Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Hörkubarátta Hugins og TR á Íslandsmóti skákfélaga

Íslandsmót skákfélagaSkákfélagiđ Huginn og Taflfélag Reykjavíkur hafa algera yfirburđi yfir önnur liđ í 1. deild Íslandsmóts Skákfélaga en fimm umferđir af níu fóru fram fyrri hluta keppninnar í Rimaskóla frá fimmtudagskvöldi og fram á sunnudag. Munurinn á liđunum er vart marktćkur og skilur ađeins ˝ vinningur sveitirnar ađ og ţćr eiga eftir ađ tefla saman í seinni hlutanum sem samkvćmt hefđ fer fram í kringum Reykjavíkurskákmótiđ í marsmánuđi nk. Á milli ţrjú og fjögur hundruđ skákmenn tóku ţátt í Íslandsmótinu um helgina og var teflt í fjórum deildum. Alls tóku á fjórđa hundrađ skákmenn ţátt í keppninni um helgina.

Huginn tefldi fram tveim erlendum stórmeisturum en Taflfélag Reykjavíkur hafđi innan sinna vébanda eingöngu íslenska skákmenn međ Hannes Hlífar Stefánsson á 1. borđi og Margeir Pétursson á 4. borđi. Stađan í 1. deild er ţessi: 1. Huginn 32 v. 2. Taflfélag Reykjavíkur 31 ˝ v. 3. Skákfélag Akureyrar 23 v. 4. Fjölnir 21 v. 5. Víkingaklúbburinn 20 ˝ v. 6. Huginn b-sveit 18 ˝ v. 7. Bolungarvík 16 v. 8. 10. KR – skákdeild, Skákfélag Akureyrar og Taflfélag Reykjavíkur b-sveit 12 ˝ v.

Nokkrir skákmenn náđu afbragđs árangri um helgina. Hollendingurinn Van Kampen og Ţröstur Ţórhallsson sem tefldu fyrir Skákfélagiđ Huginn unnu allar fimm skákir sínar og ţađ gerđi einnig Björn Ţorfinnsson fyrir Taflfélag Reykjavíkur.

Í keppni 2. deildar hefur Skákfélag Reykjanesbćjar mikiđ forskot međ 19. vinninga af 24 mögulegum. Ţar teflir á 1. borđi Björgvin Jónsson og vann hann allar fjórar skákir sínar um helgina rétt eins og Hauka-mađurinn Sverrir Ţorgeirsson.

Í 3. deild leiđir Vinaskákfélagiđ međ Róbert Harđarson sem vann allar skakir sínar á 1. borđi og í 4. deild eiga í harđri keppni Hrókar alls fagnađar međ 20 vinninga en Taflfélag Vestmannaeyja sem byrjađi aftur 4. deild kemur skammt á eftir međ 18 vinninga.

Mikiđ var um óvćnt úrslit á mótinu. Jón Kristinsson sem varđ Íslandsmeistari 1971 og aftur 74 hefur lítiđ teflt undanfarna áratugi en ekki er langt síđan hann vann Henrik Danielsen. Á fimmtudagskvöldiđ sýndi hann styrk sinn og vann stórmeistarann Stefán Kristjánsson. Nýr liđsmađur Skákfélags Akureyrar, Björn Ívar Karlsson, vann TR-inginn Jón Viktor

3. umferđ:

Björn Ívar Karlsson (SA) – Jón Viktor Gunnarsson (TR)

Skileyjarvörn

1. Rf3 c5 2. e4 Rc6 3. Bb5 g6 4. Bxc6 bxc6 5. O-O Bg7 6. He1 e5 7. b4!

Eftir ađ Bobby Fischer lék ţessum skarpa leik í seinna einvíginu viđ Spasskí í Sveti Stefan áriđ 1992 hefur afbrigđiđ sem hefst međ 6. .. e5 veriđ taliđ nćstum ţví óteflandi fyrir svartan.

7. ... cxb4 8. a3 b3 9. Bb2 d6 10. cxb3 Bg4?

Eftir ţennan leik er svarta stađan erfiđ. Hann varđ ađ reyna ađ spyrna á móti framrás d-peđsins og leika 10. ... c5 t.d. 11. b4 Hb8 o.s.frv.

11. d4! exd4 12. Bxd4 Bxf3 13. gxf3 Dg5+ 14. Kf1 Be5 15. Bxe5 dxe5 16. Rd2!

Skeytir engu um h2-peđiđ, riddarinn er á leiđinni til c4.

16. ... Dxh2 17. Rc4 Hd8 18. Dd4 f6 19. Had1 Df4 20. Rxd6 + Kf8

GPGUM4EU21. Dxa7!

Vinningsleikurinn.

21. ... Hxd6 22. Db8+ Kg7

Jón sá ađ léki hann 22. .. Ke7 kćmi 23. e5! Hxd1 24. exf6+ Kf7 25. Dxf4 međ auđunnu tafli. En nú er eftirleikurinn auđveldur.

23. Dxd6 Dxf3 24. Dc7+ Kh6 25. Dh2+ Kg5 26. Hd8 Rh6 27. Hxh8 Rg4 28. Dg2

– og svartur gafst upp.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 28. september 2015

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 282
  • Frá upphafi: 8764813

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 157
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband