut 5,5 vinning.

Af nćgu er ađ taka ađ loknu fjörugu móti.  Nćstir efstu mönnum komu Dagur, Björn og Björgvin Víglundsson (2203) allir međ 6,5 vinning en Björgvin heldur áfram góđu gengi eftir ađ hann tók nýveriđ fram taflmennina úr hillunni góđu og tapađi ekki skák.  Dagur átti líka góđu gengi ađ fagna, tekur inn góđa stigahćkkun og sýnir svo ekki verđur um villst ađ hann á heima međ ţeim bestu.  Ađ ţessu sinni var ađeins einn Dagur á međal ţátttakenda svo erfitt er ađ tala um ákveđinn Dagamun.

Á međal ţeirra sem hlutu 6 vinninga var hinn alrćmdi IM-bani Vignir Vatnar Stefánsson (2071) sem klífur nú stigalistann eins og bandbráluđ klifurmús eftir nokkuđ rólega tíma ađ undanförnu.  Sigrar hans tveir á alţjóđlegum meisturum í mótinu munu sjálfsagt seint gleymast en Vignir Vatnar ţakkađi fyrir sig í dag međ jafntefli viđ Örn Leó Jóhannsson (2157) og stigahćkkun upp á lítil 86 Elo-stig.  Hinn röggsami keppnismađur og talsmađur Kókómjólkurinnar, Gauti Páll Jónsson (1921), blés sömuleiđis í herlúđra og sýndi ţađ og sannađi ađ gríđarlega öruggur sigur hans í C-flokki Haustmótsins var allt annađ en tilviljun.  Líkt og Vignir hlaut Gauti 6 vinninga og slaufađi móti međ góđum sigri á hinum margreynda Jóhanni H. Ragnarssyni (2008) og fćr fyrir vikiđ í skóinn 75 Elo-stig sem valda ţví ađ 2000-stigamúrinn er farinn ađ hrynja jafnt og ţétt.  Auk ţess hlýtur Gauti Páll stigaverđlaun keppenda međ minna en 2000 Elo-stig en ţau verđlaun getur hann aldrei unniđ aftur og ţví er tímasetningin hjá kauđa afar góđ.

Fjölmargir af skákmönnum ungu kynslóđarinnar stóđu sig afar vel og má ţar nefna Hjört Kristjánsson (1352) sem hlaut 4,5 vinning og hćkkar um 140 Elo-stig, mest allra í mótinu.  Hjörtur kemur úr Skákdeild Breiđabliks eins og svo margir efnilegir skákmenn í dag en liđsfélagi hans, Stephan Briem (1360), stóđ sig einnig vel og hlaut 4 vinninga og hćkkun upp á tćplega 70 stig.  Ţá var árangur Mykhaylo Kravchuk (1504) ekki síđri en hann hlaut sömuleiđis 4 vinninga og fékk fyrir ţađ ríflega 90 stig ađ launum.  Allir eru ţessir efnilegu piltar fćddir áriđ 2003 en áberandi er hversu sterkur sá árgangur er.  Liđsfélagi Mykhaylo hjá TR, Róbert Luu (1502), lét engan velkjast í vafa um ađ ţar fer einn efnilegasti skákmađur ţjóđarinnar.  Róbert var á međal ţeirra sem hlutu 4 vinninga og komu 70 stig í hús á ţeim bćnum.  Ađ lokum má nefna Aron Ţór Mai (1714) sem hefur sannarlega veriđ ađ springa út undanfarin misseri en hann nćldi í 5 vinninga og fyrir ţann árangur verđa honum send 70 kvikindi frá Elo-stigasmiđjunni.

Eins og alltaf er erfitt ađ hafa mál tćmandi ađ loknu svo stóru og glćslilegu móti.  Eitt er ţó víst ađ fyrirkomulag Skákţingsins hefur sannađ sig enn og aftur.  Án slíkra opinna móta vćri mun erfiđara fyrir unga skákmenn á uppleiđ ađ bćta sig og ná sér í mikilvćga reynslu gegn sér sterkari skákmönnum. Fyrirkomulagiđ býđur aukinheldur upp á ákveđna spennu ţví óvćnt úrslit setja ávallt svip sinn á slík mót en ţau auka líka á skemmtanagildiđ, ţó ađ ţađ sé minna skemmtilegt fyrir ţann stigaháa sem verđur fyrir ţví ađ tapa gegn hinum minni spámanni.  Margir sterkir skákmenn kjósa almennt ađ taka ekki ţátt í opnum mótum og liggja ţar ýmsar ástćđur ađ baki en ţrátt fyrir ţađ eru margir öflugir skákmenn ávallt tilbúnir ađ leggja stigin sín ađ veđi sem er dýrmćtt fyrir hinn almenna skákmann og ţá sérstaklega fyrir hina fyrrnefndu yngri kynslóđ.

Taflfélag Reykjavíkur óskar Jóni Viktori og öđrum verđlaunahöfum til hamingju og ţakkar öllum fyrir ţátttökuna.  Hér ađ neđan er fariđ yfir röđ efstu keppenda ásamt verđlaunahöfum.  Sjáumst ađ ári!

1.-2. sćti Jón Viktor Gunnarsson 7,5v (52,5 stig) – Skákmeistari Reykjavíkur 2016

1.-2. sćti Stefán Kristjánsson 7,5v (50,5 stig)

3. sćti Guđmundur Gíslason 7v

4.-6. sćti Dagur Ragnarsson, Björn Ţorfinnsson, Björgvin Víglundsson 6,5v

Stigaverđlaun

U2000 Gauti Páll Jónsson 6v, U1800 Aron Ţór Mai 5v, U1600 Jóhann Arnar Finnsson 4,5v, U1400 Hjörtur Kristjánsson 4,5v, U1200 Sindri Snćr Kristófersson 3,5v, án stiga Tryggvi K. Ţrastarson 3v.

Mestu stigahćkkanir

Hjörtur Kristjánsson (140), Mykhaylo Kravchuk (92), Vignir Vatnar Stefánsson (86), Gauti Páll Jónsson (75), Róbert Luu (71), Aron Ţór Mai (70), Jóhann Arnar Finnsson (66), Stephan Briem (66).

Mestu stigalćkkanir

Látum ţćr liggja á milli hluta – stigin koma aftur :o)

Nánar á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband