Leita í fréttum mbl.is

Rússar áfram efstir á EM í skák -- Carlsen heimsmeistari tapađi aftur

Rússar halda efsta sćtinu á Evrópumótinu í skák í Laugardalshöll eftir jafntefli viđ Asera í 5. umferđ. Gullaldarliđ Íslendinga vann góđan sigur á Austurríki, íslenska kvennasveitin vann Noreg sannfćrandi en A-liđ Íslands beiđ lćgri hlut fyrir Grikkjum. Mesta athygli í dag vakti tap Carlsens heimsmeistara fyrir svissenska stórmeistaranum Pelletier.

Á efsta borđi beindust flestra augu ađ Rússans Grischuks og Aserans Radjabovs, enda lentu báđir í geigvćnlegu tímahraki, áđur en sverđ voru slíđruđ. Öllum skákum í viđureigninni lauk međ jafntefli, og Rússar hafa ţví 9 stig á toppnum.

Russland_Azerb_loka

Úkraína sigrađi sigrađi Ungverja međ minnsta mun, ţar sem sigur Eljanovs á Rapport réđi úrslitum. Frakkland sigrađi Spánverja 3-1, ţar sem Vachier-Lagrave gaf tóninn á efsta borđi međ sigri á Vallejo Pons. Vachier-Lagrave hefur nú fengiđ 4 vinninga af 5 á efsta borđi og eru Frakkar til alls líklegir í seinni hálfleik mótsins.

Ungverjaland_Ukraina-lokastada

Spann_frakkland-lokastada

Georgíumenn halda sömuleiđis góđum dampi, unnu Serba 3-1, og Ţjóđverjar unnu Englendinga međ minnsta mun.

Serbia_Georgia-lokastada

Thyskaland_England-lokastada

Flestra augu beindust ţó ađ viđureign Noregs og Sviss, ţar sem heimsmeistarinn Carlsen lék illa af sér gegn stórmeistaranum Pelletier. Carlsen hefur ekki náđ ađ sýna sitt rétta andlit í Laugardalshöll og hefur ađeins náđ hálfum vinningi í ţremur skákum og tapađ 18 skákstigum í ţessari Íslandsheimsókn.

Noregur-Sviss-lokastada

Pelletier utskyrir afleik magnusar - Hg8 svarad međ Re7

Yannick Pelletier útskýrir afleik Carlsens - Magnús lék Hg8 sem var svarađ ađ bragđi međ Re7 og báđir menn Magnúsar eru í uppnámi.

 

Gullaldarliđiđ sigrađi, A-liđiđ tapađi

Gullaldarliđ Íslands vann dýrmćtan sigur á Austurríki og virđist á fínni siglingu. Jóhann Hjartarson og Jón L. Árnason unnu, Margeir Pétursson gerđi jafntefli en Helgi Ólafsson tapađi.

Gullaldarlid_Austurriki-Lokastada

A-liđ Íslands tapađi međ minnsta mun fyrir Grikkjum. Jafntefli gerđu Héđinn Steingrímsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Guđmundur Kjartansson, en Henrik Danielsen beiđ lćgri hlut. Hannes Hlífar Stefánsson hvíldi ađ ţessu sinni.

ISland_A_Grikkland-lokastada

Kvennaflokkur: Rússland áfram efst, góđur sigur Íslands

Í kvennaflokki hélt rússneska liđiđ áfram sigurgöngu sinni og lagđi Frakka, 3-1. Rússnesku stúlkurnar hafa 10 stig eftir fimm umferđir og sveit Úkraínu er komin í 2. sćtiđ eftir sigur á Rúmeníu, 3-1. Úkraína hefur nú 8 stig, eins og Georgía sem vann Pólverja.

Russland_Frakkland-lokastada

Rumenia-Ukraina

Polland_Georgia-lokastada

Íslenska kvennasveitin vann mjög góđan sigur á Norđmönnum, 3-1. Ţćr Lenka Ptacnikova, Guđlaug Ţorsteinsdóttir og hin unga Hrund Hauksdóttir unnu, en Elsa María Kristínardóttir tapađi. Guđlaug hefur fariđ á kostum á mótinu og hefur náđ í 4 vinninga í 5 skákum.

ISland-Noregur-lokastada

Frídagur er á Evrópumótinu á morgun, miđvikudag, en sjötta umferđ hefst í Laugardalshöll á fimmtudag kl. 15. Alls eru tefldar níu umferđir og er búist viđ háspennu í Höllinni í síđustu umferđunum.

 

MYNDAGALLERÍ

Ljósmyndari: HJ

1

Carlsen og Hammer slá á létta strengi viđ upphaf 5. umferđar. Norđmenn unnu Sviss, ţrátt fyrir mjög óvćnt tap heimsmeistarans.

 

2

Kateryna Lagno hefur fariđ á kostum í liđi Rússa sem er efst í kvennaflokki.

 

3

 

Hrund Hauksdóttir og Guđlaug Ţorsteinsdóttir voru brosmildar fyrir (og eftir) viđureignina viđ Noreg. Ţćr unnu báđar, og hefur Guđlaug nú 4 vinninga af 5.

 

4

 

Liđsmenn Gullaldarliđsins mćttu grimmir til leiks gegn Austurríki og unnu 3-1. Margeir Pétursson gerđi jafntefli en Jón L. vann góđan sigur.

 

5 (2)

 

Enski stórmeistarinn og Íslandsvinurinn Luke McShane skartađi ţessari fallegu lopapeysu í Höllinni.

 

6

 

Judit Polgar, besta skákkona allra tíma, er hćtt atvinnumennsku en hún er liđstjóri Ungverja í Laugardalshöll.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 170
  • Frá upphafi: 8764613

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 134
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband