Leita í fréttum mbl.is

GULLIĐ BLASIR VIĐ RÚSSUM -- ÍSLENDINGASLAGUR Í HÖLLINNI Á LAUGARDAG!

Rússar virđast á góđri leiđ međ ađ tryggja sér tvöfaldan sigur á Evrópumóti landsliđa skák í Laugardalshöll. Ađeins tvćr umferđir eru eftir og ţćr fara fram á laugardag og sunnudag. Í sjöundu umferđ sigrađi rússneska ofursveitin sterkt liđ Frakka í opnum flokki og kvennasveit Rússland skellti Ungverjum. Íslensku liđin áttu misjöfnu gengi ađ fagna, og Magnus Carlsen heimsmeistari virđist alls ekki finna fjölina sína í Höllinni, gerđi nú jafntefli viđ grískan stórmeistara, og hefur ađeins hlotiđ 2 vinninga í fimm skákum.

 

---

-- SÉRTILBOĐ UM HELGINA --

Íslensku liđin eru hnífjöfn á mótinu og mćtast í 8. umferđ á laugardag. Ţetta mun vera í fyrsta skipti sem tvö íslensk landsliđ mćtast í alţjóđlegri keppni og verđur afar spennandi ađ fylgjast međ kynslóđunum keppa.

Athugiđ ađ nú um helgina verđa ađgöngumiđar á sértilbođi, en hćgt er ađ kaupa helgarpassa á midi.is á ađeins 1.900. kr! Einstakt tćkifćri til ţess ađ sjá flesta sterkustu skákmenn heims berast á banaspjótum í lokaumferđunum í Laugardalshöll.

Bođiđ er upp á öflugar skákskýringar á skákstađ:

  • 8. umferđ (laugardagur) kl. 17-19
    Helgi Áss Grétarsson
  • 9. umferđ (sunnudagur) kl. 13-15
    Áskell Örn Kárason

Athugiđ ađ lokaumferđin á sunnudaginn hefst kl. 11

---

 

Rússar hafa nú 13 stig í opnum flokki, ţremur stigum meira en Frakkar, Aserar, Armenar, Georguíumenn og Ungverjar. Međ sigri á Armenum á laugardag geta Rússar tryggt sér gullverđlaunin.

Alexander Grischuk tryggđi Rússum sigur gegn Frökkum á föstudag, međ sigri á 2. borđi gegn Fressinet. Öđrum skákum lauk međ jafntefli eftir spennuţrungna viđureign.

 

russland-frakkland

 

Í öđrum viđureignum bar hćst ađ Georgíumenn unnu frćkinn sigur á Úkraínu, ţrátt fyrir ađ vera mun stigalćgri. Lettar gerđu jafntefli í ćsispennandi viđureign gegn Aserum, Hollendingar unnu Englendinga afar sannfćrandi og Serbar gjörsigurđu Króata, 4-0.

 

georgia_ukraina

lettland_azerbajan

holland-england

serbia-kroatia

 

Norđmenn unnu Grikki 3-1 í viđureign ţar sem frammistađa heimsmeistarans Carlsens olli enn og aftur vonbrigđum međ andlausri taflmennsku. Hann gerđi janftefli viđ Ionnis Papaionnou, en Jon-Ludvig Hammer og Aryan Tari tryggđu sigur norska liđsins.

Heimsmeistarinn hefur teflt fimm skákir á Evrópumótinu og ađeins unniđ eina, en gert tvö jafntefli og tapađ tveimur.

 

noregur-grikkland


ÍSLENSKU LIĐIN HNÍFJÖFN: A-LIĐIĐ OG GULLALDARLIĐIĐ MĆTAST Á LAUGARDAG!

 

Íslenska A-liđiđ hlaut skell gegn Tyrkjum, 3-1. Hannes Hlífar Stefánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson gerđu jafntefli í sínum skákum, en Héđinn Steingrímsson og Henrik Danielsen töpuđu.

 

island-tyrkland

 

Gullaldarliđ Íslands gerđi jafntefli viđ Litháen, ţar sem Jóhann Hjartarson og Jón L. Árnason unnu góđa sigra á efstu borđum, en Margeir Pétursson og Friđrik Ólafsson biđu lćgri hlut.

 

lithaen-gullaldar

 

Íslensku liđin eru hnífjöfn á mótinu og mćtast í 8. umferđ. Ţetta mun vera í fyrsta skipti sem tvö íslensk landsliđ mćtast í alţjóđlegri keppni og verđur afar spennandi ađ fylgjast međ kynslóđunum keppa.

 


KVENNAFLOKKUR: RÚSSAR MEĐ ENN EINN SIGURINN -- GÓĐUR ÁRANGUR ÍSLENSKA LIĐSINS

 

Rússneska kvennaliđiđ átti ekki neinum vandrćđum međ ađ leggja mun stigalćgra liđ Ungverja, 3-1. Ţćr Alexandra Kosteniuk og Kateryna Lagno gerđu jafntefli í sínum skákum á 1. og 2. borđi, en Valentina Gunina og Aleksandra Goryachkina sigruđu og tryggđu 3-1 sigur.

 

kv_russland-ungverjaland

 

Serbneska kvennasveitin vann mikiđ afrek međ ţví ađ gera 2-2 jafntefli viđ Georgíu, ţrátt fyrir ađ mörg hundruđ skákstigum munađi á öllum borđum.

 

kv_serbia-georgia

 

Úkraína, međ heimsmeistara kvenna, Mariyu Muzychuk, á efsta borđi gjörsigrađi Austurríki 4-0.

 

kv_ukraina-austurriki

 

Íslenska kvennasveitin stóđ sig enn og aftur međ miklum sóma, tapađi međ minnsta mun gegn miklu sterkari sveit Svartfjallalands. Lenka Ptacnikova sigrađi, Guđlaug Ţorsteinsdóttir gerđi jafntefli, en ţćr Elsa María Kristínardóttir og Hrund Hauksdóttir töpuđu.

 

kv_island-svartfjallaland

 

Í áttundu umferđ mćta rússnesku konurnar ţéttingssterkri sveit Pólverja, en íslenska liđiđ teflir viđ Finna.

Allar skákirnar eru í beinni útsendingu á heimasíđu mótsins - hér.

 

MYNDAGALLERÍ

Myndir / Hrafn Jökulsson

ETCC-R7-Photo_HJ031

  

ETCC-R7-Photo_HJ016

 

ETCC-R7-Photo_HJ017

 

ETCC-R7-Photo_HJ025

 

ETCC-R7-Photo_HJ037

 

ETCC-R7-Photo_HJ002

 

ETCC-R7-Photo_HJ044

 

...

-- VIĐTÖL --

 

 

 

-- STAĐAN --

Opinn flokkur

 

-- STAĐAN --

Kvennaflokkur


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 34
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 303
  • Frá upphafi: 8764881

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 172
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband