Leita í fréttum mbl.is

Brögđóttur Bragi í forystu á Haustmótinu eftir 5.umferđ

Félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur hýsti mikla hugsuđi sl. sunnudag er 5.umferđ Haustmóts TR var tefld. Skákmenn létu rigningarsuddann, sem lamdi rúđurnar, hvorki trufla reiknigáfu sína né innsći. Var barist fram í rauđan dauđann á öllum borđum og margir fallegir leikir framleiddir.

Í A-flokki stýrđi Einar Hjalti Jensson hvítu mönnunum til sigurs gegn hinum eitilharđa Benedikt Jónassyni. Međ meira rými á borđinu og biskupapariđ ţrengdi Einar Hjalti ađ svörtu stöđunni hćgt og rólega ţar til eitthvađ varđ undan ađ láta. Bragi Ţorfinnsson beitti sinni alţekktu og lymskulegu kćnsku er hann snéri á Örn Leó Jóhannsson í endatafli. Ţar međ heldur Bragi efsta sćti A-flokks međ 4,5 vinning, en Einar Hjalti fylgir honum eins og skugginn međ 4 vinninga. Ţeir félagarnir mćtast einmitt í 6.umferđ, nćstkomandi miđvikudagskvöld, og búast gárungarnir viđ kyngimögnuđum tilţrifum. Lenka Ptacnikova og Sćvar Bjarnason áttust viđ í lengstu skák mótsins til ţessa en hún taldi heila 112 leiki. Linntu ţau ekki látum fyrr en ţau höfđu leikiđ 50 leiki án ţess ađ hreyfa peđ eđa drepa mann. Vakti Lenka máls á ţví og ţar međ var hin frćga 50 leikja regla virkjuđ. Hćtt er viđ ţví ađ innsláttarţrćll Taflfélagsins muni dreyma eltingaleik riddara og biskups í nótt.

Í B-flokki hélt Agnar Tómas Möller uppteknum hćtti og vann Siguringa Sigurjónsson. Agnar Tómas er ţví enn taplaus í mótinu og hefur 4 vinninga. Bárđur Örn Birkisson sýndi fádćma seiglu er hann lagđi Snorra Ţór Sigurđsson í endatafli. Ţeir kunna endatöflin sín strákarnir í Taflfélaginu, enda rćđur ţar ríkjum endataflsróbótinn Torfi Leósson. Vignir Vatnar Stefánsson lagđi taflfélagsbróđur sinn Björn Hólm Birkisson nćsta örugglega ađ velli eftir ađ Birni Hólm varđ fótaskortur snemma tafls. Ekkert varđ af baráttunni um heilbrigđiskerfiđ ţví skák Ólafs Gísla Jónssonar og Guđlaugar Ţorsteinsdóttur var frestađ. Sú viđureign verđur án efa ţrungin spennu enda nćsta víst ađ Ólafur Gísli ćtlar sér ađ rétta sinn hlut í mótinu eftir ţunga byrjun. Guđlaug er sem fyrr í efsta sćti B-flokks međ fullt hús og virđist hún vera í feyknafínu formi nú um stundir. Lofar ţađ góđu fyrir íslenska kvennalandsliđiđ sem í nóvember mćtir rjóma evrópskrar kvennaskákar í Laugardalshöll.

Í C-flokki hélt Gauti Páll Jónsson uppteknum hćtti er hann lagđi Ingvar Egil Vignisson ađ velli međ sannfćrandi hćtti. Gauti Páll leiđir flokkinn međ fullu húsi og virđist formađur TRUXVI samtakanna stađráđinn í ţví ađ leita uppi hvert einasta skákstig sem hann glatađi fyrr á árinu. Í 2.sćti er Veronika Steinunn Magnúsdóttir međ 3,5 vinning eftir ţćgilegan sigur á ungstirninu Óskari Víkingi Davíđssyni. Ţá gerđi Róbert Luu vandađ jafntefli gegn Heimi Páli Ragnarssyni, en á ţeim munar heilum 222 skákstigum.

Í Opnum flokki var hart barist sem fyrr og unnu hinir stigalćgri ţá stigahćrri á ţremur efstu borđunum. Alexander Oliver Mai tefldi vel á 1.borđi gegn hinum sterka Hjálmari Hrafni Sigurvaldasyni og komst í vćnlegt endatafl. Pilturinn lét ekki tímahrak á sig fá og fann góđa leiki sem tryggđi honum sigur á Hjálmari Hrafni ţrátt fyrir ađ á ţeim muni 246 skákstigum. Alexander Oliver er í mikilli uppsveiflu um ţessar mundir sem sýnir sig í ţví ađ hann leiđir nú opna flokkinn međ 4,5 vinning og er međ 104 skákstig í plús eftir ađeins 5 skákir. Á 2.borđi vann Jón Ţór Lemery skák sína gegn Halldóri Atla Kristjánssyni og situr Jón Ţór í 2-3.sćti međ 4 vinninga. Jafn honum ađ vinningum er Arnar Milutin Heiđarsson en hann lagđi Jason Andra Gíslason ađ velli.

Stađan í Haustmótinu er ađgengileg hér.

6.umferđ Haustmótsins fer fram nćstkomandi miđvikudagskvöld og eru gestir sem fyrr velkomnir á međan húsrúm leyfir.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 8764610

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 131
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband