Leita í fréttum mbl.is

Arnar aftur formađur TV eftir 53 ára hlé!

Hinn 5. september sl. fór fram ađalfundur Taflfélags Vestmannaeyja. Fram kom ađ afkoma félagsins hefur veriđ góđ undanfarin ár, en mest púđur hefur fariđ í ţátttöku félagsins á íslandsmóti skákfélaga og höfum viđ veriđ ţar međ vaska sveit innlendra og erlendra skákmanna á okkar snćrum undir öruggri stjórn liđsstjóra okkar, Ţorsteins Ţorsteinssonar. Ţrátt fyrir alla ţessa viđleitni međ gífurlega sterkum skákmönnum, ţá tókst okkur ekki ađ landa titlinum en urđum 4 sinnum í 2 sćti og jafnoft í ţví ţriđja síđustu 11 ár, en margir myndu telja góđan árangur. Á engan er hallađ ţó segja megi ađ hitann og ţungann af A-sveitinni hafi Ţorsteinn (Stone) boriđ og er honum ţakkađ góđ störf fyrir félagiđ. Ţá er ekki úr vegi ađ ţakka hollum liđsmönnum félagsins, sem nú eru horfnir til annarra félaga, en ţetta eru ţeir ; Helgi Ólafsson GM, Björn Ívar Karlsson, Ingvar Ţór Jóhannesson, Henrik Danielsen GM, Sigurbjörn Björnsson, Kristján Guđmundsson og Björn Freyr Björnsson. Takk strákar, viđ tökum ţetta síđar !

Ţađ var ţó alltaf jafnljóst ađ sinna ţyrfti starfinu í heimahögunum, reyna ađ byggja upp starfiđ í Eyjum, lagfćra húsnćđi félagsins og greiđa niđur lán á húsnćđinu, en allt ţetta hefur ađ undanförnu setiđ á hakanum.

Ţađ var ţví tímamótaákvörđun sem tekin var í sumar ađ draga liđ okkar úr keppni í 1 deild og bakka "down to the basics" og senda skrapliđ í 4 deild. Ţađ tókst ágćtlega og ánćgjulegt ađ nokkrir strákar sem ekki hafa teflt lengi létu sjá sig og stóđu sig bara fjári vel.

Á ađalfundinum voru lagđar línur í ţessa veru. Ţegar kom ađ stjórnarkjöri kom fram ađ formađurinn, Ćgir Páll gćfi ekki kost á sér áfram, ţar sem hann er ađ flytjast búferlum frá Eyjum. Formađur var ţví kjörinn, Arnar Sigurmundsson sem hefur veriđ skođunarmađur reikninga í einhver ár eđa áratugi. Ţađ sem er athyglisvert viđ formannskjör Arnars er ađ hann var síđast kjörinn formađur í félaginu haustiđ 1962 eđa fyrir 53 árum síđan og er líklega vandfundiđ ţađ félag sem hefur á ađ skipa jafn dyggum félagsmönnum. Gott er til ţess ađ vita ađ fleiri formenn frá sjöunda áratugnum eru enn virkir í félaginu,t.d. bćđi Andri Valur Hrólfsson og Ólafur Hermannsson og enn fleiri frá áttunda áratugnum svo ekki ţarf ađ leita langt međ forystusveit á komandi árum.

Heimasíđa TV

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 170
  • Frá upphafi: 8764613

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 134
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband