Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Einn af snilldarleikjum Magnúsar Carlsen?

Á Evrópumóti landsliđa sem hófst í Laugardalshöll í gćr mun athyglin beinast ađ heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen sem verđur 25 ára síđar í mánuđinum. Nú eru liđin meira en 47 ár síđan ótvírćđur heimsmeistari skákarinnar, Boris Spasskí, tefldi á ţessum stađ og ţađ var í fyrsta sinn sem heimsmeistari tefldi kappskákir međ venjulegum umhugsunartíma á Íslandi. Magnús er ţriđji heimsmeistarinn sem teflir hér á landi en Garrí Kasparov var heimsmeistari er hann tefldi á heimsbikarmótinu í Borgarleikhúsinu haustiđ 1988. Skákheimurinn átti engan ótvírćđan heimsmeistara frá 1993 til 2006 en á ţví tímaskeiđi komu hingađ og tefldu á nokkrum atskákmótum bćđi Kasparov og Karpov. Fyrsti heimsmeistarinn sem hingađ kom var Alexander Alékín en ţá tefldi hann fjöltefli og nokkrar blindskákir áriđ 1931 er hann stóđ á hátindi frćgđar sinnar.

Norđmenn eru vitanlega stoltir af Magnúsi sem er eini Norđurlandabúinn sem hampađ hefur ţessum eftirsótta titli sem hann ber međ sóma. Annar Norđurlandabúi, Bent Larsen, ól međ sér ţann draum ađ verđa heimsmeistari og á tímabili skáksögunnar á árunum í kringum 1967 átti hann svo magnađa sigurgöngu og flest benti til ţess ađ honum tćkist ćtlunarverk sitt. Viđ vitum hvernig fór en á ţví skeiđi mćtti hann einum fyrrverandi heimsmeistara sem ţrátt fyrir ýmsar takmarkanir hafđi hangiđ á titlinum lengur en allir ađrir ađ Emanuel Lasker undanskildum: Mikhail Botvinnik. Í skák sem hann tefldi viđ Larsen á ţessum tíma veitti hann lesendum sínum innsýn í eigin ţankagang ţegar hann kvađst hafa spurt sjálfan sig eftir leik Larsens: skyldi ţetta vera einn af ţessum stórkostlegu leikjum danska stórmeistarans, ţessa frábćra skákmanns? Svariđ var nei og kom ekki á óvart; á einum stađ í miđtaflinu taldi Botvinnik sjö ţvingađar vinningsleiđir! Ţađ getur reynst erfitt ađ finna hreinrćktađa snilldarleiki í skákum Magnúsar. Í seinni tíđ hefur hann dregiđ vinningana á land í löngum og ströngum skákum. Sumum finnst ţetta fullmikiđ ađ ţví góđa og Bandaríkjamađurinn Nakamura, sem ađ hćtti Larsens fer ekki dult međ fyrirćtlanir sínar á skáksviđinu, kom međ afar blátt áfram yfirlýsingu í viđtali nýlega: Magnús Carlsen teflir leiđinlega. Ósammála. Fjölbreytnin er ţrátt fyrir allt mikil og svona í undanfara Evrópumótsins er vert ađ skođa skák sem Magnús tefldi fyrr á ţessu ári á minningarmóti um Gashimov í Aserbaídsjan. Eftir ónákvćmni í byrjun tafls náđi Magnús frumkvćđinu og keyrđi tafliđ áfram af miklum krafti:

Magnús Carlsen – Shakhriyar Mamedyarov

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 g6 5. Rc3 Bg7 6. Be2 O-O 7. O-O b6 8. a4 a5 9. cxd5 cxd5 10. b3 Re4?!

Hann er of fljótur á sér. Eftir ţetta nćr hvítur ákjósanlegri uppstillingu léttu mannanna og hróksins á drottningarvćng.

11. Rxe4 dxe4 12. Rd2 Bb7 13. Ba3 f5 14. Hc1 Kh8 15. Rc4 Rd7

GJKUT5SS16. d5!

Býst til ađ opna línur.

16. ... Hc8 17. d6 e6 18. b4 axb4 19. Bxb4 Bd5 20. a5!

Eftir ţennan leik er drottningarvćngur svarts eins og svöđusár.

20. ... bxa5 21. Bxa5 De8 22. Da4 Bc6 23. Db4 Hb8 24. Rb6!

Ryđur riddaranum í burtu.

24. ... Re5 25. Dc5 Ba8 26. Bc3 Rd7 27. Bxg7+ Kxg7 28. Rxd7 Dxd7 29. De5+

- og svartur gafst upp. Nćst kemur 30. Hc7 sem gerir út um tafliđ. 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 14. nóvember

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 70
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 8764679

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 145
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband